Enginn er verri þó hann vökni WI 4

Leið númer 5 á mynd.
Ysta leiðin austan megin í Litlasandsdal, aftan við Þyril.
Leiðin er tvær fullar spannir. Fyrri spönnin er WI 4 (gæti hæglega orðið stífari í öðrum aðstæðum) og fer upp frekar langan kafla af samfelldu klifri. Þegar komið er upp langa samfellda haftið þarf að ganga talsvert inn á við til að komast að byrjuninni á næstu spönn. Næsta haft byrjar bratt, hægt að halda sig í miðjunni fyrir ca WI 4 eða fara aðeins til hægri fyrir WI 3+ ca 10m haft. Eftir þetta 10m haft heldur spönnin áfram með stutt en brött höft og endar á því að toppa út upp á Þyril.
FF: Freyr Ingi Björnsson og Styrmir Steingrímsson, 2012, WI 4 – 55m og WI 3+ – 60m
Klifursvæði | Hvalfjörður |
Svæði | Litlasandsdalur |
Tegund | Ice Climbing |
Merkingar |