Þumall – The classic route

Tindurinn Þumall (1279 m) er nokkuð þekktur manna á meðal. Áður fyrr var Þumall talinn ókleifur og er hann ekkert sérstaklega árennilegur við fyrstu sýn. Þumallinn er blágrýtisdrangur sem stendur í suðurbrún Vatnajökuls, í svonefndum Skaftafellsfjöllum, og rís um 120 m yfir jökulinn.

Árið 1975, í ágúst, klifu þrír Vestmannaeyingar Þumal fyrstir manna, þeir Snorri Hafsteinsson, Daði Ásbjörnsson (eða Garðarsson?) og Kjartan Eggertsson. Næstir til að klífa tindinn voru menn úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík og var það 1977, um páska. Fimmta heimsókn á tindinn var í fyrsta skipti sem kvennmaður fór á tindinn, en í þá daga þótti það tíðindavert að konur stunduðu fjallamennsku. Umrædd kona, Vilborg Hannesdóttir fór ásamt Birni Gíslasyni og Róberti Lee Tómasyni á tindinn. Vilborg bætti um betur og og sólóaði alla leiðina og tók það um 50 min upp á topp, var þetta í annað sinn sem Þumall var sólóaður.

Áratuginn eftir að Þumall var klifinn í fyrsta sinn, þótti mikið afrek að komast upp og var hver ferð skráð niður vel og vandlega. Núna síðustu ár hefur aðeins slaknað á þessu bókhaldi, enda hefur ferðum á Þumal fjölgað gífulega síðan 1975.

Best er að hefja ferðina úr Skaftafelli, frá tjaldsvæðinu og ganga inn í Bæjarstaðaskóg í Morsárdal og elta þaðan dalinn inn þar til að komið er í næsta dal, hornrétt á Morsárdal, sá dalur gengur undir nafninu Kjós. Áberandi gil er norðan megin í Kjósarmynninu, Vestara-Meingil, gengið er upp vestanmegin við það eftir þokkalega skýrum slóða. Þar getur verið nokkur hætta á ferðum í úrkomu og slæmu skyggni, því gilið er hrikalegt. Þegar komið er upp í 750 m hæð sveigir leiðin til vesturs, inn í stóra skál eða dal sem ber nafnið Hnútudalur.

Algengast er að þegar fólk leggur á Þumal er að það gisti á leiðinni, því að gangan ein og sér er mjög löng. Teymi hafa þá annað hvort gist í Kjósarmynninu við Vestara meingil, eða þau hafa gengið upp í Hnútudal og tjaldað þar.

Frá Hnútudal er um 250 m brött hækkun að Þumli. Þegar upp úr Hnútudal er komið, er komið á hrygg, með talsverðu falli niður á báða kanta. Frá hryggnum  blasir Þumall við, þaðan þarf að hliðra yfir hliðarhalla út að bergtappanum sjálfum. Snemma sumars er snjór á þessum hliðarhalla og hliðrunin því ekki mjög erfið, þegar snjórinn fer hins vegar, þá er hliðrunin mjög alvarleg! Þarna hefur orðið alvarlegt slys þar sem að manneskja rúllaði alla leið niður. Farið því með gát og íhugið að tryggja þarna yfir, sérstaklega ef einhverjir meðlimir hópsins eru óvanir eða óöruggir.

Eftir hliðrunina þarf einungis að rölta undir norðurhlið Þumals, munið að sú hliðrun er á jökli, svo farið að gát þar, klifrið hefst svo hægra megin (vestan) þegar horft er á Þumal frá norðurhliðinni.

Eftirfarandi leiðalýsing er úr Leiðavísi Ísap nr 14. Gráðurnar eru í UIAA gráðukerfinu, sem má lesa um hér, en erfiðasta spönnin jafnast á við 5.5 eða 5.6 í Hnappavallaklifri:

Lóðrétt hækkun: 120 m.
Gráða: III (IV efst ef vill).
Tími: 2-3 klst.

Fyrst er farið upp lausa stórgrýtta skriðu (II). Síðan er komið að lágu hafti (III), farið upp þar til glufa opnast milli flögunar og tindsins. Áfram er haldið inn í glufuna (Skorsteininn) og klöngrast upp hana (III). Þegar komið er þar sem glufan opnast og útsýni til suðvestur birtist er haldið út í suðvesturhluta Þumals. Fylgið hryggnum eða þar við,  beint upp (laust í sér). Komið er að hafti (IV), farið upp það eða sneiðið hjá til hægri og krækið fyrir (mjög laust). Þegar komið er upp fyrir haftið blasir háhryggur Þumals við. Bröltið eftir honum og upp. Tindur Þumals rúmar ekki marga í einu. Háhryggurinn er mjög laus í sér og engar almennilegar tryggingar. Sígið niður sömu leið.

