Rolling stones WI 4+

Fyrsta leiðin í mögnuðum hömrum sem liggja milli Svínafellsjökuls og Svínafellsins. Hér er hægt að fara margar línur sem líta út fyrir að vera heimsklassalínur hvað varðar erfiðleika, útsýni og klifur.

Ef lónið við jökulinn er frosið, þá er best að leggja bílnum við bæinn Svínafell og elta stíg sem liggur í gegn um jökulgarðinn. Einhverstaðar er trébrú sem auðveldar aðgengið.
Ef lónið er ekki frosið, þá er líka hægt að fara frá „Batman“ bílastæðinu við jökultunguna og ganga yfir jökulinn til austurs. Athugið að sú leið er mjög sprungin og ekki er ráðlagt að fara þar yfir nema að hópurinn treysti sér í sprungubjörgun!

FF: Matteo Meucci and Hlynur Sigurjonsson 7/3/2016, 110m

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Secret lagoon
Tegund Ice Climbing

Break a window WI 4

Rauð lína á mynd

Approach about 45min. Gengið frá þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli og upp á Skaftafellsjökul.
WI 4, 70m

Sögusagnir segja að þessi lína hafi verið farin áður, þangað til annað kemur í ljós verður þetta skráð svona.

FF: Hlynur Sigurjónsson, Kiddi Sigurjónsson, Matteo Meucci on the 5/03/2016

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Skaftafellsjökull
Tegund Ice Climbing

Tröll Leikhús WI 7

Númer 5 á yfirlitsmynd.

Áberandi súla fyrir miðjan sector, gekk undir vinnuheitinu Kertasníkir

WI 7-, Þetta er fyrsta leiðin, vonandi af mörgum, til að fá hærri gráðu en WI 6+ og er því erfiðasta leiðin á Íslandi í dag.

FF: Albert Leichtfried og Benedikt Purner 23. feb 2016

Klifursvæði Brattabrekka
Svæði Austurárdalur
Tegund Ice Climbing

Shooters WI 4+

Leiðin sem er lengst hægra megin í sectornum Glassúr, yfir sjónum

Til að klifra þessa leið þarf að gera annað hvort af tvennu, hlaupa milli alda eftir klettafjörunni, sem næst  fjöru eða síga ofan frá (toppa úr annari leið). Í frumferðinni var það fyrrnefnda gert.

FF: Albert Leichtfried og Benedikt Purner, 15/02 ’16

Klifursvæði Kaldakinn
Svæði Glassúr
Tegund Ice Climbing

Sex on the beach WI 5+

Næst ysta mögulega línan í sectornum Glassúr, ekki almennilega formuð á myndinni

Til að klifra þessa leið þarf að gera annað hvort af tvennu, hlaupa milli alda eftir klettafjörunni, sem næst  fjöru eða síga ofan frá (toppa úr annari leið). Í frumferðinni var það fyrrnefnda gert.

FF: Albert Leichtfried og Benedikt Purner, 14/02 ’16

Mynd: Elias Holzenecht
Klifursvæði Kaldakinn
Svæði Glassúr
Tegund Ice Climbing