Þröskuldur WI 3

Þröskuldurinn er íshaftið sem klífa þarf til að komast úr ytra gljúfrinu upp í innra og aðal gljúfrið. Það hefur augljóslega oft verið klifið, en hingað til hefur verið svo mikill snjór að klifrið hefur verið mjög auðvelt sóló. Núna var enginn snjór svo a

Ísinn var kúlaður og þunnur, en mjög góður.

FF: Einar R. Sig. & Bernhard Hochholdinger, 27. des. 2000, 13m

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Grænafjallsgljúfur
Tegund Ice Climbing

Stekkjastaur WI 4+

Álftafjörður sunnan Ísafjarðar

Leiðin er í stóru gili sem heitir Valagil. Leiðin er áberandi fallegasta leiðin í gilinin, mjó og brött íslæna með nakta kletta á hvora hönd.Mjög þægilegt er að komast upp að leiðinni.

Byrjar auðveldlega fyrstu metrana, en verður sífellt brattari og nær ,,lóðréttu` síðustu 15 – 20 metrana.

FF: Rúnar K. Eríkur Gíslason, 20. des 2000, 70m

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Valagil
Tegund Ice Climbing

Rörið WI 3

Mynd óskast

Sunnan við brúna að vestanverðu

Nokkuð greinilegt kerti sem sést vel neðan af veg. Góðar tryggingar neðst en þegar ofar var komið varð ísinn frekar þunnur og helst tryggjanlegur með spectrum. Upp á brún var  ísinn það þunnur að gáfulegast þótti að síga niður úr leiðinni.

FF: Jón Marinó Sævarsson (Bassi) og Sigurbjörn Gunnarsson (Böbbi), 25. nóv. 2000, 14m

Klifursvæði Hörgárdalur
Svæði Öxnadalur
Tegund Ice Climbing

Gollurshús WI 3+

Mynd óskast (Svæði 3 í Öxnadal)

Vestanmegin í Öxnadal og rétt sunnan við bæinn Gil. Fyrir neðan Gilshnjúkinn í Heiðarfjalli

Leiðin byrjar í WI 2 ísbrölti og síðan eru þrjú 7-14 metra höft. Efsta haftið er erfitt að tryggja þar sem stórt holrúm er á bakvið þunnan ísinn og nýttust stuttar ísskrúfur og spektrur einna best. Lítið um ís uppi á brúninni, aðeins mosi og þunn ísskæna á steinum

FF: Jón Marinó Sævarsson (Bassi) og Sigurbjörn Gunnarsson (Böbbi), 11. nóv. 2000, 60m

Klifursvæði Hörgárdalur
Svæði Öxnadalur
Tegund Ice Climbing

Hörgárdalur

Hörgárdalur liggur frá Eyjafirði og suðvestur inn í land að Öxnadalsheiði. Hörgárdalur greinist í sundur 13 km frá dalmynninu og skiptist í Öxnadal, Hörgárdal, Myrkárdal, Barkárdal og Syðri-Sörlártungudal. Nokkrar leiðir eru þekktar í Hörgárdal og Öxnadal sem og á Hraundranga sem er á fjallsegg mitt á milli dalana.

Öxnadalur

Djúpur dalur í vestanverðum Eyjafirði, inn af Hörgárdal. Hann er um 25 kílómetra langur frá mynni dalsins við Bægisá inn að Öxnadalsheiði. Um hann fellur Öxnadalsá. Hringvegurinn, þjóþvegur 1, liggur um Öxnadalsheiði og Öxnadal áleiðis til Akureyrar.

Öxnadalur merkir eiginlega nautgripadalur eða uxadalur. „Öxn“ er hvorugkynsorð í fleirtölu, þau öxnin, og er gamalt orð um nautpening, skylt uxi. Samkvæmt Landnámabók var Öxnadalur numinn af Þóri þursasprengi.

Leiðirnar hér eru á víð og dreif og lítið virðist vera til af myndum, aðsendar myndir eru vel þegnar. Hér er einnig ein óstaðsett leið, Rörið, upplýsingar um hana eru einnig vel þegnar.

Svæði 1 í Öxnadal (Efstaland)
Engin mynd er til af leiðinni eins og er.

  1. Two Fat Boys – WI 3

Svæði 2 í Öxnadal(Steinsstaðir II)

Hægt að leggja bílnum við Steinsstaðir II. Endilega banka upp á hjá bóndanum og biðja um leyfi til að leggja.

