Mikki Refur WI 4+

Mynd óskast

Þetta er stórt þyl yst í Haukadalnum, töluvert hægramegin við Look man no hands og þær leiðir og efst í fjallinu. Risa ísþyl sem virðist ekki vera svo bratt af veginum. Leiðin er í gili fyrir ofan bæinn Jöfra og er í sama gili og leðin Kári í jötunmóð

Skemmtileg 2 -3 spanna leið með smá fjallamennsku í aðkomunni. Snjósöfnun ofarlega í leiðinni gerir hana ill klifranlega þegar líður á veturinn.

FF: Ívar, Einar Ísfeld, Thorbjörn hinn Sænski, 20 febrúar 2004

Klifursvæði Haukadalur
Svæði Jöfri
Tegund Ice Climbing

Guffað með græjur WI 3

Brattabrekka

Leiðin er á svæði B (sennilegast)

Leiðin er i litlu gili sem farid er framhjá á leið að meginsvæðinu í Austurárdal. Gilið inniheldur
amk. 3 línur hægra megin og eina eða tvær vinstra megin. Leiðirnar fara trúlega á kaf í snjó þegar Iíður á veturinn.

FF: 8. des. 2004, Ívar F. Finnbogason og Tom Gallagher.

Klifursvæði Brattabrekka
Svæði Banagil
Tegund Ice Climbing

Túristaleiðin WI 4

Leið númer 7 á mynd

Leiðin byrjar hægra megin við yfihangandi kaflann í miðju gilinu. Hægt að fara í efsta kaflanum lengra til hægri og einnig er hægt að fara í mjög brattar leiðir á vinstri hönd þegar upp í miðja leið er komið (Jobbi Dalton, aðrar útgáfur eru líka mögulegar)

Farið upp bratt haft fyrst og síðan aflíðandi kafli beint af augum upp að lóðréttum kafla beint upp á brún. Mjög skemmtileg og frekar létt tveggja spanna leið.

100m

FF: Páll Sveinsson, Þorvaldur Þórsson, Jón Gunnar Þorsteinsson, Haraldur Guðmundsson og Torbjörn Johansson, 25. jan. 2004.

Klifursvæði Brattabrekka
Svæði Austurárdalur
Tegund Ice Climbing

Jobbi Dalton WI 5

Leið númer 6 á mynd

Leiðin er á miðjum veggnum, sennilega er auðveldast að byrja á sama stað og túristaleiðin (leið 7) og fara síðan til vinstri.

Einnig væri hægt að fara beint upp kertið sem sést á myndinni eða aðeins hægra megin við það ef það er í aðstæðum. Sú byrjun er með vinnuheitið Kertasníkir (óhentugt nafn, nú þegar í notkun í Brynjudal), ekki tókst að klára þar afbrigði vegna óhuggnalegra bresta í kertinu. Kertið er nokkuð óstöðugt, svo verið viss um að það sé solid áður en lagt er af stað það.

FF: Jón Haukur og Guðmundur Helgi

Klifursvæði Brattabrekka
Svæði Austurárdalur
Tegund Ice Climbing

Kiddi WI 4+

Leið númer 2

Leiðin byrjar upp á stóri sillu vinstra megin í gilinu. Beint upp stórt ísþil. Vinstramegin við þessa leið er önnur léttari sem er óklifin þegar þetta er skrifað.

Byrjar í lóðréttu hafti sem er 10 til 15m langt, eftir það styttri höft og endar í langri snjóbrekku

FF: Haukur Elvar og Ívar F. 25. jan. 2004, 80m

Klifursvæði Brattabrekka
Svæði Austurárdalur
Tegund Ice Climbing

Myndbönd

Áætlun A WI 4

Leið númer 1 á mynd

Leiðin er rétt vinstra megin við leiðina „Kiddi“.

Þessi leið er inni í horni lengst til vinstri í svæðinu. Byrjar á að klifra bratt kerti, um 7 m. Síðan tekur við smá snjóbrekka upp í megintryggingu í ís. Seinni spönn liggur upp bratta brekku með snjó, ís og smá klettum.

70m

Klifursvæði Brattabrekka
Svæði Austurárdalur
Tegund Ice Climbing

The Intimidation Game WI 3

Betri mynd óskast

Leiðin er einnig þekkt sem Batman 5

The first ice route you come to when you walk the asfalt hiking trail from the vistor centre in Skaftafell towards the Skaftafellsjökull glacier. About 10 minutes walk. Just right of the black rockclimbing wall that used to have a bolt at the top.

The route is easy, little bit steep in the beginnging, but then there are 3 short steps before coming to the top. The upper part had little ice so we climbed partly in moss and partly by hooking on trees. Good belay/absail at the top by putting the rope around a tree few meters away from the edge.

FF: Susan Whitaker, Mark Quarrington, Quentin Davies, Einar Rúnar Sigurðsson, 08. feb. 2004, 27m

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Skaftafellsjökull
Tegund Ice Climbing

Ivan Grimmi WI 5+

Leið númer 1

Leiðin er í vestari hluta gilsins og byrjar undir stóru áberandi þaki við hliðina á sléttum og fallegum klettavegg.

