Hnjúkaþeyr

Blá lína á mynd

Hnjúkaþeyr var frumfarin 13. október 2020. Hugmyndin var að fara upp vesturvegginn eftir eins beinni línu (direct) og mögulegt er.

Aðkoman var farin eftir Hnappavallaleið á skíðum og tók um fimm klukkustundir. Líkt og þegar Italian Job var klifruð hliðruðu klifrararnir inn á vegginn til að halda hæð og spara tíma. Ef aðkoman er tekin frá Svínafellsjökli er vel hægt að fylgja sömu leið og Beina Brautin inn á vegginn.

Í frumferðinni sam-klifruðu strákarnir allan fyrr helming fjallsins og yfir þriðju gráðu íshaft og upp að „gatnamótum“ leiðanna Beina Brautin og Vinamissis. Þar hafði myndast fallegur ísfoss, um 100 metra langur, sem lá beinustu leið upp á topp.

Á Íslandi er orðið hnjúkaþeyr upprunnið úr Skaftafellsýslum þar sem hnjúkaþeyr var skilgreindur á þennan hátt: „Nær vindur er á útnorðan um vetur og stendur af Öræfajökli þeyjar snjór á Hnappavöllum, þó alls staðar sé frost annars staðar, og kallast það hnúkaþeyr“ (Sæmundur Hólm). ;Frá Vísindarvefnum

Lesa meira

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Hvannadalshnjúkur
Tegund Alpine

Myndbönd

Eilífð WI 3

Leið 5 í Skálinni

Stutt og þægilegt haft hægra meginn við Pilar Pillar. Þaðan tekur við snjóbrekka upp að nokkrum léttum höftum til þess að toppa. Niðurgöngugil hægra meginn við leiðina þegar horft er á hana.

WI3, 160 m

FF. Bjartur Týr Ólafsson og Matteo Meucci, 16. apríl 2020

Klifursvæði Esja
Svæði Eilífsdalur
Tegund Ice Climbing

Pilar Pillar WI 5

Leið 4 í Skálinni

Brattur pillar hægra meginn við Skálina í Eilífsdal. Aðalhaftið í kringum 30 metra. Þaðan tekur við snjóbrekka og síðan styttri íshöft upp á topp sem tekin voru á hlaupandi trygginum.

WI5, 160 m

FF. Matteo Meucci og Bjartur Týr Ólafsson, 16. apríl 2020

 

Klifursvæði Esja
Svæði Eilífsdalur
Tegund Ice Climbing

Gjörgæsla WI 4+

Leið B10a

Hefst á bröttu hafti á þunnum ís. Lokahreyfingarnar í haftinu eru mjög snúnar þar sem klifrað er innan úr litlum helli undir regnhlíf á mjög þunnum ís.  Eftir það tekur við þægileg snjóbrekka með sem endar með stuttu íshafti.

WI4+/5-

FF. Matteo Meucci og Bjartur Týr Ólafsson, 25. mars 2020

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing

Famous Grouse WI 4

Leið B6a

Stök lína hægra meginn við Scottish Leader. Bráðskemmtileg leið sem hefst með bröttu hafti með nokkrum fíngerðum hreyfingum í gegnum regnhlífar í toppinn. Þaðan tekur við stutt snjóbrekka og síðan stutt íshaft í lokinn.

WI4/+

FF. Bjartur Týr Ólafsson og Matteo Meucci, 25. mars 2020.

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing

End of the Line

Alpaleið upp austurvegg Skarðatinda.

Leiðin var farinn í tveimur tilraunum í febrúar og mars 2020 af þeim Bjarti Tý Ólafssyni og Rory Harrison.

Aðkoma

Farið var upp eftir Skatafellsjökli á fjallaskíðum frá bílastæðinu við Hafrafell. Aðkoman tók á milli 2 og 3 klukkutíma. Skíðin voru skilin eftir á góðum stað og haldið áfram gangandi upp um 300-400 metra þar sem eiginlegt klifur hefst.

Leiðin

Leiðin byrjar á 170 metra háum ísfossi sem klifraður er í þremur spönnum. Fyrsta spönnin hefst á bröttu hafti en er mun auðveldari eftir því sem ofar dregur og stefnir að gili þar sem aðalfossinn er. Næsta spönn hefst í gilinu og verður jafnt og þétt brattari eftir því sem á liggur. Tryggt er við ágætis stans eftir 60 metra. Þriðja spönnin er efsti partur ísfossins og er sú brattasta, AI4+ í um 50 metra.

Þaðan tekur við stór snjóbrekka með smá íshöftum í um 200 metra sem tryggt er á hlaupandi tryggingum upp til vinstri. Við lok snjóbrekkunnar er stoppað við nokkuð bratta ísaða klettar.

