Paradísarrif WI 4+
Leið 4a. á mynd
Gráðan er ekki alveg á hreinu, annað hvort WI 4+ eða létt WI 5
FF: Guðmundur Helgi og Jón Haukur
| Klifursvæði | Eyjafjöll |
| Svæði | Paradísarheimt |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið 4a. á mynd
Gráðan er ekki alveg á hreinu, annað hvort WI 4+ eða létt WI 5
FF: Guðmundur Helgi og Jón Haukur
| Klifursvæði | Eyjafjöll |
| Svæði | Paradísarheimt |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið númer D9.
Kerti uppúr skál, austast í Stórahjalla (hægri).
FF: Halldór Albertsson, Katrín Pétursdóttir og Sigurður Kristjánsson, 2009
| Klifursvæði | Brynjudalur |
| Svæði | Stórihjalli |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið númer 6.
40 m, WI 3 klifur með smá WI 3+ kafla, kannski 3 m. Helmingur er tryggður í þykkan ís og efri hlutinn bland af spectrum og stuttum skrúfum. Topakkeri spectrur í frosinn mosa.
FF: Einar Rúnar Sigurðsson og Snorri Örn Sveinsson, janúar 2018
| Klifursvæði | Öræfi, Vestur |
| Svæði | Hof |
| Tegund | Ice Climbing |
It is found right above the farms in Hof in Öræfi. Just 5 minutes drive from Fagurhólsmýri.
FF: Einar Rúnar Sigurðsson og Aron Franklín Jónsson, WI 5, 25m, 6. janúar 2018
| Klifursvæði | Öræfi, Vestur |
| Svæði | Hof |
| Tegund | Ice Climbing |
Vinstra megin við sportklifurleiðina Argasta snilld 5.8
Frumfarin á gamlársdag 2017
FF: Einar Rúnar Sigurðsson, Árni Stefán Haldorsen og Íris Ragnarsdóttir Pedersen
| Klifursvæði | Öræfi, Austur og Suðursveit |
| Svæði | Hnappavellir |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið númer 2. á mynd, leið númer 1. er ófarin.
Leiðin er við hið svokallaða Kirkjugólf við Kirkjubæjarklaustur. Kirkjugólfið er jökul og brimsorfinn stuðlabergsflötur og er u.m.þ.b. 80 fermetrar. Leiðin blasir við ef setið er inni í Skaftárskála og horft út um gluggann upp í fjall.
Leiðin er samfelld, u.m.þ.b. 40m og klifrast sennilega best í einni góðri spönn
FF: Ágúst Þór Gunnlaugsson og Jónas G. Sigurðsson, 6. janúar 2018
| Klifursvæði | Kirkjubæjarklaustur |
| Svæði | Kirkjubæjarklaustur |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið númer 1. á mynd
Á hringtorginu á Kirkjubæjarklaustri er farið út á öðru (ef komið er Reykjavíkur megin að) og haldið áleiðis inn eftir, framhjá öllum ís og mixleiðunum og inn að bænum Mörk. Frá Mörk er um 5 mínútna gangur í næsta gil þar sem leiðin blasir við.
Leiðin er í tveimur áberandi höftum og klifrast því þægilega í tveimur en þokkalega stuttum spönnum. Frá veginum lítur hún út fyrir að vera ágætlega brött og efra haftið lýtur út fyrir að vera lengra en það neðra, höftin eru síðan álíka löng og ekki það brött.
Heildarlengd er um 55m og gráðan var WI 3 þegar leiðin var frumfarin en var í rosalega þægilegum aðstæðum, sennilega almennt meira WI 3+.
Nafnið hefur tvíþætta merkingu.
Fyrri merkingin er að leiðin er mjög góð og skemmtileg, ef hún væri nær Reykjavík væri hún ein af klassískustu leiðum landsins, eins klassísk og að fá sér pizzu í kvöldmat.
Seinni merkingin vísar til þess að Rakel Ósk efndi til keppni 10 desember um hvort hún eða Jonni yrði fyrri til að frumfara leið og nefna hana Dominos. Rakel frumfór leið nokkrum dögum áður en náði ekki samkomulagi við samferðamenn sína um að leiðin fengi nafnið, endaði á að vera nefnd Rennibraut. Jonni vann því keppnina, en aðeins rétt svo því að Norðanmenn eru iðnir við klifur um þessar mundir.
