Spýjan

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Leið númer 8

Berg. Gráða 5.4 – 60 m

FF: Jón Geirsson, Höskuldur H. Gylfason og Snævarr Guðmundsson, 16. maí 1981.

Létt, augljós leið sem fylgir syllum og þrepum til skiptis.

Crag Hvalfjörður
Sector Þyrill
Type Alpine

Faxi

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Leið númer 7

Berg. Gráða 5.8 – 80 m – 2-3 klst.

FF: Jón og Snævarr, 1. maí 1983.

Leiðin liggur hægra megin við áberandi rif i miðjum veggnum. 3-4 spannir. Erfiðust í þriðju spönn.

Crag Hvalfjörður
Sector Þyrill
Type Alpine

Stóra sprungan

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Leið númer 6

Bláu línurnar eru möguleikarnir þrír fyrir aðra spönn leiðarinnar.

Berg. Gráða 5.8 – 80 m – 90 mín-3 klst.

FF: Jón og Snævarr, 17. júlí 1984.

Einhver skemmtilegasta leiðin i Þyrli. 3 -4 spannir. Byrjar á leið nr. 4. Hægt er að fara tvö afbrigði að sprungunni sjálfri; annað fylgir spönnum 1 og 2, í leið nr. 5 ad rótum sprungunnar en rétt leið byrjar fyrr, upp frá stuttri fyrstu spönn (sjá mynd). Þaðan er skoru og sprungu fylgt að Stóru sprungunni. Lykilkafli er í upphafi hennar en síðan léttist klifrið ofar.

Önnur spönn í stóru sprungunni (Sprungan sjálf ofarlega vinstra megin)
Crag Hvalfjörður
Sector Þyrill
Type Alpine

Frávik

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Leið númer 5 á mynd

Berg. Gráða 5.7-80m-3klst.

FF: Jón og Snævarr, 1. maí 1983.

Fylgir leið nr. 4 í fyrstu spönn, en fer þaðan upp sprungur og grófir
vinstra megin við Stóru sprunguna (leið nr 6). Laus á kafla. 3-4 spannir.

Crag Hvalfjörður
Sector Þyrill
Type Alpine

Í grófinni

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Leið númer 4

Berg. Gráða 5.6 – 80 m – 2-3 klst.

FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 1. mai 1981.

Fyrsta klifurleidin í hömrum Þyrils. 3-4 spannir. Fylgir syllum fyrstu 30 metrana en næstu 2 spannir innihalda erfiðustu hreyfingarnar. Klifrað upp úr grófinni vinstra megin (laust lag), og þá er efsta vikinu náð.

Crag Hvalfjörður
Sector Þyrill
Type Alpine

Helgurif

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Leið númer 3

Berg. Gráða 5.4 – 60-80 m- 90 mín-2 klst.

FF: Hreinn Magnússon og Arnbjörn Eyþórsson, vorið 1982.

Augljósu rifi fylgt upp, 2-3 spannir.

Crag Hvalfjörður
Sector Þyrill
Type Alpine

Gaflakinn

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Leið númer 2 á mynd

Berg, Gráða 5.7- 70 m – 2-3 klst.
FF: Jón Geirsson, Höskuldur H. Gylfason og Snævarr Guðmundsson, 16. maí 1981.

Skemmtileg leið, alls 3 spannir. Fylgir syllum og þrepum til skiptis.Lykilhlutar í enda fyrstu spannar og upphafi annarar. Auðveldari er ofar dregur.

Crag Hvalfjörður
Sector Þyrill
Type Alpine

Skreppur WI 4

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Leið númer 1 á mynd

Brekkukambur rís ofan Miðsands, þar sem Olíustöðin er. Í Miðsandsárgili hefur ein ísleið verið klifin. Að henni er gengið frá Olíustöðinni.

Tvö ísþrep, hið fyrra 15-20 m og það seinna 10-15 m á hæð eru lykilhlutar Skrepps, en
snjóskafl er á milli.

FF: Leifur Örn Svavarsson og Hjörleifur Finnsson, 12. mars 1989.

Crag Hvalfjörður
Sector Brekkukambur
Type Ice Climbing

Jökulélé

Green line in the photo.

