Fimmtíu og sjö M 6

Leið B16a

Boltuð mixklifurleið sem átti að vera í léttari kantinum en endaði á því að vera snúin um miðbikið. Hin besta skemmtun og margir metrar af klifri. Fyrsti boltinn er mjög hátt og er í sléttum 30m frá akkerinu. (Notið 70m eða halfrope ef planið er að síga alveg niður frá akkerinu).

FF: Páll Sveinsson og Ottó Ingi Þórisson október 2018

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Mix Climbing

Ljósmyndakeppni ÍSALP og greinar í ársrit!

 

Nú er komið að árlegu ljósmyndakeppni Ísalp, og erum við að vanda að leita að myndum í þrjá flokka, Klifur, Skíði og Mannlíf á fjöllum. Öllum er velkomið að taka þátt, dregnir verða út sigurvegarar í hverjum flokki og mun besta myndin príða forsíðu ársrits Ísalp 2018.

Myndin þarf að vera tekin eftir útgáfu seinasta ársrits (desember 2017), allir mega senda myndir í alla þrjá flokkana, en þó má hver mynd einungis taka þátt í einum flokki.

Allar myndir þurfa að berast á stjorn@isalp.is fyrir 2. nóvember!

 

Einnig erum við enn að leita að greinum og pistlum í ársritið, svo ef þú ert með hugmynd að góðu efni í ársritið og langar að deila með okkur, máttu endilega senda póst á stjorn@isalp.is.

 

The Dawn Wall – Kvikmyndasýning

Þann 30. október næstkomandi mun Íslenski Alpaklúbburinn sýna stór-klifurmyndina The Dawn Wall í Bíó Paradís klukkan 20:00.

The Dawn Wall er mynd sem klifurheimurinn hefur beðið spenntur eftir í yfir 3 ár, en hún fjallar um eitt af stærri afrekum klifurheimsins, þegar þeir Tommy Caldwell og Kevin Jorgeson fríklifruðu Dawn Wall vegginn á El Capitan í Yosemite, klifur sem áður þótti óhugsandi.
Þeir Tommy og Kevin toppuðu vegginn í janúar 2015, en aðdragandi áfangans var áralangur ásetningur, vinna og þrautseigju, í bland við hina ýmsu tilfinningalegu tálma í persónulífi Tommys, sem að lokum reyndust á sinn hátt hvati til þess að fríklifra Dawn Wall.

Miðverð á sýninguna
Meðlimir Ísalp: 1500kr
Aðrir: 2000kr

Facebook-síða viðburðarins

Miðasala mun hefjast í næstu viku, og munum við auglýsa þá hvar hægt er að nálgast miðana.

 

Strandir

Strandir eru afskektar en ekki ófærar og vel hægt að komast þangað á veturna. Fullt er hægt að gera úti á Stöndum bæði um vetur og sumar. Sportklifrarar standa í ströngu við að setja upp leiðir í Norðurfirði og eitthvað hefur verið klifrað af grjótglímuþrautum í Bjarnafirði, á Gjögri og Skarðsvík. Augljós vetrarverkefni eru fossinn fyrir ofan Djúpuvík, þar sem tveir fossar falla og lenda saman á syllu og falla svo aftur í sitthvoru lagi af henni og mynda stórt X. Fjallið Kambur við  Veiðileysu mynnir á Hraundrangann. Síðast en ekki síst má svo mynnast á Lambatind sem gæti vel verið frábærasta klifrur.

Lambatindur

Eitthvað hefur verið klifrað í Lambatindi og á hann ansi fallega norðurhlíð sem mynnir á Skarðsheiðina.

  1. Norðvesturhryggur Lambatinds
  2. Suðurhlíð Lambatinds

Aðalfundur ÍSALP – ný stjórn

Aðalfundur ÍSALP

Í gær var aðalfundur ÍSLAP, fundargerðina er að finna í valmyndinni hér að ofan undir „Ísalp“ – „Um Ísalp“ – „Fundargerðir“. Skrýslu stjórnar fyrir síðasta starfsár má finnu á sama stað.

Fráfarandi stjórnarmenn eru
Helgi Egilsson sem hefur verið í stjórn í 8 (4 ár sem gjaldkeri og 4 ár sem formaður).
Bjartur Týr Ólafsson sem hefur verið í stjórn í 3 ár.

