16 related routes

Glæfraskapur WI 4

Leið við inngang Brynjadals, um 250m hægra megin við Tíbrá

Fyrsta spönn er WI 4 í léttari kantinum en restin eftir það er WI 3

FF: Ásgeir Már og Mike Reid janúar 2018.

Kvöldroði WI 4+

Hægri lína á mynd

Ein af tveim leiðum rétt vinstra megin (austan) við innganginn í Flugugil.

WI 4+, 20m

FF: Óþekkt

Morgundögg WI 4

Vinstri lína á mynd

Ein af tveim leiðum rétt vinstra megin (austan) við innganginn í Flugugil.

WI 4, 40m

FF: Óþekkt

Tíbrá WI 4

Hægri leiðin á mynd

Leiðirnar eru rétt vestan (hægra megin) við Flugugilið

Skemmtilegar leiðir með engri aðkomu

WI 3+/4 60m

FF: Freyr Ingi Björnsson og  Baldur Þór Davíðsson. 2012

Skemmtilegar myndir úr frumferð má finna hér

Sólstafir WI 4

Vinstri leiðin á mynd

Leiðirnar eru rétt vestan (hægra megin) við Flugugilið

Skemmtilegar leiðir með engri aðkomu

WI 3+/4 60m

FF: Freyr Ingi Björnsson, Sveinn Friðrik Eydal og Baldur Þór Davíðsson. 2012

Skemmtilegar myndir úr frumferð má finna hér

Blómabörn

IV. gráða, 70m

Leið sem skiptist í 4 stalla, er á milli leiða 24 og 25.

FF. Jón Haukur, Valdimar Harðarson og Guðni Bridde, janúar 1992

Myoplex vöðvaflex WI 5+

Í því sem venjulega er klettaveggur hægra megin við Orion. Leiðin liggur upp þar sem kemur smá skarð í brúnina.

Leiðin er til komin vegna úða frá Orion og er að öllu jafna ekki til. Byrjar í smá yfirhangi, einn fjarki og smá læsingar komu okkur yfir það, en restin er að mestu auðveld í góðum ís. Erfiðleikarnir byggjast á nokkrum crux hreyfingum í byrjun sem auðvelt er að tryggja.

FF: Ívar Finnbogason og Arnar Þór Emilsson, 24.02 ’01. 50m WI 5+

Litli Risinn WI 3+

Leið númer 29

60m- 1-2klst

FF: Björn Gíslason, Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 16. april 1983.

Augljós leið, klifin í frábærum aðstæðum á sínum tíma, þá III gráða. Veturinn 1987 var hún aftur á móti algerlega lóðrétt og þá ókleif, enda íslaus með öllu, aðeins laus snjór.

Snjórásin WI 3

Leið númer 27

2 spannir – 2 klst.

FF: Jón Geirsson, Kristinn Rúnarsson, Snævarr Guðmundsson og Þorsteinn Guðjónsson, 11. janúar 1986.

Æði bratt snjóklifur upp grófina vinstra megin við Órion.

Riddarinn WI 3+

Leið númer 26

FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, desember 1981.

Stuttir ísfossar, sá efri er erfiðari og endar í kvosinni þar sem Órion er. (Approachið að Óríon)

Lensan WI 3

Leið númer 25

FF: Björn Gíslason, Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 16. apríl 1983.

Tvö stutt íshöft, hið efra brattara, eru einu erfiðleikarnir upp úr rásinni.

Rás 2 WI 2

Leið númer 24

2 spannir og léttara á milli – 1 klst.

FF: Jón Geirsson, Kristinn Rúnarsson, Snævarr Guðmundsson og Þorsteinn Guðjónsson, 11. janúar 1986.

Eftir íshaft í miðri rásinni, liggur leiðin til vinstri og þaðan upp klettabelti.

Rás 1 WI 3

Leið númer 23

FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 30m, janúar 1987.

Stuttur isfoss.

Skrekkur WI 4

Leið númer 22

FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 15-20m janúar 1987.

Stuttur en erfiður ísfoss.

Kertasníkir WI 5+

Kertasníkir er glæsileg leið innst í Flugugili í Brynjudal, um 40m löng.
Leiðin er í vesturhluta gilsins (hægra megin), beint á móti hinum fræga Óríon.

Aðkoma að leiðinni er eins og að Óríón, þ.e. upp botn Flugugils.
Brölt hægra megin í brattri mosabrekku framhjá slæðufossinum miðja leið inn gilið (farið varlega hér!) og upp nokkur stutt og létt íshöft eftir það.
Eftir síðustu íshöftin blasir leiðin við upp til hægri og þarf að fara upp nokkuð bratta (og harða) skriðu upp að leiðinni. Hér er einnig vissara að fara með gát.

Helstu niðurleiðir í boði eru:

  • niður gilið aftur. Farið suður (upp) eftir gilbarminum að botni gilsins og þar niður
    • það getur þurft að niðurklifra nokkur stutt íshöft efst (og svo sömu höft og í aðkomunni)
  • hjá Ýringi. Farið eftir gilbarminum til suðurs (upp) framhjá gilbotninum og haldið áfram til austurs fyrir ofan Óríon og skerið skáhallt norður og niður (austur) niður hlíðina niður að Ýringi. Þar er hægt að klöngrast sæmilega fráum fótum báðu megin við gilið með smá zikk-zakk leikfimi.

NB Leiðin er skráð WI5+ en er mjög breytileg eftir aðstæðum. Getur rokkað frá WI4+ og upp í WI6 eftir ís- og snjómagni.

FF: Jökull Bergmann og Ásmundur Ívarsson (Athuga!! nöfn og ár!!)
Heitir hún ekki örugglega Kertasníkir annars?

Óríon WI 5

Leið númer 28.

Klassísk leið, innst í Flugugili. Mikilfengleg hvelfing sem býður upp á tvær spannir sem gefa ekkert eftir. Getur reynst mjög erfið síðla vetrar þar sem stór hengja vill myndast í toppinn. Góður stans í litlum helli í miðri leið. Prófraun, fyrsta íslenska WI 5.

Leiðin er tæpir 100m að lengd og endar uppi á flötum stalli ofan við hvelfinguna.

Aðkoma sama og fyrir Kertasníki (upp gilbotninn) nema smá hliðarspor til vinstri í lokin – a) upp eitt 10m og annað 20m WI3-4 íshaft (stallur á milli) eða b) fara lengra til hægri inn í bratt mosaklifur í næstu rennu við hliðina á þessum íshöftum. Á báðum tilfellum endar þetta 50-100m aðkomuklifur í Óríon hvelfingunni… (mosaleiðin á hrygg hægra megin)

Algengast er að fara niður hjá Ýringi en einnig er hægt að fara niður gilið aftur en þá þarf að bakka niður aðkomuhöftin

Mynd fengin úr grein Páls Sveinssonar í 1988 ársriti ÍSALP um fyrstu ferð á Óríon. Gæða lestur fyrir áhugasama á bls. 14

„[…] fjarlægðin gerir fjöllin blá og ísleiðirnar aflíðandi.“ – Skabbi eftir að hann fór leiðina í fyrsta skipti. Leiðin reyndist ekki aflíðandi.

Sjá má lýsingar Skabba á ferð hans og Robba í greininni „Kósíheit par exelance“ sem birtist í ársriti 2009.

FF: Guðmundur Helgi Christensen og Páll Sveinsson, jan 1988.

Skildu eftir svar