9-10 spannir, 900-1000m hækkun, gráða: TD+

Til að komast að rótum leiðarinnar þarf að ferðast yfir Skaftafellsjökul. Ef farið er í lok mars eða í apríl, þá ætti ekki að vera snjóhula á honum. Skaftafellsjökull er hinsvegar mjög sprunginn og hafa teymi tekið á bilinu 3-8 tíma að koma sér yfir jökulinn og að rótum fjallsins eftir því hvernig þau hitta á sprungusvæðin.

Björgvin Hilmarsson skrifaði eftirfarandi lýsingu á leiðinni eftir að hann klifraði hana árið 2012. “Þegar við komum upp undir vegginn byrjuðum við á að ganga upp snjóbrekkur, um það bil 3-400 metra að þeim stað þar sem fyrsta klifurspönnin hófst. Sú var ansi þunn til að byrja með og þurfti að læðast upp laust grjóthröngl þar til hægt var að komast í ís sem var til að byrja með af mjög skornum skammti. Eftir það tók við betri ís og svo brött snjóbrekka. Næsta spönn lá áfram upp bratta snjóbrekku og að klettahrygg sem við klifruðum upp á og hliðruðum svo eftir að næstu snjóbrekku sem leiddi okkur að brattara klifri. Framundan var svo klifur upp höft með misgóðum og misbröttum ís þar til við komum að þeim stað þar sem þessi nýja leið sameinast þeirri upprunalegu. Síðasti kaflinn upp á topp er sameiginlegur. Erfiðasta spönnin er sú fyrsta sem er sameiginleg með gömlu og nýju leiðinni en það er fimmtu gráðu íshaft.”

Frá toppi Skarðatinda er best að stefna í norður og þræða niður brekkur þar til að maður kemst niður austanmegin og niður á Skaftafellsjökul. Einnig er hægt að fara niður vestan megin og koma niður í Morsárdal. Báðar niðurleiðir eru varhugarverðar og þá sérstaklega leiðin niður í Morsárdal, félagi í Ísalp dó í þeirri hlíð stuttu fyrir frumferðina á Austurveggnum 1988.

FF: Jean-Baptist Deraeck, Sebastien Ibanez, Sébastien Ratel og Stephane Benoist.

Leiðin var áður þekkt sem “ÍBV” og var í fjögur ár skrifuð á íslenskt teymi. 2016 komu hinsvegar í ljós upplýsingar um að leiðin hafi verið farin af frönsku teymi árið 2007 og tilkynnt um það inni á heimasíðu Ameríska alpaklúbbsins en létu engan vita hjá Ísalp eða á Íslandi yfir höfuð.

Finna má frábæra grein um leiðina ásamt leiðavísi fyrir Skarðatinda í ársriti Ísalp frá 2015.

 

Myndir teknar í ferð ÍBV teymisins árið 2012

Crag Öræfajökull
Sector Skarðatindar
Type Alpine

Austurveggur

Rauð lína á myndinni

Til að komast að rótum leiðarinnar þarf að ferðast yfir Skaftafellsjökul. Ef farið er í lok mars eða í apríl, þá ætti ekki að vera snjóhula á honum. Skaftafellsjökull er hinsvegar mjög sprunginn og hafa teymi tekið á bilinu 3-8 tíma að koma sér yfir jökulinn og að rótum fjallsins eftir því hvernig þau hitta á sprungusvæðin.

Í frumferðinni á vegginn var tekinn með útilegubúnaður og tjaldað undir grettistökum við fjallsræturnar.

Orginal leiðin á vegginn byrjar í mikilli snjó brekku og fer síðan inn í Hvelfinguna sem ætti að vera full af ís. þegar komið er upp í hvelfingunni tekur við önnur snjóbrekka. Eftir seinni snjóbrekkuna teuk við belti ísfossa, þar sem að leiðirnar tvær á vegginn sameinast, þarna eru mestu erfiðleikarnir í leiðinni, WI 5 foss. Eftir aðal haftið slaknar aðeins á erfiðleikunum og klifrið upp á topp er ekki tæknilega erfitt, en tortryggt.

