9 related routes

Sæmundur Fróði M 4+

WI4+ M4/5? 50m

Mjó lína um 100m austan við Fróðafoss sem myndast sjaldnar og verr. Fyrstu tvö höftin hafa ekki sést tengja niður í manna minnum og því mixuð. Fyrsta haftið klifrast upp vandræðalega kverk rétt vinstra megin við ísinn á tæpum krókum, það seinna er brattara en góður krókur í boði sem ætti alla jafna að koma manni í sæmilegan ís. Að því loknu er stutt haft upp að megin kertinu sem er mjótt og tæknilegt. Léttara klifur að því loknu og hægt að toppa út eða síga úr seinasta góða ís. Við frumferð voru fyrstu tvö höftin klifruð í ofanvað en bergið er lokað og tekur ekki við tryggingum. Til stendur að bolta það við tækifæri.

Ff Árni Stefán Haldorsen og Íris Ragnarsdóttir Pedersen 05.02.22

Vinstri grænir WI 4

Leið númer 1.

FF: Einar Rúnar Sigurðsson, Magnús Bjarki Snæbjörnsson og Ólafur Þór Kristinsson, 30. janúar 2018

Blóðmör WI 4

Leið númer 4.

FF: Einar Rúnar Sigurðsson, Magnús Bjarki Snæbjörnsson og Ólafur Þór Kristinsson, 30. janúar 2018

Lifrarpylsa WI 3

Leið númer 5.

FF: Einar Rúnar Sigurðsson, Magnús Bjarki Snæbjörnsson og Ólafur Þór Kristinsson, 30. janúar 2018

Mosafróði WI 3

Leið númer 6.

40 m, WI 3 klifur með smá WI 3+ kafla, kannski 3 m. Helmingur er tryggður í þykkan ís og efri hlutinn bland af spectrum og stuttum skrúfum. Topakkeri spectrur í frosinn mosa.

FF: Einar Rúnar Sigurðsson og Snorri Örn Sveinsson, janúar 2018

Þrettándagleði WI 5

It is found right above the farms in Hof in Öræfi. Just 5 minutes drive from Fagurhólsmýri.

FF: Einar Rúnar Sigurðsson og Aron Franklín Jónsson, WI 5, 25m, 6. janúar 2018

Fróðafoss WI 3

Beint upp af bænum Fróðasker, sem er austasti bærinn á Hofi.

FF: Einar Rúnar Sigurðsson,des 1996 WI 3, 45m.

Gasfróði WI 4

Leið númer 3. (græn)

Grasfróði is just about 100 meters to the left from Fróðafoss and it only takes about 5 minutes to walk up to it from the car. (Straight up from the house Fróðasker in Hof). This is a 50 meter WI4 route first climbed by

FA: Einar Sigurðsson and Mikko Nikkinen on January 23rd 1998.

 

Gasfróði Direct WI 4+

Leið númer 2. (rauð)

Er beinasta og fallegasta línan í Grasfróða (vinstra megin við samnefnda leið sem klifin var fyrir 2 árum), 5 mínútna gangur upp frá austustu húsunum á Hofi (Fróðaskeri)

Við klifum leiðina í einni spönn, fyrri hlutinn er sennilega ekki nema 3 gráða, en ofan við miðju hertist róðurinn. Þurfti að komast undan smá slúti til að komast í efsta og lengsta lóðrétta kaflann. Verst var samt að komast yfir brúnina upp úr leiðinni, úr lóðréttum ís í blautan mosa og gras. Ísinn var mjög kertaður, og mikið um húkk frekar en högg.

FF: Einar Rúnar Sigurðsson og Guðmundur Þorsteinsson, 05. jan. 2000, 45m

Skildu eftir svar