Leið númer 1. á mynd
Á hringtorginu á Kirkjubæjarklaustri er farið út á öðru (ef komið er Reykjavíkur megin að) og haldið áleiðis inn eftir, framhjá öllum ís og mixleiðunum og inn að bænum Mörk. Frá Mörk er um 5 mínútna gangur í næsta gil þar sem leiðin blasir við.
Leiðin er í tveimur áberandi höftum og klifrast því þægilega í tveimur en þokkalega stuttum spönnum. Frá veginum lítur hún út fyrir að vera ágætlega brött og efra haftið lýtur út fyrir að vera lengra en það neðra, höftin eru síðan álíka löng og ekki það brött.
Heildarlengd er um 55m og gráðan var WI 3 þegar leiðin var frumfarin en var í rosalega þægilegum aðstæðum, sennilega almennt meira WI 3+.
Nafnið hefur tvíþætta merkingu.
Fyrri merkingin er að leiðin er mjög góð og skemmtileg, ef hún væri nær Reykjavík væri hún ein af klassískustu leiðum landsins, eins klassísk og að fá sér pizzu í kvöldmat.
Seinni merkingin vísar til þess að Rakel Ósk efndi til keppni 10 desember um hvort hún eða Jonni yrði fyrri til að frumfara leið og nefna hana Dominos. Rakel frumfór leið nokkrum dögum áður en náði ekki samkomulagi við samferðamenn sína um að leiðin fengi nafnið, endaði á að vera nefnd Rennibraut. Jonni vann því keppnina, en aðeins rétt svo því að Norðanmenn eru iðnir við klifur um þessar mundir.
FF: Ágúst Þór Gunnlaugsson og Jónas G. Sigurðsson, 6. janúar 2018