Hvalfjörður

Í Hvalfirði hefur mikið verið klifrað og teljast mörg svæði til hans eða nágrenisins. Áberandi meira hefur verið klifrað í Glymsgili, Brynjudal og Múlafjalli og fá þeir því sér síður tileinkaðar sér. Einnig er Kjósin mjög nálægt og má þess geta að Hvalfjörður og Kjós voru gefin út í sama leiðarvísi árið 1990. Í Hvalfirði má einnig finna sportklifursvæðið Valshamar og Hnefa. Nánari upplýsingar um Valshamar má finna á klifur.is/crag/valshamar

Undirsvæði Hvalfjarðar eru:

Brekkukambur
Stök leið eins og er, hugsanlega leynast þarna fleiri gersemar.

Litlasandsdalur og Gljúfurdalur
Litlasandsdalur er rétt vestan við Þyril, dalurinn fyrir aftan Þyril og fyrir ofan tankana. Beygt er af vegi yfir á malarveg við GPS hnit 64°23’39.8″N 21°26’04.8″W. Sjá kort fyrir neðan. Flestar leiðirnar eru austan megin í dalnum en ein stök leið er vestan megin í dalnum, Flöskuháls. Í dalinn renna tvær ár Gljúfurá og Bláskeggsá. Til að komast í Gljúfurdal þarf að ganga eins og verið sé að stefna á Flöskuháls en fylgja síðan Gljúfuránni upp gljúfrið rétt hægra megin við Flöskuháls. Gangan upp í Gljúfurdal tekur um klukkutíma.

Sögusagnir herma að á tímabili hafi þessi dalur verið einskonar leynisvæði klifrara úr Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Engar upplýsingar hafa hinsvegar fengist um þessa laumupúka og því höfðu nær engar leiðir verið skráðar hjá Ísalp. Hefur á síðustu árum verið gerð bragarbót á því.

0. Flöskuháls – WI 3
1. Bara forleikur – WI 4
2. Skriðdrekarnir í tönkunum – WI3
3. Fyrstur upp að veggnum – WI 3
4. –
5. Enginn er verri þó hann vökni – WI 4
6. Kælivökvi – WI 3-4
7. Liquid nitrogen WI3+

Þyrill
Áberandi hamrar ofan við Þyrilsnes, sem er mjög áberandi kennileiti í Hvalfirði. Hér er nokkuð af ís og snjóleiðum en líka fjölspanna dótaklifurleiðir sem hafa ekki verið farnar á síðustu árum eða áratugum, hugsanlega vegna þéttninar í berginu.

Glymsgil
Fær sér síðu vegna vinsælda, sjá Glymsgil

Múlafjall
Fær sér síðu vegna vinsælda, sjá Múlafjall

Brynjudalur
Fær sér síðu vegna vinsælda, sjá Brynjudalur

Kjósaskarð
Fær sér síðu vegna vinsælda, sjá Kjós

Reynivallaháls
Stakar leiðir hér og þar yfir ágætlega stórt svæði

Hvalfjarðareyri
Skemmtilegt æfinga- og byrjendasvæði í fallegu umhverfi. Aðkoman er þægileg og einföld.

Beygt er til norðurs af Hvalfjarðarvegi (47) þar sem skilti vísar á „Hvaleyri“ (64°19’53.8″N 21°44’34.6″W). Hægt er að keyra niður að stóru bílastæði á Hvalfjarðareyrinni og ganga í 10-15 mínútur í flæðarmálinu að klifursvæðunum.  Gönguleiðin getur þó lokast á háflóði. Hægt er að keyra meðfram girðingu alveg að brún á svæði B og nota bifreiðina sem akkeri fyrir sig. Einnig er hægt að síga niður í svæði A þar sem töluverður ís safnast ofan við það (sjá mynd). Athugið að gangur á milli svæðis A og B er varla mögulegur á flóði; skipuleggið ykkur með þetta í huga.

Þar sem svæði B er samfelldur ísveggur af erfiðleikagráðu 3-4 þá skráum við það bara sem eina leið.  Svæði A er hins vegar fjölbreyttara, með aðskildum leiðum frá WI2 upp í 4+/5. Þar gætu menn skráð einstakar leiðir.

A. Sigurjón
B. Digri – WI 3-4

 

 

 

Leiðarlýsing

Frá Reykjavík er þjóðvegi 1 fylgt í norður. Í stað þess að fara göngin er beygt inn fjörðinn. Um klukkustundar akstur er inn í botn fjarðarins frá Reykjavík.

Kort

Skildu eftir svar