Kyrrð WI 4
Gott er að nálgast leiðina frá ungmennafélags lundinum (stóru barrtén) í Svínafelli.
Hægt er að byrja neðarlega með smá brölti eftir læknum og litlum höftum fyrir upphitun.
Leiðin hefst svo á bröttu og mjóu kerti, um 10m, WI4/+. Kertið myndast seint og illa þó efri hluti leiðarinnar myndist vel og hangi lengi inni. Ef kertið tengir ekki er hægt að fara aðeins austar og komast fram hjá því þar (sjá niðurleiðar lýsingu).
Líklega um tvær línulengdir af mest íslausu brölti þar til komið er að næsta fossi. Glæsilegur 25m WI4 foss, brattur í bryjun en gefur svo soldið eftir í seinni helming. Ofan við hann er svo 35m WI3 foss upp breiða rennu.
Klifursvæði | Öræfi, Vestur |
Svæði | Svínafell |
Tegund | Ice Climbing |