Vesturhlíð

Leið númer 6 á mynd

Lóðrétt hækkun: 100 m.
Gráða: I.
Áætlaður klifurtími: 1/2 klst.

Sé gert ráð fyrir að farið sé frá Sandskeiði er styttst á fjallið sunnan mestu klettanna (NV-veggjarins). Segja má að klifrið byrji þegar hallinn er kominn í ca. 40°. Klifrað er upp í með stefnu dálítið sunnan við hæsta klettinn. Er þar efst létt brölt í ísuðum klettum sem endar þegar komið er á dálítinn hrygg sem liggur upp á hæsta tindinn.

Crag Vífilsfell
Type Alpine

Nafnlausa leiðin

Leið númer 5 á mynd

Skemmtileg og góð æfingaleið fyirr óreyndari klifrara.

Lóðrétt hækkun: 100 m.
Gráða: II.
Áætlaður klifurtími: 1 – 1 1/2 klst.
Útbúnaður: Fleygar, karabína (bara ein?), lína

Haldið upp klettafláana (I), nokkurn veginn á ská til vinstri uns komið er að brattari hluta veggjarins. Þá er farið eftir breiðri syllu til vinstri um 5-10 m., uns komið er að smá geil nokkuð mosavaxinni, klifrað upp hana hægra megin 15-20 m. (II). Þar fyrir ofan er lítið um tryggingar. Þaðan liggur leiðin um mosavaxnar syllur til vinstri, 20-25m., að lítilli skoru í klettinum. Upp hana, 5m. (II), og yfir bratt klettahaft, 2 m. (II+). Þaðan er haldið um 6 m. beint upp (II+) að litlu horni. Þar er hægt að millitryggja með breiðum fleyg. Þá er farið um 5-6 m. beint til hægri (I) og þaðan upp örfáa metra á brúnina.

Crag Vífilsfell
Type Alpine

Skuldaskil

Leið númer 4 á mynd.

Skemmtileg klifurleið, frekar opin og brött. Líkl. fyrst klifin haustið 1979.

Lóðrétt hækkun: 120 m.
Gráða: III+
Áætlaður klifurtími: 2 klst.
Útbúnaður: Fleygar, karabínur, lykkjur, lína.

Farið upp klettafláana (I) og stefnt norðan við stapann sem gengur útúr hlíðinni niður af hátoppnum. Stuttu áður en kemur að rótum stapans verður fláinn brattari (II). Þar fyrir ofan, norðan við rætur stapans, tekur við mosavaxin sylla.

Síðan er stefnt upp geilina sem myndast milli hlíðarinnar og stapans (II), 15 m., en hún mjókkar þegar ofar dregur og endar í lóðréttum vegg. Frá geilinni er klifrað út frá vinstri upp 6 m. háan vegg (III+) og síðan upp með stapanum 13-15 m (III). Þá er komið á mjóa syllu og er þar helst til trygginga að reka flyga beint í móbergið. Nú er klifrað til hægri upp breiða sprungu (III+) e.t.v. hreyfingar (IV+), opið klifur, 20 m. Þá er brúninni náð.

Crag Vífilsfell
Type Alpine

Reykháfurinn

Leið númer 3 á mynd

Skemmtileg og fjölbreytileg klifurleið. Sú leið sem kemst næst því að liggja beint á hágnýpu fjallsins.

Lóðrétt hækkun: 130m
Gráða: III.
Áætlaður klifurtími: 1 1/2 klst.
Útbúnaður: Fleygar, karabínur, lykkjur (sling), lína.

Gengið er upp skriðurnar norðvestan í fjallinu að klettunum. Síðan haldið upp klettafláana (I) og stefnt á hágnýpuna uns brattinn fer að aukast fyrir alvöru. Þá er farin sylla, skáhalt upp á við 15 m., til vinstri. Af henni klifrað upp um 10m. eftir breiðri sprungu (III). Þar tekur við stór stallur, klifrað til vinstri upp Reykháf (III), 25 m. Er þá komið upp á lítinn stall. þaðan klifið skáhalt upp á við til vinstri (II+) uns brúninni er náð, 30 m. Fleyga má nota bæði í Reykháfnum og fyrir ofan hann en hvergi eru augljósar fleygsprungur.

Crag Vífilsfell
Type Alpine

Vífilsfell

Vífilsfell is well known for hikers but less known for climbing. In Ísalp journal #16, 1980, Ísalp topo #10 was issued and it describes climbing in Vífilsfell. This topo was the first one in Iceland that featured rock climbing, previously two topos had been issued that featured snow and ice climbing in Tindfjöll & Botnsúlur

3. Reykháfurinn – Grade III
4. Skuldaskil – Grade III+
5. Nafnlausa leiðin – Grade II
6. Vesturhlíð – Grade I
7. Flóttamannaleið – Grade II
8. Norðvesturhlíð – Grade I/II

Read the descriptions with care, specially what gear to bring. Also remember that Vífilsfell is made out of very loose rock and is not really suited for climbing.

