Villingadalur

Villingadalur er Austasti hlutinn undir norðurhlíðum Skarðsheiðar, djúp dalhvilft sem gegnur SV inn í meginfjallið og rennur Villingadalsá eftir honum. Í botni dalsins má finna 5 ískklifurleiðir auk þess sem hægt er að finna auðvelt stöllótt klifur í gili sunnan við fossana.

Á myndinni hér að neðan má sjá mynd tekna inn dalinn. Við óskum eftir upplýsingum um byrjendaleiðirnarVillingadalur yfirlitsmynd

Hér fyrir neðan má sjá yfirlitsmynd yfir aðal fossana.
´

  1. Styx – WI 4
  2. Hades – WI 4
  3. Kharon – WI 4+
  4. Kerberos – WI 3

Villingadalur er merktur inní Ísalp leiðavísi frá 1987, sem sector í Skarðsheiði og hér fyrir neðan má sjá þá mynd úr leiðavísinum.

13. Um Hábrúnir Skarðsheiðar – gönguleið (13km)
14. Villingadalsfossar
15. Mórauðihnúkur – Snjór (600M II.)

Bolaklettur

Bolaklettur stendur stoltur yfir Borgarfirðinum og horfir norður yfir til Borgarnes. Í Bolaklettinum sjálfum er gott færi fyrir ófarnar leiðir en hér eru listaðar leiðir sem hafa verið farnar á undanförnum árum í gili sem liggur inn eftir vestan við Bolaklettinn, skulum við kalla það Innri-hvilft. Í Innri-hvilft hafa verið farnar nokkrar ferðir og eru þar komnar 4 leiðir en þar er einnig tækifæri fyrir hugmyndaríka tækifærissinna.

Bolaklettur

 

Hér sjást allar farnar leiðir í Innri-hvilft.

1. Ég heiti ekki Kiddi WI5
1a. Hard five M8 /WI 6+
2. Niflheimar WI5+
2a. Mávahlátur WI 4
3. Aussie Pickings WI4
3a. Take a walk on the other side of the stars WI 4+
4. Ónefnd WI4
5. Bara ef mamma vissi WI5+

Golíat WI 4

2 spannir. Leiðin er í ísþilinu lengst til suðurs, og alveg hægra megin í því. Liggur upp um 60m brattan ískafla og síðan upp snjógil. Endar á 12-15m löngu lóðréttu kerti. Gengið er niður suður af fjallinu.

Ísþilið til vinstri býður upp á góðar leiðir á bilinu WI3-WI4

 

FF. Davíð(HSG) og Einar Sigurðsson

Klifursvæði Snæfellsnes
Svæði Mýrarhyrna
Tegund Ice Climbing