Brynjudalur

Almennt:

Þessi drög að leiðarvísi dekka eingöngu norðurhluta Brynjudals, þ.e. svæðið ofan við Skógræktina og Ingunnarstaði. Það eru nokkur önnur svæði sunnanmegin í dalnum. Ber þar helst að nefna Flugugilið, sem er stórt gil á hægri hönd þegar komið er inn á veginn inn dalinn. Óríon (WI5, 100m) er þar þekktasta leiðin en einnig er þar að finna fjölda fleiri leiða frá WI3-WI5+ inni í gilinu og í hlíðunum sitt hvoru megin við gilkjaftinn. Óríon er innst og efst í gilinu (til vinstri/austurs) og þarf nokkurt hugmyndaflug til að komast að leiðinni. Ýringur (WI5, 200-500m) er önnur klassík leið, nokkur hundruð metra austan við Flugugilið í suðurhlíð dalsins. Leiðin býður upp á alpafíling í þröngri skoru/rennu með nokkrum mislöngum höftum frá WI2-WI5 og endar öllu jöfnu í „Haftinu“, sem er 20-25m stíf spönn efst í skorunni áður en hún flest út fyrir ofan. Um 200m ofan við er svo um 50m WI3/4 lokahaft, sem endar nánast uppi á fjallinu og gefur þessi framlenging prýðis alpafíling á upp- og niðurleiðinni. Yfirleitt er farið labbandi niður úr Ýringi til vesturs (utar í dalnum) og er hægt að þræða sig ágætlega í gegnum skriðuna á 100-200m bili næst Ýringi. Algengt er að fara sömu leið niður úr Óríon, því sig niður hann getur verið til vandræða og erfitt að þræða niður gilið aftur. Til að gera þetta er stefnan tekin beint til austurs (út hlíðina) ofan við Óríon þar til komið er að Ýringi. Þar er svo þrætt niður skriðuna vestan við hann eins og ofan er lýst. Einnig er oft prýðis klifur í Þrándarstaðagilinu, ofan við bæinn Þrándarstaði. Nokkrar leiðir eru á stangli sunnanmegin á móts við Skógræktina (Óli, Pétur og Stubbur og fleira). Síðan er um klukkutíma (?) ganga inn í dalbotninn að Hestgili, þar sem er nokkur fjöldi fáfarinna erfiðra leiða og einhverra mixklifur projecta í stórum klettavegg.

Eins og gengur á landinu fagra er engu að treysta með veðrið og ísmyndun. Því er litlu hægt að lofa um hvort aðstæður séu vænlegar í Brynjudal á ákveðnum árstímum. Þó er gott til þess að vita að það er nokkuð stöðugt temmilegt vatnsrennsli fram af klettabeltinu þannig að ef frost hefur verið á SV-horninu í einhverjar vikur þá er ekki ólíklegt að útlitið sé bjart. Þar sem svæði A, B og C snúa öll í suður, þá er það töluvert viðkvæmt fyrir sólinni þegar daginn tekur að lengja. Líklegasti tíminn til að fá góðan ís þar er því í desember og janúar.

Höfundar: Sigurður Tómas Þórisson og Róbert Halldórsson

Hestgil er ís og mixklifursvæði í botni Brynjudals og er alls ekki augljóst. Það bíður upp a margar
leiðir sem flestar eru ófarnar enn sem komið er. Erfiðleikar eru frá WI3 upp í mjög erfiðar mixaðar leiðir. Jafnvel má segja að Hestgil sé fyrsta ,,íssportklifursvæðið“ sem hér er að finna. Svæðið er mjög fallegt og fjölbreytilegt með mjög góðu bergi (eins og i Valshamri) og býður upp á erfiðar, ófarnar klettaklifurleiðir (5.11a-5.12b/c.)