Góða ferð Ueli

Route number 80 in the photos

WI 2+/3

This route was first climbed the day that news came from Mt. Everest, that the great mountaineer Ueli Steck was killed while climbing and acclimatizing for his climb up to Mt. Everest. Great loss for the alpinism comunity.

FA: Matteo Meucci, 30.04 2017

Crag Esja
Sector Blikdalur
Type Alpine

Tvíhleypan

Leið númer 19a á mynd

WI3 M4, 300 m. FF: Andri Bjarnason, Freyr Ingi Björnsson, Sveinn Friðrik Eydal Sveinsson, 21. apríl 2017.

Leiðin fylgir áberandi hrygg, sunnan við austurhrygg Skessuhorns. Hryggnum var fylgt að mestu, en leiðin flöktir þó aðeins til að elta góða tryggingarstaði og ís. Undir lokakaflanum, einskonar höfuðvegg, var hliðrað til vinstri (suðurs) í góðan ís sem var klifinn upp á topp.

Mestu erfiðleikar leiðarinnar voru í mixhöftum í fyrstu spönn, þá sérstaklega því fyrsta. Um miðbik leiðar var
falleg spönn með stuttu og bröttu hafti af bláum ís. Talsvert af góðum ís í efri hluta, en óvenju góðar aðstæður voru í Skarðsheiði í frumferðinni.

Klifruð var ein föst spönn í byrjun, þá tvær langar hlaupandi spannir og loks tvær spannir upp lokakaflann, samtals um 300 metrar. Tryggt var með bergtryggingum (hnetur, vinir, fleygar) og skrúfum. Nóg af góðum tryggingum.

Leiðin dregur nafn sitt af atburði sem átti sér stað á þessum slóðum á ofanverðri 19. öld. Bóndi nokkur hafði ráðið kaupamann sem hafði víða verið til vandræða. Leið ekki á löngu þar til kaupamaðurinn gerði sér dælt við eiginkonu bóndans. Bóndinn var alræmdur skapmaður og tók þessu ekki þegjandi, heldur reif fram skotvopn, enska tvíhleypu, og beindi henni að kaupamanninum sem flýði í ofboði út úr bænum, upp í átt að Skessuhorni og bóndinn á eftir. Bóndinn mun fljótlega hafa dregið á kaupamanninn og náði honum loks þar sem nú heitir Kaupamannsgröf. Liggur sá staður ekki fjarri upphafi klifurleiðarinnar.

Fleiri myndir úr ferðinni má sjá hér

Crag Skarðsheiði
Sector Skessuhorn
Type Alpine

Austurhryggur Skessuhorns

Leið númer 19b á mynd

AI2 M4, 350 m. FF: Andri Bjarnason, Sveinn Friðrik Eydal Sveinsson, mars 2016.

Leiðin fylgir A-hrygg Skessuhorns til að byrja með í gegnum ágætis mix-höft. Tekur svo sveig til hægri, framhjá íslausum, bröttum höftum, og þaðan skáhallt upp til vinstri, alveg upp á tind Skessuhorns. Í góðum ísaðstæðum er mögulegt að beinni lína sé möguleg. Mestu erfiðleikar í höftunum í fyrstu spönn.

Klifraðar voru tvær langar spannir en síðan á hlaupandi tryggingum upp á topp. Aðallega var tryggt með bergtryggingum.

Fleiri myndir úr frumferðinni má sjá hér

Crag Skarðsheiði
Sector Skessuhorn
Type Alpine

Eftirförin

Staðsetning: Vesturveggur Trönu í Eyjadal, norðan Móskarðahnjúka.

AI2 M4, 300 m. FF: Andri Bjarnason og Sveinn Friðrik Sveinsson, 14. apríl 2017.

Leiðin hefst við lítið sker neðst í hlíðinni. Klifrað upp nokkur höft, um 100 metra, uns dregur úr brattanum næstu 150 metra. Lokakaflinn liggur hægra megin upp greinilegan höfuðvegg efst í fjallinu (lykilkafli). Þar voru tvær hreyfingar af M4, annars léttara klifur.

Fyrstu 150 metrarnir voru einfarnir, næstu 100 m á hlaupandi tryggingum og síðustu 50 m í fastri spönn.

Tryggt var með hnetum, öxum og snjóankeri.

