Skiltið við Valshamar

Home Umræður Umræður Almennt Skiltið við Valshamar

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46556
  0405614209
  Participant

  Ég átti leið í Valshamar um helgina og þá var búið að rífa niður og beygla nýja skiltið sem bendir á aksturleiðina að hamrinum.

  Ég kom skiltinu aftur á stöngina. Eitthvað virðist þetta fara í taugarnar á einhverjum þarna á svæðinu??

  #52980
  Sissi
  Moderator

  Já, hestarnir eru ekki að meika þetta ónæði og hafa verið að taka það út á skiltinu og bifreiðum klifrara.

  Siz

  #52981
  Skabbi
  Participant

  Já, ég hef tvisvar lagað skiltið síðan það kom upp. Hvernig getur maður komið í veg fyrir að hestarnir fari í skiltið? Lengja stöngina um 5 metra? Jarðsprengjubelti umhverfis það?

  Allez!

  Skabbi

  #52982
  0405614209
  Participant

  Ef svona liggur í þessu þá er að fjarlægja trunturnar eða að lengja skiltið eða láta kyrrt liggja eða???

  #52983
  1908803629
  Participant

  Já, var einmitt að spá í þessu… Þegar ég kom að síðast þá var eins og einn hesturinn væri með afturendan límdan við staurinn, og var ekki á leið með að færa sig þegar ég reyndi að festa skiltið aftur á.

  Sem sagt… Hestarnir fá greinilega eitthvað út úr því að kynnast þessu skilti okkar sem best og því ólíklegt að okkur takist að halda því föstu á stönginni, sérstaklega ekki ef það er í þessari hæð.

  Jú, ein lausn væri að hafa skiltið hátt hátt uppi en hvað með að festa það alveg við jörðina, þá eru held ég minkandi líkur á því að hestarnir juðist í því eða að það detti úr og það væri engin fyrirhöfn að koma því fyrir þannig, á stönginni…

  Svo er held ég gott húsráð að leggja þar sem maður sér bílinn, þannig að maður getur brugðist skjótt við ef hestarnir skyldu fara nærri.

  #52984
  Karl
  Participant

  Það má vefja staurinn og skiltið inn í gaddavír……!

  #52985
  Smári
  Participant

  Landeigandi hefur gefið’ grænt ljós á að setja upp hólf fyrir bílana okkar, þ.e. setja niður nokkra staura og einhvern borða á milli (held að það sé basta lausnin). Er einhver sem býður sig fram í hólfagerð? Svona borði fæst í lífland skilst mér og Ísalp borgar brúsann.

  kv. Smári

  #52986

  Svona litað rafmagnsgirðingaband svínvirkar á hesta þó svo að ekkert rafmagns sé á því, svo það væri alveg inni í myndinni að setja upp bara létta staura í þetta hólf (og í kringum skiltið) og strengja í kring. Má allavega athuga hvort þetta virkar áður en farið er í massífa girðingavinnu með gaddavír, sverum staurum og öllu því tilsandi sem því fylgir.

  #52987
  Björk
  Participant

  já vorum búin að ræða þetta innan stjórnar og vorum komin á þá lausn sem Björgvin nefnir. Það á bara eftir að framkvæma.

  #52988
  1709703309
  Meðlimur

  Hestunum finnst gott að klóra sér eins og mannfólki. Þá eru öll ráð og aðföng notuð.

10 umræða - 1 til 10 (af 10)
 • You must be logged in to reply to this topic.