Ísbað WI 4+

Leiðin er sú fyrsta sem blasir við þegar komið er niður í flæðarmálið eftir lækjafarveginum (sjá myndir). Hún er janframt fyrsta leiðin sem var klifruð á þessu svæði.

Það er torvelt að komast meðfram flæðarmálinu lengra en á fyrsta svæðið sökum öldugangs. Sjávarhæð spilar hér auðvitað inn í en þegar við sóttum þessa hamra heim þá gekk sjór alveg upp að ísnum og vorum við í raun heppnir að komast upp á íssylluna áður en stærstu öldurnar gengu yfir. Þessi sylla var eins og svalir úr ís þar sem sjórinn gekk undir þær þegar hann hamaðist sem mest.

Leiðin var nefnd “Ísbað” sökum þess að seinni spönnin er í raun feitt ískerti sem myndast úr miklum ísúða.  Sá úði var ennþá í fullum gangi þegar við klifruðum og gerði verkefnið meira krefjandi.

Spönn 1: Um 30 metrar WI3+, ýmsir möguleikar til að setja upp akkeri en gætið að ísmyndunum fyrir ofan ykkur. Við völdum einn skásta staðinn með þetta fyrir augum en hann mun seint kallast hættulaus.

Spönn 2: Um 12 metrar WI4+/5, byrjar á hliðrun til hægri en svo er einfaldlega farið beint upp, þar sem kertið er brattast en líka með besta ísinn. Vegna ísbaðsins er best að klifra þetta hratt og fumlaust. 

FF. Halldór Fannar og Ágúst Kristján Steinarrsson 17. mars 2023

Klifursvæði Tröllaskagi
Svæði Klif - Svali sektor
Tegund Ice Climbing
Merkingar

1 related routes

Ísbað WI 4+

Leiðin er sú fyrsta sem blasir við þegar komið er niður í flæðarmálið eftir lækjafarveginum (sjá myndir). Hún er janframt fyrsta leiðin sem var klifruð á þessu svæði.

Það er torvelt að komast meðfram flæðarmálinu lengra en á fyrsta svæðið sökum öldugangs. Sjávarhæð spilar hér auðvitað inn í en þegar við sóttum þessa hamra heim þá gekk sjór alveg upp að ísnum og vorum við í raun heppnir að komast upp á íssylluna áður en stærstu öldurnar gengu yfir. Þessi sylla var eins og svalir úr ís þar sem sjórinn gekk undir þær þegar hann hamaðist sem mest.

Leiðin var nefnd “Ísbað” sökum þess að seinni spönnin er í raun feitt ískerti sem myndast úr miklum ísúða.  Sá úði var ennþá í fullum gangi þegar við klifruðum og gerði verkefnið meira krefjandi.

Spönn 1: Um 30 metrar WI3+, ýmsir möguleikar til að setja upp akkeri en gætið að ísmyndunum fyrir ofan ykkur. Við völdum einn skásta staðinn með þetta fyrir augum en hann mun seint kallast hættulaus.

Spönn 2: Um 12 metrar WI4+/5, byrjar á hliðrun til hægri en svo er einfaldlega farið beint upp, þar sem kertið er brattast en líka með besta ísinn. Vegna ísbaðsins er best að klifra þetta hratt og fumlaust. 

FF. Halldór Fannar og Ágúst Kristján Steinarrsson 17. mars 2023

Skildu eftir svar