Urðarrani WI 3+

Urðarrani, WI 3+, 130m

Spönn 1: 50m, WI 3+

Spönn 2: 35m, WI 2+

Spönn 3: 45m, WI 3

Gengum að skálinni við Urðir, aðkoma tók u.þ.b. 40 mín og leynir á sér. Völdum línuna sem var í samfelldustu ísaðstæðunum, nokkrar línur sitthvorum megin við en þar voru mosabreiður á milli íshafta. Fyrsta spönn (50m, WI 3+) hefst á léttu ísbrölti upp að krúxi leiðarinnar, 15m WI 3+ hafti og heldur þar áfram upp WI 2 að stansi. Spönn 2 (35m WI 2+) hefst á léttu krúsi og stífnar aðeins rétt fyrir stans. Spönn 3 (45m, WI 3) eru tvö höft, bæði um WI 2-3. Ef lítið er um ís fyrir akkeri á topp leiðarinnar (líkt og var hjá okkur) finnast ágætis grjót aðeins ofar í hlíðinni.

Við tókum spönn 3 í tveimur spönnum (og leiðin þannig 4 spannir hjá okkur) en sjálfsagt eðlilegast að klifra hana í einni spönn.

Þægilegt að ganga niður úr leiðinni með því að halda til austurs og niður áberandi hrygg (áður en komið er að gilinu).

FF: Ásgeir Már Arnarsson og Jóhann Garðar Þorbjörnsson, 24 jan 2022

Klifursvæði Tröllaskagi
Svæði Svarfaðardalur - Urðir
Tegund Ice Climbing
Merkingar

1 related routes

Urðarrani WI 3+

Urðarrani, WI 3+, 130m

Spönn 1: 50m, WI 3+

Spönn 2: 35m, WI 2+

Spönn 3: 45m, WI 3

Gengum að skálinni við Urðir, aðkoma tók u.þ.b. 40 mín og leynir á sér. Völdum línuna sem var í samfelldustu ísaðstæðunum, nokkrar línur sitthvorum megin við en þar voru mosabreiður á milli íshafta. Fyrsta spönn (50m, WI 3+) hefst á léttu ísbrölti upp að krúxi leiðarinnar, 15m WI 3+ hafti og heldur þar áfram upp WI 2 að stansi. Spönn 2 (35m WI 2+) hefst á léttu krúsi og stífnar aðeins rétt fyrir stans. Spönn 3 (45m, WI 3) eru tvö höft, bæði um WI 2-3. Ef lítið er um ís fyrir akkeri á topp leiðarinnar (líkt og var hjá okkur) finnast ágætis grjót aðeins ofar í hlíðinni.

Við tókum spönn 3 í tveimur spönnum (og leiðin þannig 4 spannir hjá okkur) en sjálfsagt eðlilegast að klifra hana í einni spönn.

Þægilegt að ganga niður úr leiðinni með því að halda til austurs og niður áberandi hrygg (áður en komið er að gilinu).

FF: Ásgeir Már Arnarsson og Jóhann Garðar Þorbjörnsson, 24 jan 2022

Skildu eftir svar