Við þökkum þeim báðum kærlega gott starf undanfarin ár.

Í stjórn sitja þá:
Jónas G. Sigurðsson (formaður)
Ottó Ingi Þórisson
Baldur Þór Davíðsson
Védís Ólafsdóttir
Sif Pétursdóttir
Sigurður Ýmir Richter
Matteo Meucci

Ný stjórn mun koma saman við fyrsta tækifæri og undirbúa spennandi dagskrá fyrir veturinn.

Aðalfundur ÍSALP 2018

Kæru félagar.

Aðalfundur Íslenska Alpaklúbbsins 2018 verður haldinn á efri hæð Klifurhússins að Ármúla 23, miðvikudaginn 26. september kl. 20:00.

Dagskrá fundarins er skv. lögum félagsins:

  1. Kosning fundarstjóra sem síðan skipar fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar.
  3. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar, undirritaðir af tveimur skoðunarmönnum.
  4. Lagabreytingar.
  5. Kjör formanns Ísalp og meðstjórnenda.
  6. Kjör uppstillingarnefndar.
  7. Kjör tveggja skoðunarmanna ársreikninga.
  8. Ákvörðun árgjalds næsta árs.
  9. Önnur mál.

Atkvæðisbær og kjörgeng eru þau ein sem greitt hafa árgjald síðastliðins árs fyrir upphaf aðalfundar.

Framboð skulu hafa borist fyrir 19. september en einnig er heimilt að bjóða sig fram í lausar stöður ef einhverjar eru á aðalfundi.

Helgi Egilsson formaður, Ottó Ingi Þórisson meðstjórnandi, Bjartur Týr Ólafsson meðstjórnandi, Jónas Grétar Sigurðsson meðstjórnandi og Baldur Þór Davíðsson meðstjórnandi eru allir að láta af hendi sínar stöður, og því mörg sæti í boði í stjórn fyrir áhugasama.

Allar tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn (stjorn@isalp.is) fyrir 19. september.

Sjá lög klúbbsins hér

F.h. stjórnar, Sigurður Ýmir Richter

Annar hluti Erasmus samstarfsins

Eins og mörgum er kunnugt er Íslenski alpaklúbburinn í samstarfi við alpaklúbbana í Slóveníu og Ungverjalandi. Þeir sem tóku þátt í þetta skiptið fyrir Íslands hönd voru: Árni Stefán Halldorsen, Bjartur Týr Ólafsson, Esther Jónsdóttir, Helga Frímann, Jónas G. Sigurðsson, Ottó Ingi Þórisson, Sif Pétursdóttir og Védís Ólafsdóttir.

Núna í mars síðastliðnum fór íslenskur hópur til Slóveníu í fjallaskíðaferð og núna í ágúst var íslenskur hópur í Ungverjalandi og Slóvakíu að stunda klifur.

Í mars 2019 tekur Ísalp svo á móti hópum frá Slóveníu og Ungverjalandi og sýnum þeim hvað Norðurland hefur upp á að bjóða af brekkum og fossum.

Annar hluti samstarfsins hófst í Vysoké Tatry eða hærri Tatrasfjöllunum í Slóvakíu. Þar varði hópurinn þrem heilum dögum. Þar var farið í fjölspanna klifur, ýmist með eða án bolta, grjótglímu, gönguferðir og einhverjir fóru jafnvel út að hlaupa. Lesa meira

10 ára viðgerðarafmæli Tindfjallaskála

Um þessar mundir eru 10 ár síðan Tindfjallaskáli var sóttur til Reykjavíkur og tekinn í allsherjar uppgerð, sem stóð yfir í eitt ár og viku.

Úr frétt MBL: „Skálinn á sér merkilega sögu og var reistur á fimmta áratugnum af félagsskap sem nefndist Fjallamenn en þar var fremstur í flokki Guðmundur Einarsson frá Miðdal. Félagsskapurinn lagðist af en í framhaldinu tók Alpaklúbburinn sem stofnaður var 1977 við skálanum. Í vetur sem leið fóru fram miklar umræður meðal klúbbfélaga um ástand skálans og framtíð hans. Varð niðurstaðan sú að gera hann upp og hefur mikilvægum áfanga verið náð á þeirri braut með því að koma honum niður á láglendið.“

Greinin: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1235404/

Hér má svo skoða byggingasöguna og mikið af skemmtilegum myndum úr þessu verkefni: http://isalpskalar.blogspot.com/2008/

Í haust er fyrirhugað að setja nýja kamínu í skálann og klára nokkur almenn viðhaldsverkefni. Húsið er í frábæru standi eftir árin tíu enda var vandað mikið til verka í uppgerðinni.