FF: Ágúst Þór Gunnlaugsson og Jónas G. Sigurðsson, 6. janúar 2018
| Klifursvæði | Kirkjubæjarklaustur |
| Svæði | Kirkjubæjarklaustur |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið númer D2.
Eitt haft í byrjun leiðir mann upp í stóra skál. Úr skálinni liggja þrjár línur áfram upp, Tokyo er línan vinstra megin
FF: Jónas G. Sigurðsson, Bergur Ingi Geirsson og Kári Brynjarsson, 3. janúar 2018, WI 2 kannski 3
| Klifursvæði | Brynjudalur |
| Svæði | Stórihjalli |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið númer D1.
Stöllótt og létt leið, gæti horfið í snjóþyngslum. Hægt að klifra í einni langri 60m spönn. Frábær fyrir byrjendur til að æfa sig í leiðslu.
Leiðin er nefnd eftir mjög áberandi stein sem vegur salt ofan á einskonar súlu ofan við leiðina
FF: Jónas G. Sigurðsson, Bergur Ingi Geirsson og Kári Brynjarsson, 3. janúar 2018
| Klifursvæði | Brynjudalur |
| Svæði | Stórihjalli |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið númer D4.
Eitt haft í byrjun leiðir mann upp í stóra skál. Úr skálinni liggja þrjár línur áfram upp, Bahamas er hægri línan. Það er bæði hægt að klifra upp í hverkinni alveg lengst til vinstri eða beint upp áhugavert haft, beint upp gæti verið WI 3+
FF: Jónas G. Sigurðsson, Bergur Ingi Geirsson og Kári Brynjarsson, 3. janúar 2018, WI 3
| Klifursvæði | Brynjudalur |
| Svæði | Stórihjalli |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið númer D5.
Leiðin snýr aðeins í suðvestur og blasir því við þegar keyrt er inn dalinn en fer svo hálfpartinn í hvarf þegar farið er framhjá Þrándarstöðum. Þegar komið er alveg upp að leiðinni kemur svo í ljós önnur lína sem er enn meira í hvarfi hægra megin við D5.
FF: Haraldur Ketill Guðjónsson, Jónas G. Sigurðsson og Kamil Kluczyński
| Klifursvæði | Brynjudalur |
| Svæði | Stórihjalli |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið númer D6.
Leiðin er í þröngu sundi hægra megin við Haraldsleið og sést ekki fyrr en komið er alveg upp að henni. Skemmtilegt umhverfi við klifrið.
FF: Kamil Kluczyński, Haraldur Ketill Guðjónsson og Jónas G. Sigurðsson, 4. janúar 2018.
| Klifursvæði | Brynjudalur |
| Svæði | Stórihjalli |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið númer D7. (Næst mest til hægri í skálinni
Svipuð stemming og í leiðum D2-4, þar sem að eitt létt haft leiðir upp í skál með mörgum valmöguleikum, línurnar í þessari skál eru samt lengsi og brattari en í hinni. Þessi skál hefur fjórar áberandi línur, bara er vitað til þess að leiðirnar mest til hægri og næst mest til hægri hafi verið klifraðar.
Þessi leið blasir mest við þegar komið er í skálina, er breiðust og með talsverðu tjaldi á vinstri kantinum.
FF: Jónas G. Sigurðsson, Haraldur Ketill Guðjónsson og Kamil Kluczyński, 4. janúar 2018
| Klifursvæði | Brynjudalur |
| Svæði | Stórihjalli |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið númer D8. (Mest til hægri í skálinni)
Svipuð stemming og í leiðum D2-4, þar sem að eitt létt haft leiðir upp í skál með mörgum valmöguleikum, línurnar í þessari skál eru samt lengsi og brattari en í hinni. Þessi skál hefur fjórar áberandi línur, bara er vitað til þess að leiðirnar mest til hægri og næst mest til hægri hafi verið klifraðar.
Þessi leið er lengst til hægri þegar komið er í skálina. Leiðin er nokkurn vegin tvískipt, léttur fyrri helmingur og svo nokkuð brattur en stuttur pillar, með möguleiga á að stíga á kanta á klettavegg til vinstri.