Frá bóndabæ tekur ca. eina klukkustund uppí Leiðirnar

  1. Solbadid – WI3
  2. Unclimbed
  3. Unclimbed
  4. Unclimbed
  5. Unclimbed
  6. Party Klifrið – WI3+
  7. Vitalys Nightmare – WI3+
  8. Wiener Schnitzel -WI4+
  9. Unclimbed

Svæði 3 í Öxnadal (Örlygur)
Hægt að leggja bílnum við Engimýri II. Endilega banka upp á hjá bóndanum og biðja um leyfi til að leggja.

Hnit á klettabeltinu 65°34’10“, -18°30’44“

Frá bóndabænum tekur aðkoman að klettinum ca. eina klukkustund Leiðirnar eru á milli 500m og 600m yfir sjávarmáli svo að ætla má að þær hangi inni í aðstæðum þó svo að hlýni aðeins á láglendi.

1. Thin/mixed? line (unclimbed)
2. First date – WI4
3. Örlygur – WI4
4. Uxi – WI4
5. Unclimbed

Svæði 4 í Öxnadal (Súlan)
Stærsta svæðið í Öxnadal, hér eru í kringum 5 leiðir og möguleiki á nokkrum í viðbót

  1. Yersinia – WI 3
  2. Rennibrautin – WI 3+
  3. Maxi popp – WI 3
  4. Súlan – WI 4

Svæði 5 í Öxnadal (Súlan)

Svæði 6 í Öxnadal (Heiðarfjall)

  1. Gollurshús – WI 3+

Svæði 7 í Öxnadal (Skagafjarðarmegin við heiðina)

  1. Kertið í Kotinu – WI 4

Hraundrangi
Áberandi tindur í Drangafjalli, upp á hann eru þekktar tvær leiðir. Auk þess er leið upp á Kistuna, næsta tind sunnan við Hraundrangan. Einnig segir sagan að Alex Lowe hafi í einni atrennu þverað alla eggina, ef einhver hefur frekari upplýsingar um það, þá má endilega koma þeim til klúbbsins.

Hér eru einnig tvær erfiðar Mixaðar línur í Drangafjalli undir Hraundranga

Rauð punktalína: Hraundrangi, upprunalega leiðin
Hvít punktalína: NV hryggur Hraundranga – D+, M 5
Rauð lína: Kistan

Hoarniglsheidi – M 7 / WI 6
Exciting Trousers – M 6

Hörgárdalur

Ný dönsk
Lagt er við bæinn Flögu, sem er síðasti bærinn áður en komið er að Staðarbakka þar sem gangan upp á Drangann hefst yfirleitt. Í klettabeltinu er urmull ísklifurleiða sem hafa víst verið klifraðar oft í gegnum tíðina án þess að Ísalp hafi vitað af. Því hafa nöfn og gráður skolast til og eru allar nýjar eða betri upplýsingar vel þegnar (eins og alltaf). Leiðirnar á svæðinu heita allar eftir lögum með hljómsveitinni Ný dönsk.

  1. Skynjun
  2. Regnbogaland
  3. Apaspil
  4. Horfðu til himins – WI 4+
  5. Veröld – WI 4
  6. Tilvera – WI 4
  7. Draumur
  8. Nostradamus
  9. Skjaldbakan
  10. Hlébarði
  11. Eplatré
  12. Hjálpaðu mér upp

Sólarsamba WI 4

Í ca 1200m hæð í efstu klettabeltunum í austurhlíð Sandfells, upp af Kotárjökli. Við ókum slóða af Háöldu (náttúruvætti) upp að lágu fjalli, Slögu, og löbbuðum upp dalinn milli Slögu og Sandfells og síðan upp Kotárjökul, flotta skíðaleið. Sólarsamba er ný

Þessar 4-5 leiðir sem þarna er að finna snúa mjög á móti sól, og við lentum í hálfgerðu snjóklifri um miðbik leiðarinnar. Byrjunin var bröttust í góðum ís, og efsti hlutinn sem er aðeins í skugga af kletti var frábær. Flottur drangur til að síga af eftst í leiðinni.

FF: Maggí, Helga og Einar Öræfingur, 21. apr. 2000, 50m

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Sandfell
Tegund Ice Climbing

Töffarinn WI 3+

Í 700-800 m hæð u.þ.b.1 km fyrir norðan Veðarstapa, upp af brattri snjóbrekku austast á Rótarfjallsjökli. Þegar horft er af þjóðveginum Kotá sjást tvær íslínur hlið við hlið í hlíðinni. Töffarinn er vinstri (nyrðri) línan. Best er að ganga upp með Kotá og

Skemmtileg stöllótt leið sem tollir í aðstæðum allan veturinn. Hægt er að sleppa við bröttustu kaflana í henni. Það er skylda að fara á fjallaskíðum að henni.

