Fjarska glaður WI 3

Fjarska glaður

Fjarska glaður, WI3, 50 metrar

Leiðin er í ísrennu sunnan megin í Brynjudal. Blasir við af bílslóðanum þegar komið er nálægt fyrstu trjánum í skógræktinni. Milli Pétur/Óli/Stubbur og Þrándastaða. Gengið er yfir ána og frekar þægileg aðkoma sé hún lokuð.

Þægilegt þriðju gráðu klifur, hægt er að síga niður eða ganga til vesturs. Mjög fínn kostur fyrir þá sem eru að leita að góðum WI3, bæði upp á klifur, aðkomu, staðsetningu og annað.

FF: Haukur Már Sveinsson og Sveinn Friðrik Sveinsson í janúar 2023.

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Sunnan í dalnum
Tegund Ice Climbing

Of mörg epli WI 2

Of mörg epli, WI2, 25 metrar

Næsta leið austan við Fjarska glaður. Létt haft upp í gil þar sem er möguleiki á nokkrum útfærslum. Auðvelt klifur, fín byrjendaleið.

Mjög auðveld niðurganga fyrir vestan „Fjarska glaður“, aðeins brattara að ganga til austurs og brölta niður, allt í lagi ef það eru góðar snjóaðstæður.

Nöfn þessara tveggja leiða eru í stíl við Pétur/Stubbur/Óli

FF: Haukur Már Sveinsson og Sveinn Friðrik Sveinsson, janúar 2023

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Sunnan í dalnum
Tegund Ice Climbing

Leyndardómur Einhyrningsins WI 4

Leiðin hefst í ísrennu NV-/ hægra megin við áberandi berggang. Þægilegt þriðju gráðu klifur upp í stans við stórt gat í bergganginum. Klifrað í gegnum gatið og eftir syllu SA-/vinstra megin við bergganginn þar til komið er í ís. Þarna væri gott að hafa bergtryggingar. Brattari ís tekur svo við þar til komið er á góðan stans. Sigið niður þarna megin er 70 metrar upp á millimeter, svo það má hafa það í huga þegar stans er valinn.

FF: Freyr Ingi Björnsson og Sveinn Friðrik Sveinsson í febrúar 2022. WI4, 70m

Tinnasvæðið er í sunnanverðum Hvolsdal, í Hrossahjalla í fjallinu Illvita. Ekið er um járnhlið nokkurn veginn gegnt pýramídanum í Fannahjalla og að ánni. Fórum ána á ís, gæti mögulega verið farartálmi. Um 20 mínútna gangur er að leiðunum. Ekki er verra að hafa göngustafi því skriðan er mjög laus.

Leiðin fylgir þessari rennu, fer svo í gegnum gatklett í næstu rennu til vinstri
Flottur staður
Gatklettur í ísklifurleið, það er stemning!
Freysi gjörðist snemma þaulkunnugur gatinu

 

Klifursvæði Skarðsströnd
Svæði Tinnasvæðið
Tegund Ice Climbing

Vindlar Faraós WI 4

Miðjulínan af þremur. Flott leið, brattari og lengri en hún lítur út fyrir að vera, eins og oft vill verða. 50 metrar. Númer 2 á mynd.

FF: Freyr Ingi Björnsson og Sveinn Friðrik Sveinsson í febrúar 2022.

Tinnasvæðið er í sunnanverðum Hvolsdal, í Hrossahjalla í fjallinu Illvita. Ekið er um járnhlið nokkurn veginn gegnt pýramídanum í Fannahjalla og að ánni. Fórum ána á ís, gæti mögulega verið farartálmi. Um 20 mínútna gangur er að leiðunum. Ekki er verra að hafa göngustafi því skriðan er mjög laus.

Freyr við Vindla faraós
Freyr leggur í vindlana
Sigið niður tóbakið

 

 

Klifursvæði Skarðsströnd
Svæði Tinnasvæðið
Tegund Ice Climbing

Rýtingur Amons Ra WI 4+

Rýtingur Amons Ra WI4/5 120m

Byrjar í gilinu NV- / vinstra megin við stóra pýramídann í Fannahjalla, í faraóaveggnum. Mest áberandi og fyrsta línan í gilinu. Löng og flott leið í stórbrotnu umhverfi.

Fyrsta spönn er frekar brött og löng. Bæði var snjóskel í leiðinni og stökkur ís sem gerði spönnina krefjandi. Síðan tekur við snjóbrekka og fínn ís til að tryggja í fyrir ofan hana.

Önnur spönn byrjaði á stuttu bröttu hafti og varð svo löng samfelld WI 3 eftir það í betri ís.

Þriðja spönn byrjaði aftur brött, síðan tenging upp að næsta bratta hafti. Þar lá leiðin upp undir þak með hliðrun út á mjótt kerti. Tæknilegustu hreyfingar leiðarinnar. Hægt væri að hliðra og klifra auðveldari útgáfu. Leiðin endar svo 10 metrum ofar, aðeins fyrir neðan brún, til að eiga inni góðan klaka fyrir tryggingu og þræðingu. Tvö löng sig niður á 70 metra línum.