Byrjað að klifra nokkur kerti upp í góðan ís og upp undir stóra þakið. Áður hefur verið reynt að byrja lengra til vinstri og klifra þaðan út á frí hangandi kerti en í þetta skipti var mikill ís og þess þurfti ekki. Undir þakinu er svo hliðrað til vinstri út á stórt kerti og klifrað á því upp á góðan stall. Eftir stallinn er klifrið auðvelt.

FF: Ívar F. Finnbogason og Jökull Bergmann, 9. feb 2003,

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Hestagil
Tegund Ice Climbing

Pétur Mikli WI 5

Leið númer 2

Leiðin er í vestari hluta gilsins og er næst síðasta línan áður en komið er að 3.gr. fossinum sem er innst í gilinu.

Áberandi íslína sem endar þegar um 1/3 af veggnum er eftir. Þá er hægt að hliðra til vinstri yfir á þunnan ís og klifra á honum upp á betri ís sem er fyrir ofan upphaflegu línuna. Samfeld og skemmtilega leið.

FF: Jökull Bergmann og Ívar F. Finnbogason, 09. feb. 2003, 45m

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Hestagil
Tegund Ice Climbing

Hardcore VS. Skeletor

Leið „0“ á mynd

Leiðin er hægra megin við „240 min.“ og er því núna fyrsta leiðin þegar gengið er inn í það gil. Mjótt kerti sem nær hálfa leið upp vegginn, eftir það eru bara klettar.

Byrjið að klifra ísinn, sem var auðtryggður þegar leiðin var farinn. Ískaflin var einkar skemmtilegur og vel brattur. Ísinn endar upp á litlum stalli þar sem hægt er að setja upp góða megintryggingu utan um stein eða halda áfram upp lítið þak. Áður en farið er í þakið er hægt að setja inn einn til tvo fleyga og einn lítinn vin (t.d. gulan alien). Restin af leiðinni er klifur inn í víkandi strompi sem hægt er að tryggja með fleygum og meðal stórum vinum (rauður til blár Camelot). Athugið að klettaspönnin er fullur 30m og því ó vitlaust að skipta leiðinni upp í tvær spannir eins og við gerðum (þó það hafi ekki verið ætlunin hjá undirrituðum í upphafi). Erfiðasti hlutinn í leiðinni er að fara yfir þakið. Góða skemmtun í þessari fimm-stjörnu leið Kv. Hardcore

FF: Jökull Bergmann, Ívar F. Finnbogason, 8. feb 2003

WI 5+ /M 6

Klifursvæði Haukadalur
Svæði Skálagil
Tegund Ice Climbing

Hálsbrjótur WI 4

Mynd óskast

Fossinn er í Klettabelti rétt norðan bæjarins Másstaða, Stendur tiltölulega einn þar sem annars er fullt af fossum í þessu sama klettabelti. Gilið fyrir neðan Tekur S laga beygju þar sem Jökullinn braut í sér annað hvert bein.

Brattur og skemmtilegur foss en þó nokkuð þunnur. þarf að síga sömu leið til baka. 60m línur.

FF: Jökull Bergmann, Einar Ísfeld, 30. des. 2002, 60m

Klifursvæði Tröllaskagi
Svæði Skíðadalur
Tegund Ice Climbing

Hnjótafjall NA Hryggur

Mynd óskast

Hnjótafjall stendur stakt fyrir botni Svarfaðardals og snýr NA hryggurinn út dalinn. Keyrt er fram að fremsta bæ sem heitir Kot en í stað þess að fara heim að bænum, er beygt inn á slóða sem liggur yfir Heljardalsheiði, honum fylgt 1km.

Stórskemmtilegt brölt í anda NA hryggs Skessuhorns, hægt er að velja mis krefjandi útfærslur. Snjór/Ís/Klettar. Niðurleið er beint vestur af toppnum og svo út dalinn.

FF: Jökull Bergmann, Einar Ísfeld, 28. des. 2002,

III gráða 600m

Klifursvæði Tröllaskagi
Svæði Svarfaðardalur - Hnjótafjall
Tegund Alpine

Two fat boys WI 3

Mynd og nánari staðsetning óskast (Er á svæði 1 í Öxnadal)

Vatnsfoss – Bergbúinn í hömrum fyrir ofan bæinn Efstaland, austan meginn í Öxnadal.

Kertaður og lítill ís, miðað við árstímar, áin og mikil bleyta. Fyrst er 6-7 metra kafli sem er nánast lóðréttur en mjög auðveldlega klifraður út af kertuðum ís sem gaf góðar fótfestur. Leiðin endar svo í léttu stalla klifri með fótabaði í lokin. Leiðin er frekar erfið til að tryggja í þessum aðstæðum og notast var við ískrúfur, sling og vörtusvín.

FF: Adam Bridgen, Jón Marinó Sævarsson og Sigurbjörn Jón Gunnarsson, 17. nóv. 2002, 17m

Klifursvæði Hörgárdalur
Svæði Öxnadalur
Tegund Ice Climbing

Eiríkur Græni WI 5

Eiríkur Rauði er annaðhvort línan mest til hægri eða mest til vinstri

Í Óshlíðinni, vinstra megin við Eirík Rauða

Sama og Eiríkur Rauði nema síðustu tvær spannirnar, 40 – 50 m af 4 til 4+ og svo 55 m af 5. gr kerti sem liggur upp í þil. Fullt af ís, frekar pumpandi en tæknileg.

FF: Ívar F. og Arnar, 30. mar. 2002, 120m

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Óshlíð
Tegund Ice Climbing