Tóti Afi WI 3

Leið númer B5.

Austarlega í Kötlugróf liggur lítið þröngt gil með skemmtilegri ísleið. Leiðin er afar breytileg eftir því hve mikill ís er í henni og getur efri hluti hennar orðið mjög krefjandi. Í efri hluta hennar getur myndast myndarleg regnhlíf sem getur verið erfið viðureignar þar sem hún skoðarst af klettunum sem veita nær engar fótfestur. Það getur því þurft að hífa sig upp á öxunum einum á þessum kafla og þá hækkar gráða leiðarinnar.
Um miðbik leiðarinnar getur verið fínt að tryggja með einum vin í áberandi sprungu og einnig getur verið gott að hafa 1-2 stuttar skrúfur.
Heildarlengd leiðarinnar eru um 40m og ofan hennar er steinn sem má nýta sem tryggingu en þó er réttast að tryggja í sæti. Stóra gilið austan við Kötlugróf hentar vel til niðurgöngu .

F.F. Arnar Halldórsson og Magnús Blöndal, 30. janúar 2016.

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing

Dúna Amma WI 3

Leið númer B1.

Austast í Kötlugróf liggur mjög fín ísleið með þægilegri aðkomu miðað við Múlafjall. Einfaldast er að stefna upp í stóra gilið sem skilur að Kötlugróf og Hlaðhamra (sjá mynd).

Leiðin er erfiðust fyrstu 20 metrana og þar eftir er nokkuð einfalt að skrölta upp á brún. Lítið er af tryggingum uppi á brún og því má búast við að tryggja þurfi í sæti. Heildarlengd leiðarinnar er um 45 m.

Stóra gilið austan við leiðina hentar vel til niðurgöngu.

F.F. Arnar Halldórsson og Magnús Blöndal, 30. janúar 2016.

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing

Sótanautur WI 3+

Leið númer B7.

Frá bílastæðinu við Kötlugróf er gengið upp snjólínu sem liggur upp undir leiðina en það þarf að brölta smá í lokin til að komast að henni. Leiðin byrjar á nokkuð stífu klifri fyrst (um 15 m) en svo tekur við brött ísbrekka upp til vinstri að loka kaflanum sem  er brattur og skemmtilegur. Heildarlengd leiðar er um 45 m.

Hægt er að nota stakan stein uppi á brún til að tryggja í en mælt er með að nota einhverja aðra tryggingu til vara.

Þessi leið í Gryfjunni fær nafnið Sótanautur og heitir eftir hring einum sem lýst er í Harðar sögu og talinn er vera falinn niðri við Kötlugróf sem stendur beint neðan við þetta svæði.

F.F. Arnar Halldórsson og Magnús Blöndal, 17. janúar 2016.

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing

Drjúpandi WI 3

Leið númer B9.

Frá bílastæðinu við Kötlugróf er gengið upp snjólínu sem sem  liggur beint upp undir leiðina. Drjúpandi hefst með 10 m ísfossi upp í snjóbrekku sem liggur upp að megin hlutanum. Klifrað er allla leið upp undir klettaveggin þar sem oftast hanga ofan hans myndarlegar regnhlífar og stór grílukerti (sjá mynd). Heildarlengdin er um 50 m.

Frábær leið fyrir byrjendur þar sem hægt er að hliðra til vinstri þar sem leiðin er léttari. En síga þarf á ís niður úr þessari leið.

Þessi leið hefur örugglega oft verið klifin og samkvæmt Múlafjalls-topo fær þetta svæði nafnið Gryfjan.

F.F. Arnar Halldórsson og Magnús Blöndal, 17. janúar 2016.

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing

Járntjaldið WI 4

Leið númer B10.

Frá bílastæðinu við Kötlugróf er gengið á snjólínu næstum beint upp í fjallið þar til komið er að bröttum 10 m ísfossi ( hægt er sleppa þeim hluta með því að fara upp til vinstri). Eftir það tekur við snjóbrekka upp að erfiðasta kaflanum. Möguleiki er að komast upp á lítinn stall til að hvíla sig áður en klárað er upp á snjósyllu sem til að gera stans. Þaðan liggur svo leiðin upp til vinstri upp á brún.

Heildarlengdin eru um 65 m en hana mætti stytta í eina spönn með því að príla vinstra megin fram hjá neðsta hlutanum.  Uppi á toppi er ekkert til að tryggja í nema snjór og/eða  mosi.

F.F. Arnar Halldórsson og Magnús Blöndal, 10. janúar 2016.

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing