Glymsgil

Inngangur
Botnsdalur hefur verið um árabil eitt af vinsælli ú´tivistarsvæðum umhverfis Reykjavík. Þannig hefur glymur og gilið niður af honum verið þekkt lengi þó það hafi ekki náð augum ísklifraara fyrr en veeturinn 1994. Þá var Glymur klifinn fyrsta sinn, en fyrir þann vetur höfðu verið kannaðar nokkrar leiðir með auðveldari aðkomu. Sögur fara af fyrri ferðum klifrara til að kanna Glym í vetrarham en þær kannanir féllu fljótt í gleymsku. Vinsælar gönguleiðir liggja upp með báðum brúnum gilsins. Á árunum í kringum seinna stríð voru uppi áform um að virkja Botnsá og nýt þar með þessa geysilegu fallhæð vatnsins niður í Botnsdal. Sem betur fer vour virkjanakostir annars staðar taldir heppilegri á þeim tíma. Í glymsgili geta allir fundið klifur við hæfi. Þar eru leiðir allt frá 10 m upp í 200 m. Fremst í gilinu eru stystu leiðirnar og aðkoman best, eftir því sem ofar dregur verða leiðirnar bæði brattari og lengri. Aðkoman er að sama skapi erfiðari og ekki nema í miklum snjóa- og frostavetrum að gilið nái að leggja alveg inn að Glym.

Fyrir botni Hvalfjarðar er geysistórt móbergsfjall, Hvalfell (850 m.y.s.). Það er myndað við gos undir jökli á síðustu kuldaskeiðum ísaldar eða kvartertíma á m´li jarðfræðinnar. Þegar þetta eldgos átti sér stað hefur Hvalfjörðurinn verið nánast fullmótaður eins og við þekkjum hann í dag og Botnsdalurinn verið mun lengri og dýmri. Hvalfellið stíflar í raun gamla Botnsdalinn og bak við fjallið myndaðist djúpt uppistöðulón, Hvalvatn. Hvalvatn er næstdýpsta stöðuvatn á Íslandi, 160m djúpt, aðeins öskjuvatn er dýpra. Úr Hvalvatni rennur Botnsá niður í Botnsdal og útí Botnsvog. Nokkuð jafnt rennsi er í ánni sumar sem vetur, enda er vatnið senniðlega að mestu leyti upprunnið í lundum sem renna í Hvalvatn. Botnsá liggur á mörkum Gullbringu- og Kjósarsýslu og Borgarfjarðarsýslu. Í Botnsá er fossinn Glymur, hæsta vatnsfall á Íslandi, 198 m hár. Gljúfrið sjálft hefur ekki sérstakt örnefni utan að vera kennt við fossin sem myndaði það. Um Glymsgil liggur misgengi með stefnu norðaustur – suðvestur, það er ríkjandi sprungustefna á svæðinu og ætti glöggir ferðamenn að taka efitr að mörg gil og skorningar í nágrenninu hafa sömu stefnu og Glymsgil. Algengt er að vatnsföll leiti í gömul misgengi eða brotlínur í jarðvegastaflanum. Þar hefur staflinn þegar verið brotinn upp, sem auðveldar rof og niðurbort af völdum vatnsfallsins. Glymsgil er sérlega myndarlegt dæmi um slíkt gljúfur. Þegar gengið er upp með gilinu að norðvestanverðu er farið um Einistungur næst Glym en fjær Breiðutungu. Sunnan við Breiðutungu er Stóragil, stutt, nokkuð breitt en grunnt gil emð skýra austur-vestur stefnu. Í Stóragili eru stutt og auðveld ísþil tilvalin til æfinga. Vestan við Glymsbrekkur er Svartagjá, stutt og þröngt gil, sem býður upp á einhverja möguleika á klifurleiðum við réttar aðstæður.

Lýsingar á Hvalfirði er að finna í nokkrum ritum, þar á meðal árbókum Ferðafélagsins frá 1950 og 1985. Þessi leiðarvísir er í raun hugsaður sem viðbót við leiðarvísi Ísalp nr. 23: Hvalfjörður og Kjós eftir Snævarr Guðmundsson. Þar lýsir Snævarr ágætlega helstu kennileitum á svæðinu og sögunum á bak við þau. Helstu kort af svæðinu útgefin af Landmælingum Íslands eru: Aðalkort, blað nr. 3 í mkv. 1:250.000, Atlasblað nr. 26; Botnsheiði í mælikvarða 1:100.000, og AMS kort nr 1613 I, Þingvellir í mkv. 1:50.000.

Texti úr ársriti Ísalp 1996

 

Leiðarlýsing

Glymsgil er innst í Botnsdal undir hlíðum Hvalfells. Aðkoman er um afleggjara við Botnsskála, innst í Botnsvogi. EFtir afleggjaranum er ekið áleiðis inn að bænum Stóra-Botni. Um 300 metra frá bænum er stoppað við læst hlið, þaðan er gengið um það bil 2 km eftir gömlum vegslóða inn í botn dalsins. Þar liggur Glymsgil upp með hlíðum Hvalfells í norðaustur. Þegar komið er að gilinu er gönguleið niður í botn þess, göngustígur er upp Glymsbrekkurnar að norðvestanverðu en til að komast austur yfir Botnsá er farið yfir mjóa göngubrú við mynni gilsins. Göngubrúin er stór og mikill rafmagnsstaur, nokkuð háll í belytu og ber að fara með gát þar yfir.

Leiðir 1-4. Litlu fossarnir
Leiðir neðst í gilinu. Hægt er að komast að þessum leiðum þurrum fótum. Fossarnir blasa við rétt inn við fystu vinstri beygjuna á gljúfrinu áður en það fer að þrengjast.

Leiðir 5-8. Hvalirnir
Aðkoma er upp með Gljúfrinu og getur verið erfið ef áin er ekki ísi lögð. Leiðirnar eru þar sem gljúfrið er breiðast í botninn á ca. 150 metra kafla. Hvalur 1 er þar sem gljúfrið byrjar að breikka í botninn og Hvalur 3 þar sem það þrengist aftur.

Leiðir 8-10. Fossarnir á brúninni
Fossar ofan við gljúfrið og í raun beint framhald af Hvölunum. Aðkoma er upp stíg með glúfrinu að norðvestanverðu. Hliðrað er út á syllu þar sem glúfrið hækkar. Eini fossin sem sést af brúninni er þorsti.

Leiðir í Glym
Leiðir sem tilheyra vatnsrennsli úr Glym. Allar leiðirnar eru vinstra megin við fossinn. Meginvatnsfallið fellur í botni gljúfursins. Hluti vatnsins rennur út eftir klöppum á norðvesturbrúninni, þaðan niður á stóra syllu þar sem leiðir 11 og 12 enda. Leiðir 13 og 14 ná alla leið upp á klappirnar við hlið vatnsfallsins. Aðkoma að leiðunum er upp með gljúfrinu eða það er gengið eftir börmum gljúfursins upp fyrir sylluna, þar er hægt að brölta niður á sylluna og síga niður leið nr. 11. Aðkoman að syllunni er varasöm og ber að fara þar með gát

Texti úr ársriti Ísalp 1996

Kort

Myndbönd

Comments

  1. Ég, Matteo og Ívar kíktum í Glymsgil í dag. Flest allt í gilinu er frekar þunnt, Hvalur 2 og 3 eru ekki alveg nógu frosnir og leiðirnar hinu megin í gilinu náðu ekki alveg niður. Við fórum Hval 1, hann var líka aðeins þunnur, þá aðallega fyrri spönnin, en vel klifranlegur. Seinni spönnin var svo vel stíf og vel í fangið en ísinn var mjög góður til að húkka í.
    Komum upp að Þorsta, hann var vel spikaður en leit ekki alveg út fyrir að vera í WI 4 aðstæðum, meira 4+/5. Klifruðum hann ekki, veðrið var orðið frekar leiðinlegt.

Skildu eftir svar