Múlafjall

Múlafjall er í  botni Hvalfjarðar um 60 km frá Reykjavík.

Sectorar í Múlafjalli, frá hægri til vinstri eru:

Leikfangaland
Næst vinsælasti sectorinn á eftir Testofunni. Hér er að finna klassískar leiðir á borð við Rísanda, Stíganda og Frosta

 1. Rísandi eystri WI 4
 2. Rísandi vestari WI 4
 3. Stígandi WI 4+
 4. Fengitíminn WI 5
 5. Funi WI 4
 6. Frosti WI 5
 7. Dvali WI 2/3
 8. Gallblaðran WI 3
 9. Botnlanginn WI 3+
 10. Engar skrúfur WI 4+

Testofan
Þessi sector er án efa sá vinsælasti í öllu Múlafjalli, þó svo við teljum Brynjudal með. Sectorinn er skýrður eftir krúnudjásni svæðisins, Íste, en hér er einnig að finna aðrar klassískar leiðir á borð við Mömmuleiðina og Pabbaleiðina en einnig byrjendaleiðir á borð við Gísla, Eirík og Helga.

Testofan

 1. Expressó M6
 2. Íste WI 5
 3. Earl Grey M7
 4. Pabbaleiðin M7
 5. Mömmuleiðin M6
 6. Múlakaffi M7+
 7. Keisarinn M4+ eða WI 3/4
 8. Fyrirburinn M4+ eða WI 3/4
 9. Frumburðurinn M4+ eða WI 3/4
 10. Örverpið M4+ eða WI 3/4
 11. Gísli WI 3+
 12. Eiríkur WI 3+
 13. Helgi WI 3+

Kötlugróf
Í sunnanverðum Botnsdal er bílastæði beint á móti grasi grónum hvammi rétt við veginn sem kallast Kötlugróf. Landamerki Kjósarsýslu og Borgarfjarðarsýslu eru einmitt við Kötlugróf og stendur sýslumerki þar við veginn.

Upp frá Kötlugróf er algengast að klifrar stefni beint upp í Lambaskarð. Austan megin við skarðið er Testofan með leiðirnar Gísla, Eirík og Helga lengst til hægri. Sectorinn Kötlugróf nær frá Testofunni (Íste) og út að næsta áberandi Gili.

Samkvæmt Harðar sögu og Hólmverja börðust þar grimmilega tvær konur um hringinn Sótanaut, Þorbjörg Katla og Þorgríma smiðskona. Átökunum lauk svo að þær lágu báðar dauðar eftir, rifnar og skornar.

Fimm-í-fötu-gil-með-línum1

0. Thor is back M 6+
1. Ónefnt gil WI 3-4
2. Fimm í fötu M 5+/WI 4
3. Chinese hoax M 6+
4. Svikinn um bjór WI 4

Hlaðhamrar
Frá áberandi gilinu og austur inn að Glym. Hér er nánast ekkert skrásett en mikið af leiðum, sennilega hellingur af óklifruðum leiðum því austar sem er farið.

Hlaðhamrar

 1. I love backup WI 3
 2. WW3 WI3
 3. Veðmálið WI 3

 

Leiðarlýsing

Keyrt er inn í Hvalfjörðinn og alla leið inn í Botnsvog í botni fjarðarins. Við Víðförulsnes er síðan hægt að leggja á malarplani vinstra meginn við veginn ef keyrt er úr Reykjavík.

Kort

Comments

 1. Laugari 12. des
  Slatti af ís og úr nógu að velja. Íste og fjölskyldu leiðirnar feitar og að fitna og leiðirnar austar í góðu djammi. Ef hlánar ekki stefnir í gott jólaklifur. Rísandi leit út fyrir að vera þunnur en Stígandi líklega inni.

Skildu eftir svar