FF: Valgeir Æ. Ingólfsson, Guðmundur H. Sveinsson, Benedikt Kristinsson, Einar R. Sig. 13. apr. 2000, 40m

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Hofsfjöll
Tegund Ice Climbing

Leðursófinn WI 4+

Leið númer 2 á mynd

Í testofunni. Leiðin lengst til vinstri af þremur í breiða ísþilinu

Tvær spannir. Fyrri spönnin er um 35m og eru fyrstu 15m í þægilegum bratta en næstu 20 eru brattir og að hluta íslausir. Önnur spönnin er auðveldari með stuttum höftum og endar í bröttum snjó áður en komið er upp á stóra syllu, þar sem sigið er niður aftur.

FF: Örvar A Þorgeirsson, Eiríkur Stefánsson, 25. feb 2000, um 60m

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Stigárdalur
Tegund Ice Climbing

The Running Years Day Route WI 4+

Næsta leið við hliðina á „To Be Continued… “ og „Suffering Builds Character„, staðsett í Hlaupárgili í Stigárdal

Þetta er efsta leiðin í gili sem liggur til norðurs milli Testofunnar, og Stigárjökulsfallhamarsins. Reyndar er önnur óklifruð leið sem hefur sömu byrjun, en greinist í sundur í efri hluta. Gilið heitir hér með Hlaupársgil.

Hún byrjar upp breitt frístandandi kerti, fyrstu metrarnir lóðréttir, en léttist svo, síðan tekur við 20m snjóbrekka upp að efri hlutanum. Við skiptum leiðinni í 3 stuttar spannir, önnur spönnin var léttust, upp að efsta og brattasta hluta leiðarinnar. Síðasta spönnin er ástæðan fyrir + í gráðunni, í henni er nokkuð drjúgur lóðréttur kafli. Síðan áfram upp létt gil. Eftir að hafa klifrað leiðina gengum við áfram upp gilið og fundum þægilega gönguleið niður að byrjun leiðarinnar.

FF: Toni Klein, Markus & Einar Sigurðsson, 29. feb. 2000, 120m (60 ís 60 snjór)

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Stigárdalur
Tegund Ice Climbing

Dýflissan WI 4

Leið númer 7

Leiðin er á austurhorni Testofunnar, ef við gefum okkur að Tesofan sé bara innsti hluti afdalsins sem liggur í vestur í Stigárdal.(Allar þær leiðir sem menn sjá hvorn annan þegar menn standa neðan við leiðirnar).

Leiðin byrjar ágætlega brött upp feitt íshorn. Miklar snjóspýjur komu niður leiðina þegar við klifruðum, svo að Böbbi lét sig hverfa inn í helli eftir fyrstu 25 metrana. Þegar Einar hélt áfram í seinni og lengri spönnina, braust hann út um glugga á hellinum á öðrum stað, það var eins og rimlar væru fyrir gatinu, svo við köllum leiðina Dýflissan. Við slepptum efsta og léttasta hluta leiðarinnar (tveir stuttir stallar og svo snjóbrekka upp að berginu) til að við gætum sigið niður í einum rikk, og það gekk á 60 m línum.

FF: Sigurbjörn Gunnarsson (Böbbi) og Einar Sigurðsson, 26. feb. 2000, 60 m

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Stigárdalur
Tegund Ice Climbing

Öræfi, Austur og Suðursveit

Frá Fagurhólsmýri og austur

Sectorar:

Hnappavellir

Stigárdalur

Stigárdalur deilist niður í tvo undirsectora, Testofuna og Hlaupárgil.

1. Sléttubjargarfoss – WI 5
2. Leðursófinn – WI 4+
3. Te fyrir tvo – WI 4
4. Svart og sykurlaust – WI 4+
5. American Beauty – WI 5
6. Hekla 2000 – WI5+
7. Dýflissan – WI 4
8. Skrekkur – WI 5

Þverártindsegg

Hekla 2000 WI 5+

Leið númer 6 á mynd

Leiðin er milli leiðar sem Pete og Dave klifruðu og leiðar sem Sigurbjörn og Einar fóru sama dag í Testofunni í Stigárdal

byrjar upp 4m ís/klettahorn inn í helli og brotið gat á hellinn og þaðan út á meginþilið, upp í annan skúta 15 m ofar. Þá tekur við yfirhangandi ísþök og að lokum alveg lóðréttur 20m kafli. Hægt er að klifra lengra í léttum ís, en við létum þetta nægja.

