Múlasni WI 4
50m. Nokkuð breiður og áberandi ísfoss til suðurs við Sægreifann sem býður upp á ólíka erfiðleika eftir uppleið. Fyrstu 35 metrarnir eru WI3/WI3+. Að lokum er komið að 15m háu WI4 hafti sem endar uppi á brún. Hægt að fara lokahaftið nær WI3 ef það er klifrað lengst til vinstri/suðurs. Ef leiðin er klifruð í tveim spönnum með stans fyrir lokahaftið er hægt að setja upp akkeri við nokkra steina u.þb 30-40m til suðvesturs ofan við brún.
Hefur e.t.v verið farið áður en óskráð. Ef ekki: FF. Jóhann Garðar Þorbjörnsson og Eugene Glibin, 9 Janúar 2025.
| Klifursvæði | Tröllaskagi |
| Svæði | Flæðarmálið |
| Tegund | Ice Climbing |