FF: Freyr Ingi Björnsson og Sveinn Friðrik Sveinsson í febrúar 2022. WI4/5 120m

Rýtingur Amons Ra teygir sig alveg ofan í gilið
Rýtingur Amons Ra teygir sig alveg ofan í gilið
Freysi leiðir fyrstu spönn
Freysi leiðir fyrstu spönn
Sissi eltir
Sissi eltir
Veðrið þennan dag var frekar slæmt
Veðrið þennan dag var frekar slæmt og versnaði svo
Krúxið í síðustu spönn var að klifra undir þakinu og hliðra út á kertið
Krúxið í síðustu spönn var að klifra undir þakinu og hliðra út á kertið
Niðurleiðin bauð upp á fastar línur, blindbyl, spindrift, finna ekki bílinn, fjúkandi dót og loks að fjúka um koll og slasa sig. Allur pakkinn!
Niðurleiðin bauð upp á fastar línur, blindbyl, spindrift, finna ekki bílinn, fjúkandi dót og loks að fjúka um koll og slasa sig. Allur pakkinn!

 

Klifursvæði Skarðsströnd
Svæði Hvolsfjall
Tegund Ice Climbing

Vilborg á tindi Everest

Vilborg Arna kláraði málið með glæsibrag síðastliðinn sunnudag.

Þetta var ekki gefins hjá henni og skrifuðu menn um mikinn vind á fjallinu. Vilborg og Tenji Sherpa þurftu að hætta við tilraun sína 20. maí og bíða í 4. búðum eftir færi. Þau lögðu svo aftur í hann og komust á toppinn. Skv. fésbókarsíðu hennar gekk allt vel.

Vilborg reyndi við fjallið 2014 og 2015 en þurfti frá að hverfa í bæði skiptin vegna jarðskjálfta og snjóflóðs.

Þetta þýðir að Vilborg hefur lokið tindunum sjö, er fyrst íslenskra kvenna á Everest, auk þess að vera eina konan sem hefur einfarið 8 þúsund metra tind (Cho Oyu) og pól (Suðurpólinn) ef fréttaritara skjátlast ekki.

Við óskum Vilborgu til hamingju og bendum á greinina í síðasta ársriti fyrir þá sem vilja lesa meira um þessa öflugu fjallakonu. Einnig er hægt að skoða heimasíðu hennar, og facebook.

Mynd af Instagram Vilborgar Örnu: Vilborg Arna á Everest 2017

Leiðangur á Gunnbjörn

Bjöggi og Peter nálgast toppinn á Kaldbaki daginn áður en þeir héldu til Grænlands

Bjöggi og Einar frá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum eru nú staddir á Grænlandi að leiðsegja í þriggja tinda leiðangri fyrir Adventure Consultants.

Markmiðið var að fara á Gunnbjörn 3.994 metrar, Cone 3.669 metrar og Dome 3.682 metrar. Þrjú hæstu fjöll Grænlands sem sagt. Eftir það á svo að klifra og skíða.

Skemmst er frá því að segja að þeir eru búnir með öll þrjú aðalmarkmið ferðarinnar. Ljómandi flott hjá þeim.

Hægt er að fylgjast með hér:

http://www.adventureconsultants.com/adventure/Greenland3Peaks_Dispatches2017/

Minni svo á hina Íslendingana á Grænlandi, en það er sennilega skemmtilegasta blogg internetsins þessa dagana, 109 km dagar, bacon og viský er þemað. http://expeditions.mountainguides.is/

Leiðangur niður austurströnd Grænlands

Fyrirhuguð leið Grænlandsleiðangurs 2017

Nú reyna nokkrir fjallamenn og Ísalparar að skíða og kite-a niður austurströnd Grænlands, um 1200 kílómetra leið á 40 dögum. Þetta eru þeir Leifur Örn Svavarsson, Hallgrímur Magnússon, Einar Stefánsson, Tómas Júlíusson og Skúli Magnússon. Afrek hópsins eru m.a. hæstu tindar allra heimsálfa, þrír Everest farar, báðir pólarnir og umtalsverð reynsla hjá EFTA dómstólnum.

Þeir sem til þekkja vita að þessir menn eru allir miklir meistarar og leynast gullkorn á borð við þessi í leiðangursblogginu:

„Each of us did bring one day of food and Hallgrímur had his food bag yesterday giving us beef filé for dinner and a luxury dinner today. Now, Skúli is baling pancakes for us for desert. We will be two weeks into he expedition before we have to start eating normal, dried expedition food.“

„Our philosophy is to continue to struggle for the next two weeks or so and then we will take stock of the situation, think about how we are doing and if there is whiskey, we will certainly last the whole journey.“

Einnig ætla þeir félagar mögulega að klífa óklifna tinda sem þeir sjá á leiðinni og mögulega hæsta fjall Grænlands.

Vonandi gengur sem allra best hjá þeim, hægt er að fylgjast með leiðangursbloggi hér: http://expeditions.mountainguides.is/