Næsta spönn liggur upp um 40 metra af hrímuðum klettum. Eftir klettahaftið var hliðrað eftir lítilli en langri snjósyllu á tæpum tryggingum. Ógerlegt að gráða þessa spönn en það þarf að fara hana með mikilli gát. Í fyrri tilraun á fjallið slepptum við syllunni og fórum áfram upp hrímaða klettana, við sáum síðar meir að hvoru tveggja hefði gengið upp til að koma okkur inn á seinni snjóbrekkuna.

Aftur var farið í hlaupandi tryggingar eftir snjóbrekkunni og leitað af veikleikum á hrímuðum klettunum fyrir ofan. Veikleikinn fannst milli stórra tveggja turna eftir um 120 metra af sam-klifri.

Sjötta spönnin liggur upp hrímið á síðustu tryggingum leiðarinnar sem hægt var að líða vel með. Sú sjöunda er sú fyrsta sem fær hreinlega Mix gráðu vegna aðstæðna þrátt fyrir að bergið hafi ekki verið móttækilegt þeim klettabúnaði sem við höfðum meðferðis. Upp stutt klettahaft og ská eftir litlum rampi og út fyrir horn inn í gil. Síðasta spönnin liggur upp gilið og þaðan upp stutt en nær-yfirhangandi klettahaft með íshrími á stangli. Tryggt með snjóhæl upp á topp

Niðurferð

Stefnd í norður þar til komið er að snjógili sem tekur mann niður að Skaftafellsjökli aftur. Gengið meðfram jöklinum að skíðunum og síðan er fínasta rennsli heim. Ferðin tók 18,5 klukkutíma.

Spannir

  • Spönn 1. AI4, 60 m
  • Spönn 2. AI4, 60 m
  • Spönn 3. AI4+, 50 m
  • 200 metra snjóbrekka
  • Spönn 4. AI3+/4, 40 m
  • Spönn 5. Stór hliðrun, 50 m
  • 120 metra snjóbrekka
  • Spönn 6. AI4, 40 m
  • Spönn 7. M4, 40 m
  • Spönn 8. M5, 20 m

End of the Line, TD+, AI4+, M5. FF. Bjartur Týr Ólafsson og Rory Harrison, 9. mars 2020

 

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Skarðatindar
Tegund Alpine

Myndbönd

Wilson WI 3

Leið númer 2

Í klettahömrum Vatnshlíðar í Seljalandsdal í Álftafirði er fjöldinn allur af leiðum til klifurs.

Leiðirnar Cast Away og Wilson voru klifraðar á ísklifurfestivali Ísalp febrúar 2020 og eru að finna í hömrunum innst í dalnum.

Áætlunin var að klifra í hömrunum utar eða þar sem Stigið og Hryggspenna eru en það fór ekki betur en svo að klifurfélaginn lenti í vandræðum með að komast yfir ánna. Með blauta fætur skakklappaðist undirritaður yfir ánna og endaði sem strandaglópur, félagalaus og skrúfulaus.

Þegar komið var að Wilson var Heiða komin yfir ánna veitti líflínu í stað einmannaleikans.

FF. Bjartur Týr Ólafsson & Heiða Aðalbjargar, febrúar 2020

Wilson fylgir ísnum hægra meginn fyrir miðja mynd
Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Seljalandsdalur
Tegund Ice Climbing

Cast Away WI 3

Leið númer 1

Í klettahömrum Vatnshlíðar í Seljalandsdal í Álftafirði er fjöldinn allur af leiðum til klifurs.

Leiðirnar Cast Away og Wilson voru klifraðar á ísklifurfestivali Ísalp febrúar 2020 og eru að finna í hömrunum innst í dalnum.

Áætlunin var að klifra í hömrunum utar eða þar sem Stigið og Hryggspenna eru en það fór ekki betur en svo að klifurfélaginn lenti í vandræðum með að komast yfir ánna. Með blauta fætur skakklappaðist undirritaður yfir ánna og endaði sem strandaglópur, félagalaus og skrúfulaus.

Það var ekki margt annað í stöðunni en að einfara auðveldan ís þar sem hamrarnir voru hvað lægstir.

FF. Bjartur Týr Ólafsson, febrúar 2020

Cast Away, breiða ísþiliði fyrir miðju
Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Seljalandsdalur
Tegund Ice Climbing

Svarthamar WI 3

Fyrir ofan bæinn Svarthamar í Álftafirði má finna klettabelti skammt frá veginum.

Klettabeltið er aðeins skráð sem ein leið hér en hefur fjöldan allan af afbrigðum frá WI2-WI4. Klettarnir eru um 15 metra háir þar sem þeir standa hæstir og henta vel fyrir byrjendur í sportinu.

FF. Nemendur Lýðskólans á Flateyri, janúar 2020.

Klettarnir frá veginum
Álftafjörður og bærinn Svarthamar í bakgrunn

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Svarthamarsfjall
Tegund Ice Climbing