Aðkoma: Ekið inn Svínaskarðsveg og þurfti að fara yfir nokkra skafla sem voru krefjandi fyrir 38″ jeppa. Síðan gengið upp gil innarlega í Svínadal sem liggur milli Móskarðahnjúka og Trönu. Áhugavert væri að skíða norður af Móskarðahnjúkum í leiðina. Þriðji möguleikinn væri að ganga inn Eyjadal.

Leiðin dregur nafn sitt af atburði sem átti sér stað á þessum slóðum þann 18. október, 1942. Þá hafði orrustuflugvél Bandamanna veitt þýskri Junkers 88 herflugvél eftirför og þær skipst á skotum. Jafnvel er talið að þær hafi rekist saman með þeim afleiðingum að stél þeirrar þýsku skemmdist. Eftirförinni lauk með þeim afleiðingum að sú þýska fórst í hlíðinni, skammt ofan við gilið sem við gengum upp úr Svínadal, og létust allir þrír áhafnarmeðlimir. Lík þeirra voru jarðsett í kirkjugarðinum í Brautarholti, en síðar flutt í Fossvogskirkjugarð. Í gilinu má enn finna brak úr vélinni, þó snjórinn hafi hulið það þegar við vorum á ferð.

Heimild: http://www.ferlir.is/?id=6114

Fleiri myndir úr frumferðinni má finna hér

Crag Esja
Sector Eyjadalur
Type Alpine

Endurfundir

Route number 2 in the photo

WI 3+

5 and half pitches
1 WI3+ 30m
2 WI2  55m
3 WI2 60m
4 WI 3 60m
5 40° 60m
6 15m easy

FA: 15.04.2017 by Matteo Meucci & Marco Porta

During the second pitch I dropped a screw and on our way back we went looking for that founding it straight in to the snow…a good sign!

Crag Öræfi, Vestur
Sector Kristínartindar
Type Alpine

New Gearlab

New issue of the Gearlab has been issued, here can find it and read (icelandic for now). This time the Gearlab tests out an ice screw from Salewa and lists down it’s pros and cons along with a briefly mentioning the history of ice screws. 

Now the day has gotten longer, the possibility of doing long days out in the mountains has opened up. This is the time hikers and mountaineers go to Hvannadalshnúkur, Hrútfjallstindar and Þverártindsegg. Skiers are already  skiing in Tröllaskagi and climbers rush to Skarðsheiði and even Eilífsdalur and Hrútadalur. Recent news tells us that Skessuhorn is in good conditions at the moment.

So, now is the time to head to the mountains, no matter which sport you go for, enjoy!

Engin upphitun WI 5

Leið númer A9

Rétt vinstra megin við þessa leið kemur leiðin Niflheimar niður (A11). Niflheimar er augljós súla. Rétt hægra megin við rifið er svo leiðin Mávahlátur

Þessi leið var frumfarin sem hluti af Matteo’s 100 challenge og varð þessi leið sú fimmtugasta í röðinni og markaði þar með að klifurhluti verkefnisins væri nú hálfnaður.

FF: Matteo Meucci og Bjartur Týr Ólafsson 23. mars 2017

Crag Bolaklettur
Sector Innri-hvilft
Type Ice Climbing

Suðurhlíð Fingurbjargar

Aðkoma: Breiðarmerkurjökull, Mávabyggðarrani.
Hæð leiðar: Ca. 60 m.
Klifurtími: Ca. 2-4 tímar frá skarði í suðurhlíð Fingurbjargar.
Gráða: II-IV.
Fyrst farin: Í september-október 1978: Helgi Benediktsson, Arnór Guðbjartsson og Pétur Ásbjörnsson.
Útbúnaður: Hefðbundinn klettaklifurbúnaður og jöklagöngubúnaður.

Bergið er mjög laust og kubbótt. Fyrsta spönn fer upp á syllu sem er á milli hraunlaga. Á syllunni er best að gera einskonar stans og halda upp til vinstri.

Leiðin liggur upp suðaustan til og endar suðvastan í Fingurbjörg og er frekar opni leið. Síðasta spönnin var frekar í léttara lagi og lítið af millitryggingum þar.

Crag Öræfajökull
Sector Mávabyggðir
Type Alpine

Suðurhlíð og SA-hryggur Snóks

Af bröttu smátindunum í Esjufjöllum er Snókur (1304 m) mest áberandi. Nafnið er dregið af efsta hluta stafntrés í báti.

Árið 1980 reyndu nokkrir félagar í Ísalp að klífa Snók að sumarlagi, en urðu frá að hverfa, einkum vegna lélegs bergs. “Eins og myglað brauð”, sögðu þeir.

Á páskum 1982 tóku sex félagar í Ísalp sig til og ákváðu að reyna við Snók. Þeir höfðu bækistöðvar í sálum Jöklarannsóknarfélagsins á Breiðamerkursandi og í Esjufjöllum.

