0405614209

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 1 til 25 (af 122)
 • Höfundur
  Svör
 • in reply to: Gleymt / tapað / fundið / skilað – skíðasleði #57908
  0405614209
  Participant

  Skíðasleðinn er kominn í leitirnar. Snilld þessar umræðusíður.

  in reply to: allir á Hnúkinn! #57733
  0405614209
  Participant

  Blessaðan daginn.

  Ég er svo heppinn að ég fékk símtal frá Hnúknum þennan dag frá systur minni sem var í þessum hópi.

  Ég held að atburðarrásin hafi verið eitthvað í þessa líkingu:
  *Labbitúrinn upp (frá bíl og upp) tók lengri tíma heldur en ráð var fyrir gert þar sem einn af hópnum var ekki í eins fínu formi og vera ætti.
  *Þau skildu pokana eftir á sama stað og hópurinn sem fór upp á undan þeim og notuðu förin eftir fyrri hópinn og hóparnir mættust
  *Héldu á toppinn í förum fyrri hópsins og svo versnaði veðrið og fór að snjóa
  *Á bakaleiðinni af toppnum voru öll förin horfin og þau voru að paufast þarna um í einhverja 2 eða 3 tíma að finna leiðina niður.
  *ég er ekki alveg klár á því hvernig var með batterímálin á gps tækinu og hvort að menn voru með track til að fara eftir en það er svosem ekki mikil not í því að eiga punkt sem gæti verið hinum megin við hamarinn.
  *Það var heldur gloppótt gsm sambandið og eini punkturinn sem ég heyrði var minnir mig 64.00.910. Ég bjallaði í Einar í Hofsnesi og við vorum á því að þetta væri líklega við uppgönguleiðina norðanmegin þó svo að helminginn vantaði á hnitið.
  *Okkur leist best á að stinga uppá því við þau (ef gps tækið (best að vera með amk 2) væri kaput að koma sér niður, finna hamarinn, hlunkast ca 250 metra út með brekkuna á hægri hönd og taka svo áttavitastefnu á Dyrhamar og plampa niður Virkisjökulsleið.
  *Svo birti til og allir urðu ánægðir.

  Ég held að sá sem var að gæda sé vanur náungi með leiðsögumannadiploma. Hann var allavegana pollrólegur þegar ég heyrði í honum þegar þau voru þarna. Held að þeir sem voru óreyndari í hópnum hafi ekkert sérstaklega verið að fíla whiteout aðstæður og frost og eitthvað hark í kringum sprungur.

  Ég rakst á myndir frá þessu á Facebook: http://www.facebook.com/media/set/?set=a.10150870305097360.442433.740957359&type=1
  Myndasíða á FB
  Bestu kveðjur
  Halldór

  PS. Það getur svo vel verið að helmingurinn að ofanrituðu sé vitleysa í mér og hinn helmingurinn rugl.
  Það hringdi svo í mig áðan einhver gúbbi af Mogganum sem var að glugga í þetta sem er verið að skrifa hérna á vefinn. Hann var að leita að manninum sem var hringt í og svo þeim sem hringdi. Líklega kemur fréttin svo á morgun í blöðunum og þá liggur þetta vonandi allt ljóst fyrir.

  in reply to: Glymsgil – mynd #54113
  0405614209
  Participant

  hægt að zúmma inn og út með bendlinum

  in reply to: Snjóalög á Kili #54073
  0405614209
  Participant

  Ég veit að það var vélsleðamót í Kerlingarfjöllum um daginn og menn voru að taka af kerrunum á Bláfellshálsi þannig að það er nógu mikill snjór til að fara á sleðum um Kjöl.

  Eins og alltaf þá er mestur snjór á veginum þar sem hann er niðurgrafinn en ekki upphækkaður.

  Kveðja
  Halldór

  in reply to: Púlkur #54036
  0405614209
  Participant

  Get bætt því við að mín reynsla er að skíðapúlka er mun betri og léttari í drætti en sleðapúlka. Í harðfenni skiptir þetta litlu máli en að draga sleðapúlku í mjúkum snjó er ömurlegt fyrir þann sem fer fremstur en þeir sem koma á eftir fá pressaða braut.
  Mitt val: skíðapúlka

  in reply to: Púlkur #54032
  0405614209
  Participant

  Ég á bæði nokkrar púlkur og svo skíðapúlku og svo skíðatjaldið mitt. Ef menn vilja fá eitthvað af þessu lánað þá er það ekkert mál.

