Ljósbláa leiðin WI 4+
Leiðin hefst rétt til vinstri við „Bláu leiðina“ en byrjar á hliðrun til vinstri og svo er þrykkt lóðrétt upp 10m (WI4+) kafla af ís (sem getur verið þakinn þunnu snjólagi). Eftir það er hliðrað lengra til vinstri og sett upp akkeri. Þarna er góð sylla til að standa á og hefst leiðin „Kiddi“ á vinstri hönd. En í stað þess að halda þangað er farið aftur til hægri og svo beint upp 20m (WI4+) kafla sem er að mestu lóðréttur á góðum bláum ís. Eftir það eru um 30m (WI3+) þar sem skiptist á ís og snjór. Í frumferð var gerð v-þræðing undir klettinum í góðum ís og sigið niður á tveimur 60m reipum. Það var mikill snjóhengja fyrir ofan en kletturinn veitti sálrænt skjól.
60m
FF: Halldór Fannar og Ágúst Kristján Steinarrsson, 17. feb. 2022
Klifursvæði | Brattabrekka |
Svæði | Austurárdalur |
Tegund | Ice Climbing |