Öræfi, Vestur

From Lómagnúpur to Hof. For info on the alpine routes in Hvannadalshnúkur and Hrútfjallstindar see Öræfajökull

Sectorar:

Lómagnúpur
Svæðið í kringum Lómagnúp, aðallega rétt vestan megin við hann og í kringum bæinn Núpa.

Morsárdalur
Nokkrar leiðir í austanverðum dalnum, beint undir Kristínartindum og Skaftafellsheiði.

Skaftafell – Norður
Skaftafellsheiði, aðallega Svartifoss og nágrenni. Hægra megin við Svartafoss eru flottar ófarnar línur.

Skaftafell – Suður
Milli Þjónustumðstöðvarinnar og Skaftafellsjökulls .

Svínafell

-1. Lambhagafoss – WI 4
0. Grjóthríð – WI 3
1. Myrkrahöfðinginn – WI 5
2. Beikon og egg – WI 5
3. Egg og beikon – WI 4+

Grænafjallsgljúfur
Gil milli Sandfells og Grænafjalls. Besta leiðin til að komast þarna inn er að fara af þjóðveginum verstan við litla brú á Falljökulkvísl. Ef þú ert á fjórhjóladrifnum bíl, þá er hægt að keyra að fjallinu og ganga aðeins um 1,1 km að gilinu. Ef gengið er frá þjóðveginum, þá bætist við 1,5 km. Grænafjallsgljúfur skiptist aðallega í tvö undirsvæði. Efra svæðið er talsvert stærra og með meira úrvali af leiðum. en til þess að komast frá neðra svæðinu á það efra þarf að klifra leiðina Þröskuldur WI 3 sem tengir þar á milli. Leiðin hefur samt verið í mjög mismunandi aðstæðum, allt frá snjóbrekku og upp í WI 5. Á sumrin hindrar þessi leið að efra svæðið sé aðgengilegt. Talið er að síðustu 70 árin hafi heimsóknir á efra svæðið verið frekar fáar. Ívar Finnbogason, Dan Gibson og Einar Sigurðsson fóru þangað í mars 1999. Í kringum 1950 fór bóndi upp á efra svæðið til að bjarga kind í svelti og varaði fólk við að reyna ekki að fara  þangað eftir það. 1987 fór Hallgrímur Magnússon og annar maður þangað inn í stórri leitaraðgerð.

  1.  Grænafjallsfoss (óklifinn)
  2. The Road to Nowhere WI 4
  3. Þýsk-Íslenska leiðin WI 4+
  4. Tíðindalaust af austurvígstöðum WI 4

Sandfell

Hofsfjöll

 

Hof

Á Hofi eru tveir sectorar, annarsvegar Bæjargilið og hinsvegar Gasfróði. Stök leið er einnig uppi í fjalli fyrir ofan Hof, leiðin Þrettándagleði. Bæjargil er aðeins afsíðis, svo að það fær að vera sér sector.

  1. Vinstri grænir – WI 4
  2. Gasfróði Direct – WI 4+
  3. Gasfróði – WI 4
  4. Blóðmör – WI 4
  5. Lifrapylsa – WI 3
  6. Mosafróði – WI 3

Bæjargil

1. Rammstein – WI 5+
2. Palli’s Pillar – WI 5 (6+?)
3. Mútter – WI 4+
4. Gardínugerðin – WI 4+

Leiðarlýsing

Frá Reykjavík er ekið í austur, yfir Hellisheiði og svo framvegis, tekur 4-5 í eðlilegri færð

Kort

Skildu eftir svar