Golíat WI 4

2 spannir. Leiðin er í ísþilinu lengst til suðurs, og alveg hægra megin í því. Liggur upp um 60m brattan ískafla og síðan upp snjógil. Endar á 12-15m löngu lóðréttu kerti. Gengið er niður suður af fjallinu.

Ísþilið til vinstri býður upp á góðar leiðir á bilinu WI3-WI4

 

FF. Davíð(HSG) og Einar Sigurðsson

Crag Snæfellsnes
Sector Mýrarhyrna
Type Ice Climbing

Snæfellsnes

Snæfellsnes spannar stórt svæði, og nokkra sectora. Enginn af þeim er stór. Stærsti sectorinn er Mýrarhyrna, fyrir ofan Grundarfjörð, en það hefur verið gefinn út leiðavísir fyrir hana sérstaklega.

Álftafjörður
Ein skráð leið sem Will Gadd og Kim fóru þegar að þau voru hér í sinni frægu ferð 1998

 1. Wish I had a penis – WI 4+

Grundarfoss
Eitthvað er í boði af leiðum í nágrenni Grundarfjarðar. Helst ber þar að nefna Grundarfoss og fossana sitthvoru megin við hann

 1. Hin – WI 3?
 2. Grundarfoss – WI 5
 3. Óskilamunir – WI 5+/6-

Mýrarhyrna
Hefur að geyma nokkrar af flottustu ísklifurleiðum á landinu. Þær eru frá einni og upp í 5 spannir. Mýrarhyrna er á norðanverðu Snæfellsnesinu, alveg við Grundarfjörð. Keyrt er í vestur út úr Grundarfirði, og þá blasir Mýrarhyrnan við á móts við Kirkjufell. Leiðirnar sem sjást á myndinni snúa í austur. Best er að leggja bílnum við skilti sem bendir á Kirkjufellsfoss, þaðan er svo gengið. Best er að elta girðinguna eins lengi og hægt er.

Leiðarvísir fenginn frá Sigurði Tómas Þórissyni

1. Golíat – WI 4
2. Christian IX – WI 4+
3. Kerling – WI 4+
4. Wake up call – WI 6+
5. Abdominal – WI 5
6. Comeback – WI 5
7. Þvergil – WI 3

Búlandshöfði
Höfði sem er miðja vegu milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar. Ofan Látravíkur vestan við bæinn Höfðakot eru nokkrar ísleiðir. Fossinn virðist ekki hafa nafn en lækurinn sem úr honum rennur heitir Biskupslækur, þar eru leiðir 1-5 og fossinn sjálfur er óklifinn. Örlítið utar á höfðanum myndast ís alveg niður að veg og við útskot með borði. Talið er að leiðirnar Nábítur og Múldýrið séu þar.

 1. Dordingull – WI 5
 2. Alien muffin – WI 4
 3. Túðan – WI 3+
 4. Sigurjón Digri – WI 3+
 5. Holan – WI 4+
 6. Nábítur – M 4
 7. Múldýrið – WI 4+

Rauðskriðugil
Sunnan megin í fjallinu Höfðakúlu ( Í norðurhliðinni er sectorinn Búlandshöfði ).  Hægt er að beygja út af Snæfellsnesvegi og inn annað hvort Mávahlíð (5743) eða Tunguveg (5742) og halda svo áfram inn veginn Mávahlíðarland. Þetta er sennilega einkaland svo að ráðfæringar við heimamenn um hvar sé í lagi að skilja eftir bíla eru ráðlagðar. Myndir óskast!

 1. Gunnars majónes – WI 4
 2. Fjórir fílar – WI 3

Lóndrangar
Stærri Lóndranginn er 75m á hæð og hefur verið klifinn á öllum hliðum (N-S-A-V). Stærri drangurinn var fyrst klifinn 1735 og er það elsta skráða klifurleið á Íslandi. Minni Lóndranginn er 61m á hæð og hefur einnig verið klifinn en bara á einum stað og hann er talsvert fáfarnari.

Í Lóndröngunum er talsvert fuglalíf, sérstaklega fýlar. Ráðlagt er að fara leiðirnar annaðhvort fyrir varptímann eða eftir þ.e. fyrir júní, eða eftir ágúst.

 1. Stærri Lóndrangi
  1. Upprunalega Lóndrangaleiðin – 5.6
  2. Austurhlið Lóndranga – 5.6
  3. Suðurhlið Lóndranga – 5.6
 2. Minni Lóndrangi
  1. Minni Lóndrangi – 5.6

Örninn
Alpaleið upp á einn flottasta tindinn á Snæfellsnesi

 1. Örninn – PD

Miðhyrna

Stök alpaklifurleið upp suðurhrygginn á Miðhyrnu. Fjallið er úr gabbró, svo að það er nokkuð heillegt klifur. Miðhyrna er áföst Þorgeirsfelsshyrnu og er leiðin einnig þekkt undir því nafni.

 1. Suðurhryggur Miðhyrnu – 5.6

Hítardalur
Ein leið frá Palla Sveins og félögum

 1. Óþekkti maðurinn – WI 4+

Snati WI 5+

Leið merkt sem B5

40m. Áberandi 15m fríhangandi kerti niður úr stóru þaki fyrir miðju klettabeltinu. WI5/5+ klifur upp kertið og áfram 20m+ af vandasömu WI5/5+klifri upp á brún. Varúð! Aðal kertið snertir klettinn ekki neitt neðan við þakið og þarf því að fara hér með ítrustu varkárni. Hefur brotnað fyrirvaralaust… Alls ekki leggja í kertið nema það sé amk. mittisþykkt neðst.

FF. óþekkt (En líklega Páll Sveinsson?)

Crag Brynjudalur
Sector Nálaraugað
Type Ice Climbing

Video

Ókindin WI 5+

Leið merkt sem B3

40m. Vinstra megin við Nálarauga-þakið. Á þunnum bólstrum og drytool (tortryggt M6) upp á stóra syllu. Þaðan þunnt bratt drytool (mjög tortryggt, krúx) upp í bratt ístjald (WI5/5+) fyrir ofan. Nokkrir metrar af WI4 leiða upp í WI5/5+ ístjald upp á brún. Varúð! “R” stendur fyrir “runout”, því leiðin er tortryggð og vandasöm.

FF. Des 2014: Róbert Halldórsson, Sigurður Tómasson

 

Crag Brynjudalur
Sector Nálaraugað
Type Ice Climbing

Árnaleið WI 4

Leið merkt sem B1

30m. Þægileg ræna sem kann að vera soldið blaut í skoru vestast í klettabeltinu

Farin af Árna Stefáni í desember 2014 en hér hlýtur að hafa verið farið áður og þykir líklegt að leiðin beri betra nafn.

Myndir eftir Þorstein Cameron

 

Crag Brynjudalur
Sector Nálaraugað
Type Ice Climbing