Púlkur

Home Umræður Umræður Keypt & selt Púlkur

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47572
  2806763069
  Meðlimur

  Halló

  Spánverjar sem bráð vantar púlkur fyrir Vatnajökuls leiðangur og ÍFLM getur ekki þjónustaða þá.

  Bjallið í þá í síma 693 2925 ef þið eigið eitthvað. Vilja leigja eða kaupa.

  Ívar

  #54020
  0801667969
  Meðlimur

  Fyrst þú minnist á púlkur þá sá ég alveg snilldar púlku í Everest um daginn. Fislétt og ætti að duga í flestar ferðir hér innanlands t.d. ferð yfir Vatnajökul. Ekkert mál að henda henni á bakpoka þegar með þarf. Prísinn vegur hins vegar þyngra. Tæp hundrað þúsund ef mig minnir rétt.

  Kv. Árni Alf.

  #54021
  Anonymous
  Inactive

  Það notar enginn maður með viti Púlkur í dag. Henda skíðum neðan á þetta er eina vitið. Það er helmingi minna togátak þegar skíði eru notuð. Af hverju eru menn þá að nota púlkurnar er það svo menn fari ekki með of mikinn útbúnað í ferðirnar.
  Olli lati

  #54022
  Karl
  Participant

  Ég á kjálka og segl lausa púlku sem menn geta fengið lánaða gegn loforði um að skila henni aldrei aftur…..

  Púlkur eru fínar fyrir þá sem vilja gera hlutina the hard way.

  #54023
  1908803629
  Participant

  Og ef allt klikkar þá veit ég um mann sem getur reddar spliffi og gengju – sjálfur er ég með donk og þá er allt komið…

  #54024
  1709703309
  Meðlimur

  Halldór Kvaran er mikill áhugamaður um púlkur. Helst vill hann hafa þær manngengar en hann lumar held ég á einhverju svona. Hann er líka búinn að hanna og smíða púlku sem er skel á skíðum sem hægt er að sofa í og með geymsluhólfum undir svefnstæði, bara snilld.

  #54025
  0801667969
  Meðlimur

  Púlkur eru hrein snilld. Þær verða hins vegar að vera með kjálka svo hægt sé að renna undan brekku og hafa stjórn á hlutunum.

  50 kg. púlka með kjálka sem ýtir á eftir þér niður brekku er hrein unun.

  50 kg. snjóþota í bandspotta sem stjórnar ferðinni niður brekku er hins vegar ekki spennandi valkostur.

  50 kg. á bakinu er hins vegar ekki á allra færi (nema Kalla Ingólfs svo ég viti).

  Kv. Árni Alf.

  #54026
  Anonymous
  Inactive

  Fyrir nokkrum árum síðan voru 4 skíðamenn á leið yfir Vatnajökul með eina hefðbundna púlku sem einn dró en hinir þrír voru með sleða(púlkur með skíðum neðan á) í eftirdragi. Í Kverkfjöllum var allur farangurinn samviskulega viktaður og honum deilt í 4 jafnþunga parta. Á fyrsta degi fór sá sem dró púlkuna að dragast verulega aftur úr hinum þremur og var tekið á það ráð að létta verulega af púlkunni yfir á sleðana. Svolitlu seinna var enn létt. Mönnum leiddist þófið og var á endanum allt draslið tekið af púlkunni og henni komið fyrir ofan á einum sleðanum og 4 menn skiptust á að draga 3 sleða. Þetta segir nú það sem segja þarf um allt þetta. En að sjálfsögðu fer þetta talsvert eftir færi í hvert skipti.

  #54027
  0801667969
  Meðlimur

  Verð að viðurkenna að ég hef ekki dregið skíðasleða nema jú þegar ég plataði Jóa Kjartans til að sækja með mér 200 kg. stjörnugír úr flugvélahreyfli í Gígjökli. Drógum þetta niður jökul og yfir ísi lagt Lónið vetur 1999. Ég sá ekki fyrir mér að þennan sleða væri hægt að setja á bakið þ.e.a.s. án stjörnugírs.

  Hafa menn verið að nota þessa skíðasleða með kjálkum eða án? Er auðvelt að henda þessu á bakið.