Nú styttist í snjóinn í Tindfjöllum og tilvalið að bóka helgi. Upplýsingar um bókanir er að finna hér: https://sites.google.com/…/isalpskal…/upplysingar-um-skalann

[ATH Breyting!] Stardalsdagurinn Mikli 2018 (23. júní) +Dótaklifurkynning

Uppfært 19.06:

ATH breytt plön! Dótaklifurkynningin færð upp í Stardal!

Þar sem veðrið ætlar ekki að gefa okkur neinn afslátt um helgina, og spáin lofar rigningu og roki báða dagana, ætlum við að breyta dótaklifurkynningunni. Á morgun (20. júní) verður hins vegar rjómablíða, svo í stað þess að húka inni eina góða kvöld vikunnar, ætlum við að halda upp í Stardal eftir vinnu. Sá dagur verður því líkari Stardalsdeginum í sniðum, en þó ætlum við að hafa létta kynningu þar á búnaðinum og tækni.

Eins og áður segir, er öllum velkomið að mæta, og erum við í raun bara að sameina dótaklifurkynninguna og Stardalsdaginn.
Brottför verður frá Skeljungi við Grjótháls/Vesturlandsvegi klukkan 17:30, en þó er velkomið að mæta upp í Stardal þegar fólki hentar.

———————

Nú er vel liðið á sumarið, og víða farið að sjást til skrumara að spóka sig á klettaklifursvæðum landsins. Af því leiðir að Stardalsdagurinn nálgast óðfluga, og ætlar ÍSALP, líkt og fyrri ár að halda daginn hátíðlegan, þó í þetta sinn í samvinnu við Klifurfélag Reykjavíkur.

Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá er Stardalsdagurinn árlegur viðburður þar sem dótaklifurtröll fjölmenna í klifur í Stardal. Stardalur er án efa eitt glæsilegasta dótaklifursvæði landsins, með 88 skráðar klifurleiðir frá 5.2 upp í 5.11b, og ekki þykir verra að klifursvæðið er í einungis 15 mínútna fjarlægð frá Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu.

Dagurinn verður haldinn þann 23. júní (með 24. júní til vara ef veður ætlar í hart), en hann verður með ögn breyttu móti í ár, þar sem ÍSALP ætlar með aðstoð Klifurfélags Reykjavíkur að halda kynningu á dótaklifri (e. Traditional climbing) áður.

Brottför verður svo í Stardal þann 23. júní klukkan 10:00 frá Skeljungi við Vesurlandsveg/Grjótháls (en þið megið auðvitað mæta hvenær sem er í dalinn og fara þegar ykkur listir). Fólk er að sjálfsögðu á eigin vegum og ábyrgð, og því mælum við eindregið með að þið verðið ykkur sjálf úti um klifurfélaga og búnað. Athugið að það verður ekki kennsla í Stardal, heldur erum við einfaldlega að fjölmenna í dalinn, og því er best að fólk hafi einhverja lágmarks reynslu af klifri í línu (t.d. sportklifri).

Hægt er að fylgjast betur með viðburðunum á facebook:

https://www.facebook.com/events/1819452701449626/

https://www.facebook.com/events/2086322648315366/

 

 

Stigið WI 4

Leið í vesturhlíð Vatsendafjalls í Seljalandsdal í Álftafirði.

Fínasta stallaleið í Seljalandsdal, byrjar á mjög auðveldu brölti upp að megin kerti leiðarinnar. Þar er hægt að velja um tvö kerti en þetta á við um vinstra kertið en hitt hægra megin er ívið auðveldara að líta á. Þar fyrir ofan er löng snjóbrekka að næsta ís þar sem trygging var sett upp. Þaðan náði 60m línurnar ekki alveg niður.

Leiðin er rétt vinstra megin við miðja mynd, kertið sést vel.

FF: Arnar Jónsson og Guðmundur Freyr Jónsson. 11. mars 2012

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Seljalandsdalur
Tegund Ice Climbing