Hellar?

Home Umræður Umræður Almennt Hellar?

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45957
  jafetbjarkar
  Keymaster

  Halló halló..

  Ég er í smá vanda, þannig er að við erum þrír hérna, og tveir okkar byrjendur, hinn veit hvað hann er að gera og hefur verið langi að klifra. En hann er að norðan, þannig að við stöndum frammi fyrir því að vita ekkert um „aðal“ staðina. Kortið sem ég fann á síðu klifurhúsins hjálpaði eitthvað. En okkur langar líka að finna flotta hella eða staði til að síga í.

  Við fórum í helli við Dímon, hjá þingvöllum, en það er líka sá eini sem við rötum alminnilega að;) hehe…

  Hvernig eigum við að snúa okkur, eru gps punktar einhverstaðar sem hægt er að nálgast??

  Vonandi getiði hjálað mér;)

  #49926
  0405614209
  Participant

  Þið getið fengið einhverjar upplýsingar um hella á http://www.speleo.is sem er heimasíða Hellarannsóknafélagsins

  Kveðja
  Halldór

  #49927
  jafetbjarkar
  Keymaster

  já ég var einmitt búinn að kíkja á þá síðu, eina er að maður veit voða lítið um hvort hellirinn sé innangengur eða hvort hann bjóði uppá sig…

  #49928
  AB
  Participant

  Nú bíð ég eftir innskoti frá Hardcore, sem er vanalega ekki lengi að taka við sér þegar menn tala um að fara stunda sig að óþörfu:)!!!

  Kv,
  AB

  #49929
  0405614209
  Participant

  Líklegast best að setja sig í samband við félagið og spyrja þá.

  Kveðja
  Halldór

  PS var ekki ein stelpa í fótboltanum sem hét Vanda Sigurðardóttir – kölluð Vandasig!

  #49930
  Jón Haukur
  Participant

  Hellamenn hafa löngum haft þann sið að liggja á nákvæmum staðsetningum hella eins og ormar á gulli til að koma í veg fyrir umferð óvandaðra ferðalanga…

  Það er hins vegar hellir sem þið gætuð föndrað við að síga í sem heitir Djúpihellir og er í Bláfjöllum, skammt vestan við aðalbílastæðið, það ætti ekki að fara framhjá ykkur, þar eru 2 göt, annað um 7 m djúpt en hitt um 15 m djúpt og bjóða þau bæði upp á fríhangandi sig, ef það er það sem þið eruð að leita eftir.

  svo er að vandasig að stundasig…

  Ætla samt að vona að Hardcore fari ekki í frústrasjón sinni að ráðast á einhver grey sem „stundasig“ þ.e.a.s. að sjálfs sé höndin hollust.

  jh

  #49931
  Sissi
  Moderator

  Hardcore – er það þessi með mjúku fyllingunni?

  #49932
  1704704009
  Meðlimur

  Úr því að allir eru farnir að tjásig um hellasig.

  Hvað er betr’ en að stundasig?
  í myrkri með allt niðrumsig.
  Prófasig, tékkasig, vandasig
  klárasig, gyrðasig – útskrifa sig.

  Spurning um að maður fari að láta athugasig.
  Kv. Örlygursig.

  #49933
  Karl
  Participant

  Ónefndur hjálparsveitarmaður á Akureyri sló eftirminnilega í gegn á afmælishátíð Akureyrarbæjar um árið þegar siglínan hans skarst í sundur á þakbrún er hjálparsveitarmenn voru að sýna hátíðargestum hvernig björgunarsveitir bæru SIG að við SIG……

  Það sýndi sig
  þegar xxxx sýndi sig
  Að til að sýna sig…
  -þá þarf að æfa sig

  #49934
  2902725569
  Meðlimur

  Þetta er bara spurning um að finna góða sigdæld.

  #49935
  2003793739
  Meðlimur

  Eru menn alveg hættir að leita á bókasöfnum borgarinnar. Það er búið að gefa út helling af bókum og pistla um hella.

  Ef ekkert finnst við það að googla þá gefst ,,Cocopuffs kynslóðin“ upp…

  Kv
  Halli

  #49936
  0702892889
  Meðlimur

  það er til bók á bókasafni hafnarfjarðar þar sem eru teknir fyrir fullt af hellum og hvar er hægt að finna þá, man ekki alveg hvað hún heitir en konurnar þar vilja allt fyrir mann gera, mæli með að þú kíkir þangað

  andri

  #49937
  Jón Haukur
  Participant

  Hraunhellar á íslandi, höf: Björn Hróarsson, gefið út ca. 1990. En þar eru engar staðsetningar aðrar en hraunið sem hellirinn er í.

  jh

  #49938
  0702892889
  Meðlimur

  Akkúrat sú bók

14 umræða - 1 til 14 (af 14)
 • You must be logged in to reply to this topic.