Googooplex WI 4

Googooplex route and grading. Photo: Björgvin Hilmarsson

 

Googooplex (WI4, AD+, 340m) var farin á ísklifurfestivali Ísalp sem haldið var í Ísafirði og nágrennni í febrúar 2020, rétt áður en Covid-19 faraldurinn skall á.

Til að komast að leiðinni er farið inn í Hnífsdal. Það liggur malarvegur vel inn dalinn og ef hann er fær þá styttir það aðkomuna töluvert. Ef hann er ófær er best að leggja við endann á Bakkavegi, þeirri götu sem teygir sig hvað lengst inn í dalinn. Leiðin er í fyrstu skálinni á vinstri hönd, Bakkahvilft. Það eru rétt rúmir 2km að byrjun leiðar frá Bakkaveginum og líklega um 450m hækkun.

Leiðin er í heildina um 340m og var tekin í fimm löngum spönnum. Þetta eru bland af misbröttum ís og sjóbrekkum.

  1. 70m. Stutt íshaft, snjóbrekka, meginíshaft (póleraður brattur ís, sirka WI4), snjóbrekka og svo stutt íshaft í lokin.
  2. 70m. Stutt íshaft, löng snjóbrekka og aftur stutt íshaft.
  3. 60m. Snjóbrekka, stutt íshaft, snjóbrekka upp að mjög stuttu íshafti. Stans í ís sem fannst undir slatta af snjó.
  4. 70m. Löng snjóbrekka.
  5. 70m. Löng snjóbrekka upp á topp.

FF: Björgvin Hilmarsson og Bjartur Týr Ólafsson, 8. febrúar 2020.

Googooplex er nefnd eftir plötu með Purkki Pillnikk, því goðsagnakennda bandi. Í Bakkahvilft er önnur leið sem heitir Purrkur. Rétt við hliðina á Purrki liggur önnur lína samsíða og ætti sú að sjálfsögðu að fá nafnið Pillnikk þegar hún verður farin 🙂

Það væri gaman ef fólk myndi halda sig við Purrkur Pillnikk nafnaþemað þegar meira verður gert á svæðinu.

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Hnífsdalur
Tegund Ice Climbing

Myndbönd

Múrverk WI 4

Björgvin að fikra sig upp fyrri spönnina og Viðar tryggir. Mynd: Björgvin Hilmarsson

Innst inni í Seljalandsdal þeim er liggur inn af Álftafirði er ónefnt gil í stöllum þar sem gilið breikkar og myndar eins og skálar. Leiðin er í annarri skálinni af þremur.

Þarna er einstaklega formfagur berggangsveggur sem við klifruðum með og fyrri spönnin sem er um 50m, endar nánst á bakvið hann. Þar fyrir ofan er brattasta hafið, spönn sem er um 15m.

Fyrri spönninn er væntalega nokkuð mislöng eftir því hversu mikill snjór er í gilbotninum. Þó líklega alltaf hægt að ná niður í einu sigi á 70m línum.

FF: Björgvin Hilmarsson og Viðar Kristinsson, 28. janúar 2020.

Ísfirzku goðsagnirnar Búbbi og Rúnar Karls hafa farið leið í þessari skál og finnst þeim líklegast að hún hafi legið þar sem leið 2 er merkt inn á myndirnar. Núna 20 árum seinna var ákveðið að kalla hana Í blámanum. Við nánari skoðun á nýjum og gömlum myndum læðist að manni sá grunur að línan þeirra gæti hafa verið aðeins innar (lengra til hægri á myndunum). Það verður skoðað nánar og uppfært ef þarf.

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Seljalandsdalur
Tegund Ice Climbing

Í blámanum WI 4

1. Múrverk og 2. Ónefnd. Mynd: Björgvin Hilmarsson

Innst inni í Seljalandsdal þeim er liggur inn af Álftafirði er ónefnt gil í stöllum þar sem gilið breikkar og myndar eins og skálar. Leiðin er í annarri skálinni af þremur.

Klifraðar hafa verið tvær leiðir í þessari skál. Í blámanum er merkt nr. 2 á myndunum sem hér fylgja. Línurnar sýna hvar Búbbi og Rúnar halda að leiðin hafi líklega verið en það er sem sagt ekki alveg á hreinu (gæti líka hafa verið aðeins meira til hægri). Líklega er leiðin svona um 45m með öllu. Hin leiðin, Múrverk WI4, er merkt sem nr.1

FF: Sigurður Jónsson (a.k.a. Búbbi) & Rúnar Karlsson, 30. nóvember 2000.

Ath: Myndirnar sem eru með rauðu línunum eru ekki teknar þegar leiðin var farin svo þær sýna ekki aðstæður eins og þær voru þá. En myndirnar af Rúnari og Búbba að klifra eru klárlega engar falsfréttir og teknar meðan á stuðinu þeirra stóð.

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Seljalandsdalur
Tegund Ice Climbing