  Var einmitt að koma niður brekku með sjúkling á skíðaselinni (með kjálkum). Heildarþyngd með „sjúkrapúlkunni“ hefur verið 130 kg. Hefði ekki viljað fara með þann þunga í bandi. Hvorki mín vegna eða sjúklings.

  Málið er kjálkar hvort sem notuð eru skíði eða eitthvað annað og Allt á jörðina ekkert á bakið.

  Kv. Árni Alf.

  #54028
  0503664729
  Participant

  Voðaleg trúarbrögð eru þetta. Eru allir í Krossinum?
  Í venjulegum skíðaferðum eins og yfir hálendið eða Vatnajökul hefur maður ekkert við kjálka að gera. Það er einungis í vissum bratta niður á við og færi sem kjálkarnir koma að góðum notum. Fæstir eru að jafnaði að skíða niður troðnar brekkur með akfeita karla, lifandi eða dauða, í púlkunni.
  Að ferðast með kjálkalausa púlku með teygjukerfi er hreinasta snilld. Ekkert mál að skíðan niður brekkur. Maður skellir einfaldlega farungursteygjum undir og málið er dautt.
  Dettur ekki í hug að segja neitt ljótt um skíðasleða. Karl mundi froðufella. Í flestum tilfellum eru púlkur síst verri.

  #54029
  Karl
  Participant

  Jón -ertu Norskur?

  Það er reyndar nokkuð til í því að ekki þurfi kjálka við púlkudrátt. Púlkur renna það afspyrnu illa að þær eru ekki mjög viljugar til frammúraksturs.

  Skíðasleðar renna hinsvegar með afbrigðum vel og eru alfarið ónothæfir án kjálka og hafa ekki verið notaðir öðruvísi.

  Rétt að taka það fram að skíðasleðarnir eru hannaðir af þeim Brunnárbræðrum Óla og Jóa Kjartans.
  Dóri Kvaran hefði aldrei getað dregið tengdamömmuboxið skíðalaust.

  Það stendur enn að trebba púlkan mín er föl gegn því að henni veriði ekki skilað.

  #54030
  Karl
  Participant

  …Og þegar skíðasleðarnir eru farnir að ýta of fast á bakið þá má skella skinnunum undir sleðaskíðin…..

  Það er ekki bara að sleðarnir renni betur, -þeir eru einnig mun stöðugri í hliðarhalla og í ósléttu færi eru þeir mun mýkri í drætti.

  Eini gallinn að þeir fljóta ekki á vatni…..

  #54031
  0801667969
  Meðlimur

  Kjálkasystemið sem ég hef verið hrifnastur af var hannað af Kalla. Fyrirmyndin var norskt hross með sleða aftan í (án gríns). Notuðum þetta fyrst úr Snæfelli vestur í Húsafell hér um árið. Mjúkt og robust kerfi (fiberskíðastafir, prussikk, karabína)Þessir kjálkar sem fylgdu púlkunum slógu illilega í bakið og voru alveg ónothæftir.

  Sumardaginn fyrsta, ári seinna (1991), þá erum við Karl í “Suðurjöklaferð (hring)” ásamt Ævari Aðalsteinssyni. Ég var með 8 kg. púlkuna frá árinu áður, Ævar með aðra minni en Kalli með allt á bakinu. Að sjálfsögðu ekki eins og hinir. Á þriðja degi lendum við í suðaustan frostrigningu á Mýrdalsjökli. Ísingin var í raun með ólíkindum. Haus, háls og búkur frusu saman í eitt á örskotsstund. Þetta var eins og að ganga með heavy duty hálskraga eftir slys. Skiptumst við á að losa hausinn hvor á öðrum.

  Tók mynd af Kalla öllum ísuðum. Seldi hana Dóra í Skátabúðinni (nú Fjallakofanum) sem stækkaði hana upp. Myndin hét Karl í Klakaböndum og hékk lengi uppi í Skátabúðinni. Var auglýsing fyrir Carrera skíðagleraugu minnir mig.Í skiptum fékk ég hina alræmdu fjólublálu Scarpa Vega skó sem ÍFLM krafðist að skipt yrði um reimar í í hittifyrra.

