Hnjúkaþeyr

Blá lína á mynd
Hnjúkaþeyr var frumfarin 13. október 2020. Hugmyndin var að fara upp vesturvegginn eftir eins beinni línu (direct) og mögulegt er.
Aðkoman var farin eftir Hnappavallaleið á skíðum og tók um fimm klukkustundir. Líkt og þegar Italian Job var klifruð hliðruðu klifrararnir inn á vegginn til að halda hæð og spara tíma. Ef aðkoman er tekin frá Svínafellsjökli er vel hægt að fylgja sömu leið og Beina Brautin inn á vegginn.
Í frumferðinni sam-klifruðu strákarnir allan fyrr helming fjallsins og yfir þriðju gráðu íshaft og upp að „gatnamótum“ leiðanna Beina Brautin og Vinamissis. Þar hafði myndast fallegur ísfoss, um 100 metra langur, sem lá beinustu leið upp á topp.
Á Íslandi er orðið hnjúkaþeyr upprunnið úr Skaftafellsýslum þar sem hnjúkaþeyr var skilgreindur á þennan hátt: „Nær vindur er á útnorðan um vetur og stendur af Öræfajökli þeyjar snjór á Hnappavöllum, þó alls staðar sé frost annars staðar, og kallast það hnúkaþeyr“ (Sæmundur Hólm). ;Frá Vísindarvefnum
Leiðarlýsing:
Löng hliðrun
Hlaupandi tryggingar, 100 m, WI3
Neðri spönn, 50 m, WI5-
Efri spönn, 55 m, WI4/4+
Hnjúkaþeyr, TD, WI5-
FF. Bjartur Týr Ólafsson, Matteo Meucci, 13. október 2020
Klifursvæði | Öræfajökull |
Svæði | Hvannadalshnjúkur |
Tegund | Alpine |
Merkingar |