Rörið WI 3

Mynd óskast

Sunnan við brúna að vestanverðu

Nokkuð greinilegt kerti sem sést vel neðan af veg. Góðar tryggingar neðst en þegar ofar var komið varð ísinn frekar þunnur og helst tryggjanlegur með spectrum. Upp á brún var  ísinn það þunnur að gáfulegast þótti að síga niður úr leiðinni.

FF: Jón Marinó Sævarsson (Bassi) og Sigurbjörn Gunnarsson (Böbbi), 25. nóv. 2000, 14m

Klifursvæði Hörgárdalur
Svæði Öxnadalur
Tegund Ice Climbing
Merkingar

15 related routes

Samloka Bjarka WI 3

Leið nr 5 á mynd.

Stutt en brott leið.

~7m

FF:  Andreas Dünser, Bjarki Guðjónsson, Kaspar Urbonas 6.3.2021

Wiener schnitzel WI 4+

Leið nr.8

Þræða brattasta kaflan.

Byrjar á 10m brottu stall síðan kemur góður stallur en eftir það tekur við ~15 af brottu samfeldu klifri.

~40m

FF:  Andreas Dünser, Bjarki Guðjónsson, Kaspar Urbonas 5.3.2021

Vitaly’s nightmare WI 3+

Leið nr 7.

~50m

FF:  Andreas Dünser, Bjarki Guðjónsson, Kaspar Urbonas 7.3.2021

Party Klifrið WI 3+

Leið 6. á mynd

~40m

FF:  Andreas Dünser, Bjarki Guðjónsson, Kaspar Urbonas 7.3.2021

Sólbaðið WI 3

Leið 1. á Mynd.

Nokkuð stallað klifur

~40m

FF:  Andreas Dünser, Bjarki Guðjónsson, Kaspar Urbonas 9.3.2021

First date WI 4

Leið númer 2.

FF: Andrea Fiocca, febrúar 2021

Uxi WI 4

Leið númer 4.

55m

Leiðin byrjar á 70° snjó/ís. Erfiðasti kaflinn í leiðinni er 10m íshaft sem er 80-85° bratt. Í kringum WI 4. Lokametrarnir eru þægilegri, WI 3.

FF: Ásgeir Már Arnarsson & Magdalena Nowak, 13.2.2021

 

Yersinia WI 3

Lengst vinstra megin í Súlu sectornum (sector 2 í Öxnadal)

Leiðin byrjar innarlega í gili og nær að vera WI 3 snemma veturs. Eftir því sem líður á veturinn bunkast leiðin upp og gilið fyllist af snjó, með þeim afleiðingum að leiðin léttist umtalsvert eða hverfur alveg.

FF: Rakel Ósk Snorradóttir og félagar í Björgunarsveitinni Súlum, desember 2017

Örlygur WI 4

Leið númer 3.

Miðjuleiðin í stóru klettabelti með möguleika á fleiri leiðum.

FF: Friðfinnur Gísli Skúlason og Jón Heiðar Rúnarsson, 6. janúar 2018, 50m

Súlan WI 4

Leið númer 3 á sectornum Súlan

Mest áberandi leiðin í klettabeltinu. Stærðarinar kerti sem nær niður og hægt er að ganga í kringum. Léttist þegar ofar tekur

FF: Félagar í björgunarsveitinni Súlur, desember 2017, 25m

Maxi popp WI 3

Leið númer 2 á sectornum Súlan

Byrjar á Súlunni sjálfri en fer svo upp kverkina á milli Rennibrautarinar og Súlunar.

FF: Friðfinnur Gísli Skúlason, Hörður Halldórsson og Jón Heiðar Rúnarsson, 26. desember 2017, 12m

Rennibrautin WI 3+

Leið númer 1 á sectornum Súlan.

Byrjar á auðveldu ísklifri rétt vinstra megin við sjálfa Súluna og stefnir á göng í gegnum klettinn. Eftir að komið er út úr göngunum er WI 3 klifur í 6m í viðbót

FF: Katrín Pétursdóttir, Rakel Ósk Snorradóttir og Siguður Kristjánsson, 2 janúar 2018, 25m

Two fat boys WI 3

Mynd og nánari staðsetning óskast (Er á svæði 1 í Öxnadal)

Vatnsfoss – Bergbúinn í hömrum fyrir ofan bæinn Efstaland, austan meginn í Öxnadal.

Kertaður og lítill ís, miðað við árstímar, áin og mikil bleyta. Fyrst er 6-7 metra kafli sem er nánast lóðréttur en mjög auðveldlega klifraður út af kertuðum ís sem gaf góðar fótfestur. Leiðin endar svo í léttu stalla klifri með fótabaði í lokin. Leiðin er frekar erfið til að tryggja í þessum aðstæðum og notast var við ískrúfur, sling og vörtusvín.

FF: Adam Bridgen, Jón Marinó Sævarsson og Sigurbjörn Jón Gunnarsson, 17. nóv. 2002, 17m

Rörið WI 3

Mynd óskast

Sunnan við brúna að vestanverðu

Nokkuð greinilegt kerti sem sést vel neðan af veg. Góðar tryggingar neðst en þegar ofar var komið varð ísinn frekar þunnur og helst tryggjanlegur með spectrum. Upp á brún var  ísinn það þunnur að gáfulegast þótti að síga niður úr leiðinni.

FF: Jón Marinó Sævarsson (Bassi) og Sigurbjörn Gunnarsson (Böbbi), 25. nóv. 2000, 14m

Gollurshús WI 3+

Mynd óskast (Svæði 3 í Öxnadal)

Vestanmegin í Öxnadal og rétt sunnan við bæinn Gil. Fyrir neðan Gilshnjúkinn í Heiðarfjalli

Leiðin byrjar í WI 2 ísbrölti og síðan eru þrjú 7-14 metra höft. Efsta haftið er erfitt að tryggja þar sem stórt holrúm er á bakvið þunnan ísinn og nýttust stuttar ísskrúfur og spektrur einna best. Lítið um ís uppi á brúninni, aðeins mosi og þunn ísskæna á steinum

FF: Jón Marinó Sævarsson (Bassi) og Sigurbjörn Gunnarsson (Böbbi), 11. nóv. 2000, 60m

Skildu eftir svar