Arnarfjörður

Vestfjörðunum er skipt niður í: Barðaströnd, ArnarfjörðurDýrafjörður, Ísafjarðardjúp og  Hornstrandir

Gerður hefur verið mjög aðgengilegur af svæðinu og eru allar upplýsingar fengnar þaðan. Leiðarvísirinn var prentaður í ársriti ÍSALP 2015.

© Sigurður Tómas Þórisson

Arnarfjörður er orðinn eitt af stærstu ísklifursvæðum landsins. Þar hafa verið haldin tvö ísklifurfestivöl, 2009 og 2015 og auk þess bætti hópur galvarskra bandaríska klifrara við leiðum í Arnarfirðinum árið 2014.

Hentugast er að gista á Bíldudal því þaðan er örstutt á helstu klifursvæðin.

Stiklur (Steppin´Stones – www.stiklur.is) er gistihús sem er opið árið um kring með fjölda gistirýma. Hægt er að fá þar morgunmat og stærri máltíðir auk þess sem þau aðstoða við að græja allt milli himins og jarðar.

Þar er einnig farfuglaheimili á Bíldudal með 38 gistirýmum. Það er hins vegar lokað yfir vetrartímann en fyrir stærri hópa gæti verið möguleiki að opna það sérstaklega – www.hostel.is/Hostels/Bildudalur/

Einnig er fjöldi gistimöguleika á Tálknafirði (15km akstur) og á Patreksfirði (30km akstur).

Ísklifurleiðirnar í Arnarfirði eru af öllum stærðum og gerðum, frá WI2 upp í WI6 og frá 20m upp í 400m. Fjallstopparnir eru í 500-600m hæð þannig að möguleiki er á enn lengri leiðum.

Bróðurpartur skráðra leiða var farinn á Ísklifurfestivali Ísalp árið 2009 og 2015 en þess á milli er aðeins vitað um einn hóp erlendra klifrara á svæðinu (Kitty Calhoun/Jay Smith og co 2014).

Flestar augljósu línurnar á svæðum B (Svarthamrar), C (Hvestudalur) og D (Innrihvilft) hafa þegar verið klifnar. Svæði A (Bíldudalsfjall) og E-G (Ytrihvilft til Selárdals) eru tiltölulega lítið snert, þó stakar leiðir hafi þegar verið farnar.

Það er því enn möguleikar fyrir töluverðan fjölda nýrra leiða af öllum stærðum og gerðum í Arnarfirði og nágrenni (t.d. í botni Patreksfjarðar).

NB Ketildalavegur er skilgreindur sem lágforgangsvegur hjá Vegagerðinni og er bara mokaður stöku sinnum. Síðasta byggða ból er um hálfa leið út í Selárdal (í Hringsdal?) og er ekki mokað lengra en þangað.

NB Vestfirðir eru alræmt snjóflóðasvæði. Í vissum vindáttum getur orðið mikil snjósöfnun ofan og neðan ísklifurleiðanna. Hafið því varann á varðandi snjóflóðahættu en einnig varðandi grjót- og íshrun.

Leiðarlýsing

Nokkrar leiðir eru til að koma sér til Bíldudals.
a) Bein akstursleið (427km) tekur um 6-8 tíma að vetrarlagi.
Frá Reykjavík er hringvegurinn (þjóðvegur 1) ekinn gegnum Borgarnes og Bifröst. Um 10mín eftir Bifröst er beygt til norðurs (vinstri) inn á þjóðveg 60 í átt að Búðardal/Ísafirði/Patreksfirði og yfir Bröttubrekku.
Ekið er gegnum Búðardal og yfir Gilsfjörð og Þorskafjörð (ekki norður inn á þjóðveg 61 til Ísafjarðar ??) og eftir Barðastrandarvegi til Flókalundar.
ATH! Við Flókalund heldur þjóðvegur 60 beint áfram upp á Dynjandisheiði (og yfir á Trostansheiði niður í Arnarfjörð og til Bíldudals). Þessi vegur er ekki í vetrarþjónustu og því almennt lokaður á ísklifurtímabilinu. Í stað þess er þjóðvegur 62 ekinn áfram út Barðaströndina og yfir Kleifaheiði til Patreksfjarðar.
Þegar komið er inn til Patreksfjarðar er beygt til norðurs/hægri inn á þjóðveg 63 yfir Mikladal til Tálknafjarðar. Í Tálknafirði er haldið áfram eftir þjóðvegi 63 yfir Hálfdán til Bíldudals.
ATH! Á Barðaströndinni er stuttur fjallvegur yfir Klettsháls, sem á það til að lokast í vetrarveðrum. Einnig eru heiðarnar kringum Patró og Tálknafjörð snjóþungar en mokstur á þeim er tíðari en á Klettshálsinum. Fylgist vel með færð á www.vegagerdin.is
b) Breiðafjarðarferjan Baldur (www.saeferdir.is) - 6-8 tímar að vetrarlagi.
Í Borgarnesi er beygt til vesturs inn á þjóðveg 54 á átt að Stykkishólmi og ekið í hálftíma þar til beygt er til norðurs/hægri hjá Vegamótum inn á þjóðveg 56 (Vatnaleið til Stykkishólms).
Þegar komið er yfir Snæfellsnesið er beygt til austurs/hægri inn á þjóðveg 54 og síðan þjóðveg 58 inn til Stykkishólms (samtals 172km frá Reykjavík).
Baldur fer frá megin hafnarsvæðinu í miðbæ Stykkishólms og er auðvelt að finna með því að stefna á gula vitann á hólnum ofan við höfnina. Baldur stoppar stutt í Flatey á leiðinni til Brjánslækjar á Barðaströndinni og tekur bátsferðin um 2 1/2 tíma.
Frá Brjánslæk er beygt til vesturs/vinstri eftir þjóðvegi 62 og 63 (eins og í leið a)) til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og loks Bíldudals (85km).
Kostur við b) er að fyrir utan notalega bátsferð yfir Breiðafjörðinn sleppur maður við verstu snjógildrurnar á Barðaströndinni, sem er þess utan afar lýjandi akleið. Gallinn er aftur á móti að ferjan er yfirleitt dýrari kostur og maður er háður fastri áætlanaferð hennar (ein ferð á dag yfir veturinn og engin ferð á laugardögum).
c) Það er lítill flugvöllur við Bíldudal og flugfélagið Ernir (www.ernir.is) flýgur þagnað frá Reykjavík allt árið (alla daga nema laugardaga). Hafið samband við ferðamálafrömuði á Bíldudal til að kanna með bílamál á svæðinu.

Kort

Myndbönd

Ísklifurfestival á Bíldudal from Robert Halldorsson on Vimeo.

Skildu eftir svar