Klifrið upp vegginn tók um 5 tíma í frumferðinni. Frá toppi Skarðatinda er best að stefna í norður og þræða niður brekkur þar til að maður kemst niður austanmegin og niður á Skaftafellsjökul. Einnig er hægt að fara niður vestan megin og koma niður í Morsárdal. Báðar niðurleiðir eru varhugarverðar og þá sérstaklega leiðin niður í Morsárdal, félagi í Ísalp dó í þeirri hlíð stuttu fyrir frumferðina 1988.

FF: Snævarr Guðmundsson og Jón Geirsson, vor 1988, 1000m hækkun, gráða TD+, 9-10 spannir

Finna má frábæra grein um leiðina í ársriti Ísalp frá 1989

Eftirfarandi leiðarlýsing er frá Ívari Finnbogasyni, þegar hann fór leiðina 2005

#1
Hvelfingin, líklega um 150m af ís. Mest auðvelt 3.gr. Þegar við Gummi fórum þetta klifruðum við á hlaupandi tryggingum.

#2
Fyrsta hliðrun. Mest megins snjór og auðveldir klettar, tortryggt.

#3
Lítill foss, í okkar tilfelli mixuðum við upp hægramegin þar sem fossinn var akkurat í skotlínunni. Ekki vera of seint á ferð þarna.

#4
Auðveld hliðrun. Þessi brekka er ekki brött.

#5
Er ekki alveg viss um hvar við fórum upp þarna. Öll brekkan var ís og lítið mál að klifra hana.

#6
Stund sannleikans. Hér er maður kominn inn í lítið gil og inni í því er lítill foss. Ísinn er venjulega lélegur. Í okkar tilfelli voru engar millitryggingar og megintrygginguna var einfaldlega hægt að toga út úr slyddunni þegar það var tímabært.

#7
Lokaveggurinn var þunnur snjór og ís ofan á klettum. Hægt var að setja inn einhverja megintryggingu. Auðvelt klifur en gersamlega ótryggjanlegt. Þessi spönn endar á hryggnum.

#8
Þegar hér er komið brosir klifrarinn eins og hann hafi verið í trekant með Naomi Campell og Claudiu Schiffer.

Athugið að þetta er byggt á aðstæðum þegar ég og Gummi Spánverji fórum. Held 1999 frekar en 1998. Þó að það séu reyndar nýjustu upplýsingar um aðstæður á veggnum eru þær ekki alveg up to date! Auk þess er langt síðan og ekki endilega víst að ég muni allt satt og rétt. Enda á þetta að vera ævintýri, ekki satt?

Mann ekki tímasetningar en held við höfum lagt af stað klukkan 05:00 og verið komnir í Skaftafell (tókum niður tjaldið á leiðinni) klukkan 22:30. Líklega tekur það amk 4 tíma að komast undir vegginn frá Skaftafelli. Best að fara inn á miðjan Skaftafellsjökulinn þar sem hann er minnst sprunginn.

Til að komast niður er farið í norður eftir hryggnum og svo niður á jökulinn. Athugið að allir fara of snemma niður og komast í vændræði í ansi bröttum kletta brekkum.

Góða skemmtun og takið fullt af myndum, við frændurnir vorum of stressaðir til að taka myndir.

Crag Öræfajökull
Sector Skarðatindar
Type Alpine

Hettusótt WI 3

Mynd af leið óskast

Vegur liggur norður fyrir olíutankana vestan Bláskeggsár. Gengið er um Slysgeira upp með Gljúfurá, sem rennur í Bláskeggsá og þaðan til sjávar vestan Þyrils í Hvalfirði. Svæðið stendur í u.þ.b. 450 metra hæð og er um 45-60 mínútna gangur að leiðunum. Þegar komið er upp á heiðina í um 300 metra hæð kemur svæðið í ljós og blasir leiðin Langsótt við sem stakt kerti. Aðrar leiðir í dalnum eru ekki sjáanlegar fyrr en inn í Gljúfurdal er komið. Hettusótt er vestan við hrygg sem skiptir Gljúfurdal.