  Kveðja
  Halldór
  gsm 663-6600

  in reply to: Skiltið við Valshamar #52982
  0405614209
  Participant

  Ef svona liggur í þessu þá er að fjarlægja trunturnar eða að lengja skiltið eða láta kyrrt liggja eða???

  in reply to: Grendill og nágrenni! #51518
  0405614209
  Participant

  Olli.

  Langflottastur ertu.

  Áskorun: Breyttu planinu í 101 topp

  Kveðja
  Halldór

  in reply to: Junior Nordisk #50780
  0405614209
  Participant

  Ég ræddi þessi veggjamál á sínum tíma við ÍTR og Laugardalshöllina og Egilshöllina. Þetta var á sínum tíma þegar nýbúið var að setja upp aðstöðuna í Klifurhúsinu. Það var nú ekki tekið neitt sérstaklega illa í þetta þá en undirtónninn var þó sá að sjá hvort að klifursportið myndi vaxa sem almenningsíþrótt eða fara aftur í það að vera fámennur lokaður hópur.
  Ég tel að það sé búið að sýna fram á að framtakið með opnun Klifurhússins hefur heldur betur komið klifursportinu á kortið og líklega stunda fleiri klifur í dag í Reykjavík en skíði (ef horft er til allrar þessarar fjárfestingar í skíðalyftum og öðrum búnaði og svo er aldrei neinn snjór og því allt lokað).
  Með frækilegri frammistöðu Íslendinga á mótinu er sannarlega kominn grundvöllur fyrir því að herja um bætta aðstöðu.
  Gef kost á mér í vinnu ef óskað er eftir.
  Kveðja
  Halldór

  in reply to: Kárahnjúkar- nei takk! #50651
  0405614209
  Participant

  Þetta er allt hið versta mál. Ég fór þarna uppeftir í sumar og það fór ótrúlega mikið í taugarnar á mér að það voru skilti við alla afleggjara frá því að komið var upp á heiði sem bönnuðu aðgang. Eina skiltið sem ég man eftir þar sem mátti fara var inn að Snæfelli.

  Hitt er svo annað að ég sakna þess mikið að hafa ekkert heyrt frá Samút (Samtök útivistarfélaga). Þessi samtök eru hatturinn yfir flest öll útivistarfélög á Íslandi og eru virðist vera óvirkt/óvirkjað aðhaldsafl.

  Sjálfum finnst mér sjálfsagt að Ísalp taki afstöðu og það hefur ekkert með pólitík að gera – þetta er spurningin um að taka afstöðu með eða á móti umhverfisnauðgun.

  in reply to: Kerlingafjöll #50606
  0405614209
  Participant

  stórfín ferð og glæsilegar myndir.

  Ég stalst til að setja inn tengil á þig á http://www.kerlingarfjoll.is undir tenglar

  Bestu kveðjur
  Halldór

  in reply to: misvísun #50601
  0405614209
  Participant

  Þetta er á leiðinni til þín

  Kveðja
  Halldór

  in reply to: misvísun #50599
  0405614209
  Participant

  Ég á þetta líka til á tölvutæku formi.
  Kveðja
  Halldór

  in reply to: Snjóflóð á Hnjúknum o.fl. #50509
  0405614209
  Participant

  Jæja.
  Umræðan um að menn þurfi að láta vita (skrá sig) hjá þjóðgarðsverði hefur í framhaldinu vaknað upp aftur. Þjóðgarðsvörður virðist sækja það stíft, (sjá Moggann í dag fimmtudag) að þessi skráning verði tekin upp.

  Ég held svosem og vona að þetta muni aldrei komast í gang né verða raunin en það verður gaman að sjá framvindu mála.

  Kveðja
  Halldór

  in reply to: Er ekki komið nóg? #50347
  0405614209
  Participant

  Ísalp er meðlimur í samtökum útivistarfélaga (Samút). Þetta mál á greinilega erindi til Samút og ætti að vera komið í vinnslu og umsagnar fyrir löngu.

  Ég fór á fund hjá Samút þegar frumvarp um Vatnajökulsþjóðgarð var sent til umsagnar. Það muna líklega margir eftir þessu en ef ég man rétt þá fengum við 2 eða 3 daga til að skila inn athugasemdum. Þetta var gert en var lítið eða ekkert tekið tillit til athugasemdanna.

  Legg til að stjórnin setji sig í samband við Samút og athugi stöðu mála þar.

  Ég tel þess utan að þegar það verða komnar fleiri raflínur þvers og kruss yfir hálendið þá sé ferðamannaiðnaðurinn sjálfdauður. Menn eru t.d. komnir í vandræði með að finna staði til auglýsingagerðar – allstaðar raflínur og ekki hægt að mynda.