FF: Jónas G. Sigurðsson, Haraldur Ketill Guðjónsson og Kamil Kluczyński, 4. janúar 2018
| Klifursvæði | Brynjudalur |
| Svæði | Stórihjalli |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið númer D3.
Eitt haft í byrjun leiðir mann upp í stóra skál. Úr skálinni liggja þrjár línur áfram upp, New York er miðju línan
FF: Jónas G. Sigurðsson, Bergur Ingi Geirsson og Kári Brynjarsson, 3. janúar 2018, WI 3
| Klifursvæði | Brynjudalur |
| Svæði | Stórihjalli |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið númer 3 á mynd
Þarf langann frostakafla til að komast í aðstæður. Myndar stóra hrúgu undir sér, sem er líklega lykilatriði í að fossinn nái saman. Sjálft klifrið virðist myndast í tveimur samvöxnum súlum og var sú vinstri ansi þunn við frumferð, svo er bara að sjá hvernig þetta lýtur út þegar þetta frýs næst.
FF: Árni Stefán Halldorsen, Íris Ragnarsdóttir Pedersen og Svanhvít Helga Jóhannsdóttir, 4. janúar 2018, WI 4, 30m
| Klifursvæði | Öræfi, Vestur |
| Svæði | Skaftafellsheiði |
| Tegund | Ice Climbing |
Rauð lína á mynd.
Þegar ekið er í átt að þórsmörk er farið framhjá nauthúsagili og áður er farið yfir fyrstu ánna (sauðá) er blasir þetta allt við. Þetta er fyrsta línan vinstra megin við giljagaur eftir fyrstu spönn er farið í gilið til hægri og í staðin fyrir að fara giljagaurs spönnina er farin stutt spönn sem er vinstramegin og hægt svo að tengja aftur eftir það.
FF: Ólafur Þór Kristinnsson og Þórir Guðjónsson, 3. janúar 2018, WI 3/4
| Klifursvæði | Þórsmörk |
| Svæði | Grettisskarð |
| Tegund | Ice Climbing |
Hægri línan á myndinni
Beint upp frá Arnarhóli sem er við þjóðvegin í Holtsós kannski ca 2km vestan við bæin Steina.
Það eru tvær línur þarna. Vestari línan er líklega WI 4. Fórum austari línuna sem var alveg skítfín WI 3 með svoldi af torfklifri 2 spannir kannski 20-30m hvor fyrir sig (ekki allt bratt). en hún er
FF: Ólafurþór Kristinnsson og Bergur Sigurðarson 31. des 2017
| Klifursvæði | Eyjafjöll |
| Svæði | Holtsós |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið númer C3
Aðeins brattari en Brynja.
Í Landnámu (Sturlubók) er fjallað um Brynjudal í Hvalfirði. „Hvamm-Þórir nam land á milli Laxár og Fossár og bjó í Hvammi. Þórir deildi við Ref hinn gamla um kú þá, er Brynja hét; við hana er dalurinn kenndur. Hún gekk þar úti með fjóra tigu nauta, og voru öll frá henni komin. Þeir Refur og Þórir börðust hjá Þórishólum; þar féll Þórir og átta menn hans.“
FF: Óþekkt, WI 3, 30m
| Klifursvæði | Brynjudalur |
| Svæði | Ingunnarstaðir |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið númer C2
Þokkalega þægileg leið, kannski tæplega WI 3. Stöllótt leið og nóg um hvíldir. Aðeins brattari en Hvamm Þórir.
Í Landnámu (Sturlubók) er fjallað um Brynjudal í Hvalfirði. „Hvamm-Þórir nam land á milli Laxár og Fossár og bjó í Hvammi. Þórir deildi við Ref hinn gamla um kú þá, er Brynja hét; við hana er dalurinn kenndur. Hún gekk þar úti með fjóra tigu nauta, og voru öll frá henni komin. Þeir Refur og Þórir börðust hjá Þórishólum; þar féll Þórir og átta menn hans.“
FF: Óþekkt, WI 3, 30m
| Klifursvæði | Brynjudalur |
| Svæði | Ingunnarstaðir |
| Tegund | Ice Climbing |