FF: Víðir Pétursson og Jón Þorgrímsson, 3. des. 2001, 25m

Crag Hvalfjörður
Sector (Icelandic) Gljúfurdalur
Type Ice Climbing

Langsótt WI 5

Mynd af leið óskast

Vegur liggur norður fyrir olíutankana vestan Bláskeggsár. Gengið er um Slysgeira upp með Gljúfurá, sem rennur í Bláskeggsá og þaðan til sjávar vestan Þyrils í Hvalfirði. Svæðið stendur í u.þ.b. 450 metra hæð og er um 45-60 mínútna gangur að leiðunum. Þegar komið er upp á heiðina í um 300 metra hæð kemur svæðið í ljós og blasir leiðin Langsótt við sem stakt kerti. Aðrar leiðir í dalnum eru ekki sjáanlegar fyrr en inn í Gljúfurdal er komið. Langsótt er flughált og snarbratt fríhangandi kerti sem á þessum tíma var ágætlega vaxið niður.

FF: Jón Gauti Jónsson og Leifur Örn Svavarsson, 3. des. 2001, 25m

Crag Hvalfjörður
Sector Gljúfurdalur
Type Ice Climbing

Torsótt WI 4

Mynd af leið óskast

Vegur liggur norður fyrir olíutankana vestan Bláskeggsár. Gengið er um Slysgeira upp með Gljúfurá, sem rennur í Bláskeggsá og þaðan til sjávar vestan Þyrils í Hvalfirði. Svæðið stendur í u.þ.b. 450 metra hæð og er um 45-60 mínútna gangur að leiðunum. Þegar komið er upp á heiðina í um 300 metra hæð kemur svæðið í ljós og blasir leiðin Langsótt við sem stakt kerti. Aðrar leiðir í dalnum eru ekki sjáanlegar fyrr en inn í Gljúfurdal er komið. Þegar komið er upp í dalinn er farið vestan megin við hrygg sem skiptir honum í miðju. Tveir fossar eru þá áberandi og er Torsótt augljósasta línan hægra megin í botni dalsins.

FF: Jón Gauti Jónsson og Leifur Örn Svavarsson, 3. des. 2001, 40m

Crag Hvalfjörður
Sector Gljúfurdalur
Type Ice Climbing

Um Skessusæti og Miðhrygg

Leið merkt sem 7.

Gráða I/II – 400 m – 1-3 klst.
FF: Ari Trausti Guðmundsson, 1969.

Fjölbreytt og skemmtileg leið. Frá Efraskarði er stefnt á Skessusæti (702 m), sem er lítill tindur undir Miðhrygg og er öllu léttara að koma austan að honum en vestan. Haldið er upp og yfir tindinn og að miðhrygg Skarðshyrnu. Upp hrygginn eru afbrigði að vali fjallamannsins. Þá er oftast farið austan við hrygginn.

 

Crag Skarðsheiði
Sector Skarðshyrna
Type Alpine

Giljagaur

Leið merkt sem 4.

200M. Berg klifur leið í gráðu III. með nokkrum IV. hreyfingum. Hóflega erfið klifurleið. Tvær fyrstu spannirnar eru erfiðastar með hreyfingum af IV. gráðu í þeirri efri. Leiðin byrjar hægra megin á rifinu, í mynni A-Miðgils. 3-4 spannir með léttara brölti í efri hluta. Þokkalegar megintryggingar.

Best er að ganga niður leið 37 um Skessusæti

FF. Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson 25. sept. 1982

Athugið að þetta er ekki eini Giljagaurinn á landinu, það er einn inni í Þórsmörk og annar í Fljótshlíð, passið að rulga þeim ekki saman. Ísalp telur að nú sé nóg komið af Giljagaurum, nú sé komið að öðrum jólasveinum sem ekki hafa fengið leiðir nefndar eftir sér, s.s. Hurðaskellir eða Skyrgámur.

Crag Skarðsheiði
Sector Skarðshyrna
Type Alpine

V-Miðgil

Leið merkt sem 3.

Gráða: 2/3 -200 m – 2-3 klst.
Fyrst farin: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 3. jan. 1982.

Mjög falleg klifurleið upp vestara gilið af tveim sem ganga upp á tind Skarðshyrnu. Auðrötuö. Brött höft í neðri hluta leiðarinnar.

Best er að ganga niður leið 37

 

Crag Skarðsheiði
Sector Skarðshyrna
Type Alpine