  Seint um kvöldið komum við niður af jökli austast á Fimmvörðuhálsi. Úr varð, gegn vilja mínum, að beilað var út úr hringnum og haldið niður í átt að Skógum. Fljótlega varð allt snjólaust og góð ráð dýr. Ekki möguleiki fyrir mig að koma púlkunni á bakið enda Suðurskautspúlka en ekki Suðurjöklapúlka.
  Úr varð að Ævars púlka var sett ofan í mína og svo var þetta dregið yfir urð og grót, moldarbörð og drullu. Merkilegt hvað hægt var að koma öllum þessum þunga áfram í snjóleysinu. Lentum í bölvuðum villum þarna á heiðinni og lentum á Eystri Skógum um nóttina. Bara svona meðan maður man. Er reyndar búin að gleyma hvað aðalinntakið átti að vera, sennilega bara léttari púlka.

  Kv. Árni Alf.

  #54032
  0405614209
  Participant

  Ég á bæði nokkrar púlkur og svo skíðapúlku og svo skíðatjaldið mitt. Ef menn vilja fá eitthvað af þessu lánað þá er það ekkert mál.

  Kveðja
  Halldór
  gsm 663-6600

  #54033
  0311783479
  Meðlimur

  Thessir fjolubalu scarpa skor thinir eru nu longu ordnar thjodargersemar Arni minn

  kv.
  Halli

  #54034
  Steinar Sig.
  Meðlimur

  Á aðeins öðrum hluta hnattarins er einnig karpað um ágæti skíðapúlkna og annara.

  http://telemarktalk.com/phpBB/viewtopic.php?t=55426

  Flestir þarna virðast þó sammála um að skíði undir púlku séu til mikilla óbóta í púðursnjó. En það mun líklega seint hrjá íslendinga.

  #54035
  Anonymous
  Inactive

  Eins og ég sagði að ofan þá skiptir færið öllu máli og við Íslendingar drukknum seint í púðri svo við getum leyft öðrum að eiga púlkur án skíða.
  Olli

  #54036
  0405614209
  Participant

  Get bætt því við að mín reynsla er að skíðapúlka er mun betri og léttari í drætti en sleðapúlka. Í harðfenni skiptir þetta litlu máli en að draga sleðapúlku í mjúkum snjó er ömurlegt fyrir þann sem fer fremstur en þeir sem koma á eftir fá pressaða braut.
  Mitt val: skíðapúlka

  #54037
  0801667969
  Meðlimur

  Gott að sjá að menn hafi skoðun á þessu. Ég hélt að menn væru hættir að ferðast með svona lúalegum hætti. Löng gönguskíðaferð með púlku í eftirdragi er einhver mest heillandi ferðamáti sem ég þekki. Verst að hvað margir fara á mis við þetta. Myndi gefa milljón fyrir að vera á slíku ferðalagi nú í dag. Færið, veðrið og fjöllin eru alveg milljón.

  Kv. Árni Alf.

  #54038
  Karl
  Participant

  Árni,

  Ég skal leysa þig af í Fjöllunum Fannbláu og lána þer alvöru skíðasleða fyrir bara svona hálfa milljón…….

  #54039
  Karl
  Participant

  Ég renndi létt yfir þessa púlku/skíðasleða umræðu westur í hreppum.

  Þeir eru ekki að tala um jafn þróaða sleða og Brunnársleðana.
  Það sem þeir kalla skíðasleða eru annað hvort skíði skrúfuð neðan á púlkur eða e-h pallar sem boltast á meir en einum stað við hvert skíði.

  #54040
  2806763069
  Meðlimur

  Einfaldlega ótrúlegt!

  #54041
  Anonymous
  Inactive

  Það sem mér finnst eiginilega ótrúlegt er að það skuli ekki vera hafin fjöldaframleiðsla á þessum sleðum ættuðum frá Brunná. Þetta er snilldar hönnun og á vel heima hvar sem er í heiminum. Það mætti alveg fara í nýja útrás á með þessa hönnum ég held að hún sé talsvert meira „intelligent“ heldur en sú útrás sem er að bera skiptsbrot þessa dagana.

  #54042
  0801667969
  Meðlimur

  Karl, þetta átti nú að verða meira en bara helgarferð.

  #54043
  Steinar Sig.
  Meðlimur

  Á ekki einhver mynd af svona ofurpúlku frá Brunná?

25 umræða - 1 til 25 (af 27)
 • You must be logged in to reply to this topic.