  Ég er líka aðeins innviklaður í málefni Kerlingarfjalla. Ég veit að það stendur til að fara að bora einhverjar holur þarna til að athuga með háhitanýtingu (og væntanlega virkjun í framhaldinu). Það verður hægt að loka þessum stað þegar þetta próject fer í gang. Allir að flýta sér í Kerlingarfjöll til að sjá og skoða áður en svæðið verður eyðilagt.

  Kveðja
  Halldór Kvaran

  in reply to: Árgjald #50222
  0405614209
  Participant

  Var að borga rétt í þessu. Spara klúbbnum sendingarkostnað.

  Skora á aðra að gera slíkt hið sama.

  Kveðja
  Halldór

  in reply to: Tryggingar fjallamanna – BMC #50141
  0405614209
  Participant

  Ég skil þetta núna:

  …var að taka til í bílskúrnum þegar það datt í gegnum löppina á mér gömul ísexi og ég sneri mig á ökkla þegar ég dró hana út!
  … það hrundi snjóhengja af þakskeggi nágrannans yfir mig!
  … rann á svelli fyrir utan dyrnar hjá Tryggingastofnun!

  Það þarf náttúrulega ekkert að vera að standa í að tryggja sig þegar sögurnar steinliggja. Ísalp ætti að koma sér upp góðum gagnagrunn með útskýringum fyrir fjallamenn.

  Kveðja
  Kapteinn Kvaran

  in reply to: Tryggingar fjallamanna – BMC #50139
  0405614209
  Participant

  Ég var/er með mínar tryggingar hjá Sjóvá. Ég var með samning þess efnis að ég gæti verið í almennri fjallamennsku og svo myndi tryggingin líka gilda fyrir klifur (ís- og kletta-) ef það væri hluti af ferðalaginu/leiðinni sem ég var á.

  Ég borgaði eitthvað smotterí fyrir þetta aukalega en hætti svo að kaupa þetta því að þetta var á of gráu svæði eftir reynslu sem ég varð fyrir. Málið var að það var brotist inn í einn af jéppunum og stolið gps tæki og einhverju útivistardrasli líka. Af því að þjófurinn braut ekki rúðu eða skemmdi bílinn við að brjótast inn í hann þá ætluðu þeir ekki að gera neitt í þessu.

  Þessi tryggingarfélög eru helv. rummungar og menn ættu að taka sig saman og bjóða út allar sínar tryggingar og fara í leiðinni fram á að fá almennilegar fjallamennskutryggingar. Með því ættu að nást fram lægri iðgjöld og tryggingar sem hægt er að lifa við.

  Kveðja
  Kapteinn Kvaran

  in reply to: Nýliðakynning Flugbjörgunarsveitarinnar #49948
  0405614209
  Participant

  Hold your horses!!!

  in reply to: Hellar? #49929
  0405614209
  Participant

  Líklegast best að setja sig í samband við félagið og spyrja þá.

  Kveðja
  Halldór

  PS var ekki ein stelpa í fótboltanum sem hét Vanda Sigurðardóttir – kölluð Vandasig!

  in reply to: Hellar? #49926
  0405614209
  Participant

  Þið getið fengið einhverjar upplýsingar um hella á http://www.speleo.is sem er heimasíða Hellarannsóknafélagsins

  Kveðja
  Halldór

  in reply to: Breytingar á vef í samræmi við markmið #49886
  0405614209
  Participant

  Fín breyting til batnaðar. Óska Ísalp til hamingju með vefinn.

  Kveðja
  Halldór

  in reply to: hvad grædi eg a ad greida argjaldid?? #49810
  0405614209
  Participant

  Ég held að menn þurfi nú ekki að vera að spá mikið í það hvað þeir fá fyrir árgjaldið eins og það er núna. Þetta er í raun allt of ódýrt – svipað og hálf ísskrúfa (notuð).

  Það er verið að halda úti t.d. félagsheimili, skálum, boltasjóði, búið að kaupa sjónvarp, græjur o.fl. o.fl.

  in reply to: Dóp á fjöllum? #49801
  0405614209
  Participant

  Svo er til L-Carnetine sem er amínósýra og algjörlega náttúrulegt efni. Eykur súrefnisupptöku og minnkar mjólkursýrumyndun. Fæst í apótekinu við hliðina á C-vítamíni.

  Kveðja
  Halldór

  in reply to: Könnun #49640
  0405614209
  Participant

  Ég lenti í könnun um daginn um spilafíkn en hana er ég algjörlega laus við. Mín svör í þeirri könnun voru ca 40 nei og 15 aldrei.

  Kveðja
  Halldór

25 umræða - 1 til 25 (af 122)