FF: Rúnar Óli Karlsson og Ívar Finnbogason, 26. feb. 2000, um 50m

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Stigárdalur
Tegund Ice Climbing

Blöffarinn WI 3

Í 700-800 m hæð u.þ.b.1 km fyrir norðan Veðarstapa, upp af brattri snjóbrekku austast á Rótarfjallsjökli. Þegar horft er af þjóðveginum Kotá sjást tvær íslínur hlið við hlið í hlíðinni. Blöffarinn er hægri (syðri) línan. Best er að ganga upp með Kotá og s

Leiðin var stöllótt, og endaði í brattri snjóbrekku síðustu 5 metrana. Úr fjarska héldum við að hún væri risastór, en þegar við komum að henni sýndist hún pínulítil. En á endanum var hún 50 metrar. Samt alveg þess virði að fara þangað, mjög fallegt umhverfi, íshellir í Kotárjökli, og meiriháttar skíðabrekka til baka.

FF: Esko Tainio og Einar R. Sigurðsson, 10. feb. 2000, 50m

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Hofsfjöll
Tegund Ice Climbing

Tíðindalaust af austurvígstöðvunum WI 4

Leið númer 4 á mynd

Feitur ís hægra meigin við Þýsk – Íslenskuleiðina (3).

Tvær spannir; sú fyrri 85 gráðu ís en stallar með stuttum og bröttum höftum í seinni spöninni.

FF: Einar R. Sigurðsson, Ívar F. Finnbogason, 30. jan. 2000, 70m

Árið 2023 var þessi leið kláruð alla leið upp á topp af Ásgeiri Má og Kish Patel. Við leiðina bætast þá ca 130m af klifri. Leiðin slitnar aðeins í sundur og þarf aðeins að ganga að síðasta ísbunkanum. Síðustu 30m eru nánast lóðréttir upp á brún

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Grænafjallsgljúfur
Tegund Ice Climbing

Brúnka WI 4+

Virkisjökulleið í Öræfum

Í fallhamrinum sem er á hægri hönd við hliðina á bröttu snjóbrekkunni sem allir þekkja sem hafa labbað þessa leið á Hnúkinn. Leiðin er foss sem rennur úr jöklinum upp á hamrinum svo að ísinn var dálítið brúnleitur að sjá. Þessi foss sést vel frá þjóðvegi.

Fyrst koma 55 metra sem byrja alveg lóðréttir en í miðri spönn breytist brattinn í 3 gráðu. Síðan kemur 30 metra snjóbrekka og loks 40 metrar, aftur lóðrétt í byrjun, léttist síðan heldur, en toppurinn var spúkí aftur. Við köllum þessa leið Brúnku, vegna litsins á ísnum en einnig til heiðurs hesti sem kom niður Virkisjökulleiðina af Öræfajökli fyrir um hundrað árum. (Sjá bókina hans Snævarrs). Hesturinn hét áreiðanlega Brúnka.

FF: Helgi Borg, Einar Sigurðsson & Jason Paur, 23. jan. 2000, um 125m

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Virkisjökull
Tegund Ice Climbing

Nefbrjóturinn WI 4

Mynd óskast

Þegar komið er inn í Grænafjallsgljúfur neðan frá er þetta fyrsti fossinn efst á vinstri hönd.

Þægileg WI 4 með um 10 metra lóðréttum kafla. Ísinn getur verið laus í sér og gert atlögu að útliti klifrara eins og dæmin sanna

FF: Magnea Magnúsdóttir, Guðmundur Óli Gunnarsson og Arnar Emilsson, 22. jan. 2000, um 50m

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Grænafjallsgljúfur
Tegund Ice Climbing

Veðri WI 3+

Nokkur hundruð metrum fyrir austan Veðrastapa (806m) í skerjabrúninni fyrir ofan Goðafjall og Hrútsfjall. Þetta eru fjöllin sem eru austan við Sandfell (tvær jökultungur skilja á milli, Kotár- og Rótarfjallsjökull). Við gengum upp svonefnt Hvalvörðugil.

FF: Helgi Borg, Einar Sigurðsson & Jason Paur, 22. jan. 2000, 35m

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Hofsfjöll
Tegund Ice Climbing