Grendill og nágrenni!

Home Umræður Umræður Almennt Grendill og nágrenni!

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46825
    Anonymous
    Inactive

    Bara svona til að lofa ykkur félögum að fylgjast með þá fór ég í Goðheima(Skáli við Goðahnjúka) og gekk þar á eina 14 toppa eða allt sem ég sá á svæðinu. Þetta var talsvert erfiðari túr en ég reiknaði með eða 78km gengnir og hækkunin var svon 2-3 Hvannadalshnjúkar (en hins vegar gefur GPS svolítið meiri hækkun en í raun og veru)
    Klifurkveðjur Olli

    #51515
    0508693779
    Meðlimur

    Góður!!!

    Ekki laust við að maður sé orðinn spenntur að fylgjast með þessarri framhaldssögu…

    Annars finnst mér að svona metnaðarfullt verkefni eigi að eiga sér vefsíðu… er ennþá að bíða eftir undirsíðunni sem Útivera er búin að lofa. Það eru alltof fáir sem geta áttað sig á þessu ótrúlega stóra markmiði hans Olla.

    Baráttukveðjur
    Lambi.

    #51516
    Anonymous
    Inactive

    Sæll Lambi!
    Takk fyrir hlý orð. Útivera er að byrja með vef(sem er aðeins kominn af stað http://www.utivera.is/olli en ekki fullgerður). Ég er nú ekkert að svekkja mig yfir því þó fólk nái þessu ekki því ég var búinn að undirbúa þetta mál í um 8 mánuði þegar ég fór að átta mig á stærð verkefnisins og rann kalt vatn milli skinns og hörunds(hvurn andsk. er ég búinn að koma mér í!!). Á þeim degi áttaði ég mig þó engan veginn því mikla líkamlega og andlega streði sem er þessu samfara. Ég sem sagt sjálfur áttaði mig engan veginn á þessu jafnvel eftir mikla og langa skoðun svo það er varla hægt að ætlast til þess að fólk úti í bæ geri það. Það er eitt að sitja heima í stofu með kort í tölvunni og plana en að fara á staðinn og labba upp á hvern hól sama hvernig aðstæður og veður er, það er allt annað. Ég er orðinn vanur viðbrögðum hjá fólki sem segir bara „Já er það!!!“. Ég er nú samt að vona að seinna meir átti fólk sig á þessu betur. Ég hef það mikið að gera við að plana næstu ferð og skrifa og vinna úr síðustu fer að ég hef alls ekki tíma til að halda úti heimasíðu. Ég hef heldur ekki haft tíma til að fjármagna þetta almennilega. Ég marka(GPS) hvern einasta topp og skrái niður hnitin og mælda hæð, ég læt GPS tækið tækið tracka og set það inn í mapsource þannig að ég á hverja einustu ferð vel skráða. Ég reyni að skrifa nákvæma ferðalýsingu 5-11 bls per. ferð. Ég er búinn að taka um 12-14 hundruð myndir á þessum ferðum þannig þegar yfir líkur mun ansi mikið af gögnum standa eftir. Ég ætla síðan að reyna (með góðra manna hjálp) að gefa út almennilegan lista yfir 100 hæstu toppa landsins þar sem ég hef raunverulega komið á alla þessa staði og mælt þá með GPS(þó það sé með ákveðna skekkju).
    Fjallakveðjur Olli

    #51517
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ekki af þér skafið Olli minn.

    Það verðu erfitt að toppa þetta.

    Baráttukveðjur.
    Palli

    #51518
    0405614209
    Participant

    Olli.

    Langflottastur ertu.

    Áskorun: Breyttu planinu í 101 topp

    Kveðja
    Halldór

    #51519
    1704704009
    Meðlimur

    Glæsilegt. Sýnir líka að svona verkefni fylgir mörg skýrslugerðin og heimavinna, bæði undirbúningsritun og úrvinnsla gagna. Fjallamennska er líka skjalamennska.

    #51520
    1908803629
    Participant

    En hvernig er það… var ekkert reynt að fá sponsa? Haldið þið að það séu einhverjir áhugasamir? Ég myndi t.d. halda að N1 væru tilbúnir að skoða splæs á aksturskostnað sem er víst ansi mikill… 400 þús kall, ekki rétt?

    #51521
    Anonymous
    Inactive

    Ég er því miður alveg gjörsamlega vonlaus í svona betli en það eru sem betur fer nokkrir sem hafa stutt við mig: R. Sigmundsson, Útilíf, Danól,Síminn og Hans Petersen. Allt saman útbúnaður sem hefur reynst mjög vel þannig að ég get ekki verið annað en þakklátur fyrir það. Maður verður nú seint ríkur á svona hugsjónastarfi er ég hræddur um enda ekki farið af stað til að verða ríkur peningaleg heldur vera ríkur af minningum. Ég ætla nú samt ekki að slá hendinni á móti sponsi frá fyrirtækjum heldur þakka pent fyrir.

    #51522
    1704704009
    Meðlimur

    Það er ekkert annað en að grjóta á þessa kalla þeim myndum og greinum sem þegar hafa birst hafa í fjölmiðlum til að sýna að þetta verkefni er í fréttum. Besta auglýsingin eru fréttir eins og þeir vita. Og þú ert í fréttum – og verður meira eftir því sem líður á verkefnið. Spurning til fjármálastjóra: viljið þið vera með?
    -Hvaða fyrirtæki hefði t.d. ekki viljað vera með lógóið sitt á jakkanum þínum á myndinni sem kom í Morgunmálgagninu um daginn?

    #51523
    1709703309
    Meðlimur

    Það er bara einn Olli ….

    Kveðja,
    Stefán Páll

10 umræða - 1 til 10 (af 10)
  • You must be logged in to reply to this topic.