Í ljósi sögunnar WI 5

Leið númer B10c

Leið vinstra meginn við Gjörgæslu. Hefst á stuttu hafti sem leiðir mann inn í lítið horn með þunnum ís. Úr horninu var krúx leiðarinnar að koma sér út á tjald sem var fríhangandi þegar leiðin var klifin. Nokkrar kraftalegar hreyfingar út á tjaldið og upp að smá hvíld fyrir lokasprettinn. Frábær leið.

Að sjálfsögðu skráð með þeim fyrirvara að þessi leið hafi verið farin áður eins og flest allt í Múlafjalli.

F.F. Bjartur Týr Ólafsson og Bergur Sigurðarson 10. desember 2023

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing

Bútungur WI 3+

Vinstri leið í gili við Dýrafjarðargöng

Lagt er við nýju Dýrafjarðargöngin og gengið inn í næsta gil. Áin um gilið heitir Bæjará. Í gilinu eru tveir flottir ísfossar.

„Stútungur er Þorrablót Flateyringa. Öllum Flateyringum, trúlofðum eða giftum, er boðin þátttaka í Stútungi. Einnig fær ógift fólk, sem komið er yfir þrítugt að vera með. Áður var síðan haldinn Bútungur og var það fyrir ógifta fólkið.“ – Tíminn, mars 1978

Klifursvæði Dýrafjörður
Svæði Bæjará
Tegund Ice Climbing

Stútungur WI 3

Vinstri leið í gili við Dýrafjarðargöng

Lagt er við nýju Dýrafjarðargöngin og gengið inn í næsta gil. Áin um gilið heitir Bæjará. Í gilinu eru tveir flottir ísfossar.

„Stútungur er Þorrablót Flateyringa. Öllum Flateyringum, trúlofðum eða giftum, er boðin þátttaka í Stútungi. Einnig fær ógift fólk, sem komið er yfir þrítugt að vera með. Áður var síðan haldinn Bútungur og var það fyrir ógifta fólkið.“ – Tíminn, mars 1978

Klifursvæði Dýrafjörður
Svæði Bæjará
Tegund Ice Climbing

Leppalúði WI 3

Leið í fjörunum á leiðinni inn að Stað og Bæ frá Suðureyri í Súgandafirði.

Leiðirnar tvær eru í breyðu þili með áberandi langri snjóbrekku fyrir ofan. Það væri vel hægt að halda áfram upp snjóbrekkuna og upp að næstu ísþilum og gera úr því skemmtilega fjölspanna leið. Leiðin hefur einungis verið klifin upp að snjóbrekku.

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Spillisfjörur
Tegund Ice Climbing

Grýla WI 3+

Leið í fjörunum á leiðinni inn að Stað og Bæ frá Suðureyri í Súgandafirði.

Leiðirnar tvær eru í breyðu þili með áberandi langri snjóbrekku fyrir ofan. Það væri vel hægt að halda áfram upp snjóbrekkuna og upp að næstu ísþilum og gera úr því skemmtilega fjölspanna leið. Leiðin hefur einungis verið klifin upp að snjóbrekku.

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Spillisfjörur
Tegund Ice Climbing

Svartagjárfoss WI 4

Svartagjá

Leið staðsett í botni Svörtugjáar í Botnsdal, nálægt Glymsgili.

Fyrirtaks leið sem á skilið miklu fleiri heimsóknir.

Leiðin hefst á stuttum þrist sem leiðir mann inn í mjótt gljúfur. Svolítill gangur tekur mann í botn gljúfursins þar sem laglegur 60 metra hár foss tekur á móti manni. Hægt er að klifra hann í tveimur 30 metra spönnum og búa til þægilegan stans í litlum helli hægra meginn í fossinum.

Myndir frá heimsókn í gljúfrið má finna hér.

FF. Óþekkt, en margir um hituna.

Myndir: Bjartur Týr frá klifri 30. desember 2020

Klifursvæði Glymsgil
Svæði Svartagjá
Tegund Ice Climbing