Leiðarlýsing á hverri spönn og siginu frá Gunnar Má, 2020:

Spönn 1

Byrjar upp ljóst slabb og svo brölt yfir mjög laust grjót. Mikil hætta á grjóthruni fyrir þann sem tryggir. Eftir 15-20m er akkeri (fleygur og hneta) en betra að halda áfram upp að hafti. Þar er góður millistans, 3 fleygar. (45m ca)

Spönn 2

Byrjar upp brattann stromp en svo tekur við brölt upp skriður beint upp að háum vegg. Þar er beygt til hægri inn í sjálfa skoruna og upp á flatan kafla í millistans nr 2 (fleygar og hneta) (40m) 5.5 hreyfingar í byrjun en svo bara brölt.

Spönn 3

Upp úr skorunni og upp á SV hlið Þumals. Þar tekur við létt klifur upp stalla svo til hægri upp á hrygg. Vinstra megin á hryggnum er millistans. 3 fleygar (40m)

Spönn 4

Í þessari spönn eru í raun tveir möguleikar: Hægt að fara beint upp hrygginn og klifra upp bratta sprungu eða taka beygju til hægri fyrir horn og þaðan upp í millistans. Þaðan sést sjálfur blátoppurinn vel. Hann rúmar bara 1 í einu. (40m) eða (20 + 20)

Frá fjórða millistans er tæpur hryggur upp á topp og því sjálfsagt að tryggja þann kafla einnig og má jafnvel segja að það sé fimmta spönnin. Við sendum einn í einu upp á topp.

Sigið

Sigið tók dágóðan tíma m.a. þar sem önnur klifurlínan okkar skemmdist í tvígang á leiðinni upp þurftum við því nokkrum sinnum að síga yfir hnút. Við mælum annars með því að síga úr skorunni á einni 60m línu niður í akkeri á beina veggnum við endann á skorunni því okkur fannst líklegt að hnútur myndi festast í skorunni og þaðan niður aftur á einni línu niður bratta strompinn (beint fyrir neðan akkeri) og loks alla leið niður á tveimur línum.

 

Skemtilega myndaseríu frá fjallateyminu má sjá hér
og myndir frá Gunnar Má má sjá hér

Crag Öræfajökull
Sector Þumall
Type Alpine
Markings

Video

2 related routes

South of the flake

Rauð lína á mynd

Fyrir leiðalýsingu hvernig á að komast að Þumli, sjá Þumall – klassíska leiðin.

Leiðin liggur sunnan (hægra megin) við flöguna sem flettist af vesturvegg Þumals og sameinast svo klassísku leiðinni í síðustu spönninni upp á topp.

Í frumferðinni og einu ferðinni á þessari leið, var klifrað upp um 40 m og var tryggt á leiðinni upp þann kafla. Þegar þessum 40 m var lokið, losaði Arnór sig úr línunni og sóló klifraði þaðan upp á topp.

FF: Arnór Guðbjartsson, 19.06 1982

Þumall – The classic route

Tindurinn Þumall (1279 m) er nokkuð þekktur manna á meðal. Áður fyrr var Þumall talinn ókleifur og er hann ekkert sérstaklega árennilegur við fyrstu sýn. Þumallinn er blágrýtisdrangur sem stendur í suðurbrún Vatnajökuls, í svonefndum Skaftafellsfjöllum, og rís um 120 m yfir jökulinn.

Árið 1975, í ágúst, klifu þrír Vestmannaeyingar Þumal fyrstir manna, þeir Snorri Hafsteinsson, Daði Ásbjörnsson (eða Garðarsson?) og Kjartan Eggertsson. Næstir til að klífa tindinn voru menn úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík og var það 1977, um páska. Fimmta heimsókn á tindinn var í fyrsta skipti sem kvennmaður fór á tindinn, en í þá daga þótti það tíðindavert að konur stunduðu fjallamennsku. Umrædd kona, Vilborg Hannesdóttir fór ásamt Birni Gíslasyni og Róberti Lee Tómasyni á tindinn. Vilborg bætti um betur og og sólóaði alla leiðina og tók það um 50 min upp á topp, var þetta í annað sinn sem Þumall var sólóaður.

Áratuginn eftir að Þumall var klifinn í fyrsta sinn, þótti mikið afrek að komast upp og var hver ferð skráð niður vel og vandlega. Núna síðustu ár hefur aðeins slaknað á þessu bókhaldi, enda hefur ferðum á Þumal fjölgað gífulega síðan 1975.

Best er að hefja ferðina úr Skaftafelli, frá tjaldsvæðinu og ganga inn í Bæjarstaðaskóg í Morsárdal og elta þaðan dalinn inn þar til að komið er í næsta dal, hornrétt á Morsárdal, sá dalur gengur undir nafninu Kjós. Áberandi gil er norðan megin í Kjósarmynninu, Vestara-Meingil, gengið er upp vestanmegin við það eftir þokkalega skýrum slóða. Þar getur verið nokkur hætta á ferðum í úrkomu og slæmu skyggni, því gilið er hrikalegt. Þegar komið er upp í 750 m hæð sveigir leiðin til vesturs, inn í stóra skál eða dal sem ber nafnið Hnútudalur. (more…)

Leave a Reply