Leiðarlýsing

Keyrið þjóðveg 1 í átt að Hvalfjarðargöngunum en beygið svo til hægri inn Hvalfjararveginn (þjóðveg X) langleiðina inn í botn. Brynjudalur er næsti dalur á undan Botnsdal (þar sem Glymur er) og er ágætis vegur inn dalinn rétt áður en komið er að brúnni yfir Brynjudalsá. Aðkoma að Flugugili er um 1km inn dalinn og um 2km að Ýringi. Í báðum tilfellum er yfirleitt lítið mál að keyra aðeins Til að komast að Skógræktinni er keyrt framhjá Þrándarstöðum og þvert norður yfir dalinn að Ingunnarstöðum, þar sem vegurinn greinist til hægri/austurs meðfram girðingunni inn að Skógrækt. Farið gætilega hérna, því það er sjaldnast mokað lengra en að Ingunnarstöðum og vegurinn hlykkjast í gegnum móa og mýrar og getur stundum verið ógreinilegur. Ef farið er á fólksbíl er vissara að leggja við Ingunnarstaði og labba síðasta spottann að klifursvæðunum. Um ísklifrið Síðar.

Kort

Comments

 1. Laugari 12. des
  Frekar fátæklegt, virðist sem lægðin hafi refsað dalnum. Suðurvísandi hlutinn var þunnur og línur tengdu ýmist ekki niður eða ekki upp á brún. Þrándarstaða þunnir og mikið vatn. Ekkert að frétta í neðri hluta Ýrings en megin fossinn og fossarnir fyrir ofan líklega færir. Flugugil leit ekkert of vel út úr bílnum.

 2. Þriðjudagur 22. des ´15.
  Fór með Jonna ofan við skógræktina í blíðskaparveðri.
  Klifruðum Pilsner pillarinn, sem var spikfeitur, aðeins blautur og vel ljósakrónaður (chandeliered). Var snúinn, aðeins tortryggður en klifurlega í WI5- erfiðleika.

  Kláruðum svo að bolta nýja leið í Þyrnigerðis sektornum.
  Ber hún nafnið „Tollheimtumaður tízkunnar“ og gráðast eitthvað á bilinu M6-7.

  Nálaraugað virtist í aðstæðum (þunn neðst samt) og fjöldi leiða ofan við skógræktina og vinstra megin líka (ofan Ingunnarstaða).

  Ýringur í fínum aðstæðum og góður slurkur af ís í Flugugili.

  Myndir í kvöld kannski

 3. Fór í epíska ferð í Óríon ásamt Skabba, Óðni og Arnari Jóns í gær, Gamlársdag.
  Óheyrilega mikið af snjó í Flugugilinu og Óríon hvelfingunni.
  Þurftum að vaða skaflana upp að hnjám framan af og svo hálf synda síðustu metrana upp að aðkomuhöftunum. Völdum því að klifra WI3 aðkomuhöftin frekar en að busla hærra upp gilið til að fara í (léttari og fljótlegri) mosaklifur aðkomuna.

  Óríon sjálfur var afar áhugaverður.
  Mikið af snjó, frauði og gumsi í honum en ágætis ís þess á milli.
  Seinni spönnin var léttari klifurlega en oft áður en hengjan síðustu metrana var meiriháttar epík í brjáluðu veðri.
  Enduðum uppi á brún í sturluðu veðri og áttum fullt í fangi með að rata niður hjá Ýringi í bylnum.

  Mæli ekki sérlega með Óríon nema menn séu sérstaklega að leita sér að sérlega ævintýralegum klifurdegi! 🙂

  Aðrar leiðir í Flugugili í flenni aðstæðum, ma. Kertasníkir og fleiri.

 4. Var þarna á laugardaginn (fyrir sunnudagshlákuna), Pilsner og Snati náðu ekki saman en Nálaraugað leit út fyrir að vera klifranlegt. einnig voru leiðirnar vestan við Árnaleið, B1 í Príðis aðstæðum.
  Tók eftir tveim feitum og bröttum fossum þar sem ég hef ekki séð áður, hefur einhver einhverjar upplýsingar um það svæði?
  http://www.isalp.is/wp-content/uploads/2016/03/n%C3%BDtt%C3%ADbrynjudal.jpg
  Myndin er tekin ofan af Árnaleið

  Update: Eftir smá eftirgrenslan, þá hef ég komist að því að Ottó, Matteo og Árni fóru líklega þessa fossa. Sá hægri er WI 4 og sá vinstri er WI 5. Þeir gerðu ráð fyrir að þetta hafi verið klifrað áður (sem er sennilega rétt) svo að þeir gáfu þessu ekki nafn (og sennilega hefur þetta ekki nafn).

  To be continued…

Skildu eftir svar