Klifurleiðin lá frá stórum kletti fyrir miðri suðurhlíðinni, á ská (80 m) til vinstri upp að mjóum drang eftir brattri snjóbrekku. Þaðan tryggði hópurinn (í tveimur línugengjum) tvær spannir; þá fyrri aftur á ská upp en nú til hægri (50° ísbrekka), yfir að ísfláa við SA-hrygginn. Seinni spönnin var með lágum íshöftum á sjálfum hryggnum og nægu lofti til beggja handa. Síðasti áfanginn (spönnin) var auðveld ganga upp breikkandi koll Snóks.

Sigið var beint fram af suðurvanga Snóks  og klifið snarbratt áfram að klettinum stóra og eitt snjóakkeri goldið fyrir. Í skálanum biðu páskaegg og koníaksdreitill eftir 7 klukkustunda dagsferð.

Hæð leiðar: 100 m (80 m)
Aðkoma: Um Breiðarmerkurjökul og Vesturdal, alls um 10 klst. á jökli.
Klifurtími: 1,5-2 klst.
Gráða: PD, 2(snjór/ís), 3 spannir
Fyrst farin: Páskar 1982, Anna Guðrún Líndal, Ari Trausti Guðmundsson, Hreinn Magnússon, Höskuldur Gylfason, Magnús Guðmundsson og Óskar Knudsen.

Crag Öræfajökull
Sector Esjufjöll
Type Alpine

Suðurhryggur Miðhyrnu

Miðhyrna nefnist hvassbrýnd klettahyrna í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þetta er fallegt og áberandi fjall sem skagar til suðurs út úr megin fjallgarðinum. Vestan við Miðhyrnu er Ánahyrna (647 m) og því næst er Lýsuhyrna (738 m), beint upp af félagsheimilinu á Lýsuhóli. Austan við og áfast Miðhyrnu er Þorgeirsfellshyrna (628 m), en í báðum þessum hyrnum er gabbró og berg því ákjósanlegt til klifurs. Í suðurhlíð Miðhyrnu er klettaklifurleið.

Fyrst farin af Kristni Rúnarssyni og Snævarri Guðmundssyni, 18 ágúst 1985.

Aðkoman úr bíl tekur um 15-30 min, upp smá skriðu. Byrjunin er létt klifur, en fyrsta spönnin sem frumferðarteymið tryggði var eftir nokkra tugi metra af brölti.

Spönn 1 – Gráða III
Spönn 2 – Gráða III
Spönn 3 – Gráða III
Spönn 4 – Gráða IV+
Spönn 5 – Gráða III
Spönn 6 – Gráða IV+
Spönn 7 – Gráða I/II
Spönn 8 – Gráða IV+

Klifrið er aldrei mjög erfitt en spannirnar eru margar hverjar mjög opnar.

Crag Snæfellsnes
Sector Miðhyrna
Type Alpine

Video

(Icelandic)

Engar skrúfur WI 4

Route number D13.

The first accent was in very thin conditions and it didn’t take a single ice screw. Some trad placements are available but there is a decent section right above the start and to the midpoint that doesn’t have many options for pro. The route is probably WI 4 if it gets fat but it was closer to WI 4+ in the first accent

FA: Matteo Meucci and Jónas G. Sigurðsson, 08.03 2017

25m WI 4/+ R

Crag Múlafjall
Sector Leikfangaland
Type Ice Climbing

The Gift M 7+

Route number 70

Two pitches, the first a steep M 7/8, and the later M 6 to WI 5/6, short mix section over to a long, steep and thin ice. 120 scramble to the top after that.

FA: Matteo Meucci and Þorsteinn Cameron, 06.03 2017

Crag Esja
Sector Hrútadalur
Type Mix Climbing

Góður mosi M 5

Fyrsta leiðin af vonandi mörgum í Holtsdal. Veggurinn í Holtsdal snýr í norðvestur og fær því nánast enga sól. Þarna er slatti af flæðandi vatni, eitthvað af því gæti verið snjóbráð, en næsti vetur mun leiða það í ljós. Fullt af flottum línum sem gætu dottið í flottar aðstæður. Einnig er bergið furðulega gott á vissum stöðum og möguleiki er á sport eða dótaklifri.

Þessi leið var frumfarin í frekar tæpum aðstæðum. Ísinn var nánast ekkert fastur við bergið og mosinn var ekki frosinn í neðri og brattari hluta leiðarinnar. Eftir brattasta hluta leiðarinnar var mosinn gadd freðinn, sem var mjög kærkomið.

FF: Matteo Meucci, Jónas G. Sigurðsson og Róbert Halldórsson 05.03 2017

Crag Eyjafjöll
Sector Holtsdalur
Type Mix Climbing