Original Austurveggur

Í apríl 1997 klifu Haraldur Örn Ólafsson og Guðmundur Eyjólfsson austurvegg Hvannadalshnúks fyrstir manna.

Fyrir miðjum veggnum er hryggur og ganga gil upp með honum beggja vegna. Originalinn liggur hægra megin við hrygginn. Fyrr höfðu Sigursteinn Baldursson og Guðmundur Eyjólfsson reynt við gilið vinstra megin og þurft að snúa við 40m frá toppnum.

Veggurinn liggur mjög hátt og er kominn í aðstæður snemma vetrar.

Leiðin þykir þó nokkuð alvarleg og tæknilega erfið. Ganga þarf í gegnum sprungið jöklalandslag til undir vegginn og þar tekur við krefjandi klifur, allt upp að 5. gráðu ís.

Gráða: D, WI5

Hnukuraustur2
H
araldur Í lykilkafla leiðarinnar. Ljósm. Guðmundur Eyjólfsson

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Hvannadalshnúkur
Tegund Alpine
Merkingar

5 related routes

Vesturhlíð

Gul lína á mynd

Fyrsta leiðin á vesturvegg Hvannadalshnúks

FF: Helgi Benediktsson, solo , 28.03 1986,

Vinamissir

Græn leið á mynd

Leiðin byrjar á að fylgja „Beinu brautinni“ (Rauð) en fer svo eitt gil til hægri nær toppnum. Aðkoman er í kringum sjö tímar frá Svínafellsjökli.

Leiðin er nefnd eftir vinum frumfarenda sem hafa farið á einn eða annan hátt

FF Bjartur Týr Ólafsson, Þorsteinn Cameron og Matteo Meucci
15-10-2016
WI3 180m D

Matteo on the approach slopes
Matteo on the approach slopes

Original Austurveggur

Í apríl 1997 klifu Haraldur Örn Ólafsson og Guðmundur Eyjólfsson austurvegg Hvannadalshnúks fyrstir manna.

Fyrir miðjum veggnum er hryggur og ganga gil upp með honum beggja vegna. Originalinn liggur hægra megin við hrygginn. Fyrr höfðu Sigursteinn Baldursson og Guðmundur Eyjólfsson reynt við gilið vinstra megin og þurft að snúa við 40m frá toppnum.

Veggurinn liggur mjög hátt og er kominn í aðstæður snemma vetrar.

Leiðin þykir þó nokkuð alvarleg og tæknilega erfið. Ganga þarf í gegnum sprungið jöklalandslag til undir vegginn og þar tekur við krefjandi klifur, allt upp að 5. gráðu ís.

Gráða: D, WI5

Hnukuraustur2
H
araldur Í lykilkafla leiðarinnar. Ljósm. Guðmundur Eyjólfsson

The Italian Job

Þriðja leiðin í Vesturvegg Hvannadalshnúks. Liggur Vestan megin í veggnum og fer upp áberandi foss þar. Leiðin er merkt nr. 3 á mynd.

Veggurinn liggur mjög hátt og er kominn í aðstæður snemma vetrar.

Hægt er að sækja að veggnum annaðhvort frá Svínafellsjökli eða úr Suðri, þá um Sandfell eða Svínahrygg. Aðkoman er löng og gera má ráð fyrir að lágmarki 12 tíma degi, líklega lengri.

Leiðin er ekki mjög erfið tæknilega en er engu að síður mjög alvarleg. Fara þarf um sprungið jöklalandslag til að komast að veggnum og leiðin sjálf getur verið illtryggjanleg. Bergið í veggnum er mjög laust og tæplega hæft til trygginga.

Gráða: D, WI4

FF: Matteo Meucci og Bergur Einarsson, haust 2014

Beina brautin

Önnur ferðin sem vitað er af um Vesturvegg Hvannadalshnúks. Liggur beint upp miðjan vegginn bratt snjóklifur og endar í rúmlega 60m háum fossi. Leið nr. 1 á mynd.

Veggurinn liggur mjög hátt og er kominn í aðstæður snemma vetrar.

Hægt er að sækja að veggnum annaðhvort frá Svínafellsjökli eða úr Suðri, þá um Sandfell eða Svínahrygg. Aðkoman er löng og gera má ráð fyrir að lágmarki 12 tíma degi, líklega lengri.

Leiðin er ekki mjög erfið tæknilega en er engu að síður mjög alvarleg. Fara þarf um sprungið jöklalandslag til að komast að veggnum og leiðin sjálf getur verið illtryggjanleg. Bergið í veggnum er mjög laust og tæplega hæft til trygginga. Yfir leiðinni hanga stórir serakkar og má því mæla með því að lágmarka tímann á vegnum eins og hægt er.

Gráða: D, WI4

FF: Leifur Örn Svavarsson og Björgvin Hilmarsson, 22. sept 2010

hnukurleiðir

Skildu eftir svar