Arnarfjörður

Vestfjörðunum er skipt niður í: Barðaströnd, ArnarfjörðurDýrafjörður, Ísafjarðardjúp og  Hornstrandir

Gerður hefur verið mjög aðgengilegur af svæðinu og eru allar upplýsingar fengnar þaðan. Leiðarvísirinn var prentaður í ársriti ÍSALP 2015 og PDF Útgáfu má finna hér.

© Sigurður Tómas Þórisson

Ísklifurleiðirnar í Arnarfirði eru af öllum stærðum og gerðum, frá WI2 upp í WI6 og frá 20m upp í 400m. Fjallstopparnir eru í 500-600m hæð þannig að möguleiki er á enn lengri leiðum.

Bróðurpartur skráðra leiða var farinn á Ísklifurfestivali Ísalp árið 2009 og 2015 en þess á milli er aðeins vitað um einn hóp erlendra klifrara á svæðinu (Kitty Calhoun/Jay Smith og co 2014).

Flestar augljósu línurnar á svæðum B (Svarthamrar), C (Hvestudalur) og D (Innrihvilft) hafa þegar verið klifnar. Svæði A (Bíldudalsfjall) og E-G (Ytrihvilft til Selárdals) eru tiltölulega lítið snert, þó stakar leiðir hafi þegar verið farnar.

A Bíldudalsfjall

A1 Thread Bear or Threadless – WI 4
A2 G20 – WI 4
A3 Skolli – WI 4+
A4 Skuggabaldur – WI 5

B Svarthamrar

B1 Seiðskrattinn – WI 5+
B2 Skotlínan – WI 5
B3 Firring – WI 5
B4 Vatnsberinn – WI 6
B5 Kertasmiðjan – WI 5
B6 12″ Mottó – WI 4+/M 4
B7 Bíldudals grænar baunir – WI 4+
B8 Pirraði fýllinn – WI 4+

C Hvestudalur

C1 Hafmaður – WI 4+
C2 Fjörulalli – WI 4+
C3 Sæskrímsli – WI 4+
C4 Geitungur – WI 4+
C5 Nykur – WI 3
C6 Skeljaskrímsli – WI 3
C7 Grautnefur – WI 4
C7a Þorláksmessa – WI 4
C8 Fjandafæla – WI 5
C9 Rigor Mortis – WI 5+
C9a Catch and release – WI 4
C10 Skepnan deyr – WI 4
C11 Hrafninn flýgur – WI 4
C12 Glyðran – WI 4

D Innrihvilft

D1 Óðinn – WI 5
D2 Loki – WI 5
D3 Hrymur – WI 4
D4 Blindsker – WI 5
D5 Naglfar – WI 4+
D6 Musculus – WI 4+
D7 Skotfélagið – WI 4
D8 Jötnar – WI 5
D9 Fenrir – WI 5+
D10 Hel – WI 5
D11 Ragnarök – WI 3
D12 Bergmálið – WI 5
D13 Þjassi – WI 2
D14 The Tandem War Elephant – WI 5

E Ytrihvilft

E1 Sea Monster – WI 5

F Fífustaðasalur

F1 Screwed – WI 4+
F2 Arctic Fox – WI 4
F3 Pink Panther – WI 5-

G Selárdalur

G1 Ælan – WI 4

H Stakar leiðir

Sound of Summer – WI 4
Lítil hjörtu – WI 3
Feelgood – WI 3

I Byltufjall

I1 Hrímþurs – WI 5

J Dynjandi

J1 Dynjandi – WI 3

Leiðarlýsing

Nokkrar leiðir eru til að koma sér til Bíldudals.
a) Bein akstursleið (427km) tekur um 6-8 tíma að vetrarlagi.
Frá Reykjavík er hringvegurinn (þjóðvegur 1) ekinn gegnum Borgarnes og Bifröst. Um 10mín eftir Bifröst er beygt til norðurs (vinstri) inn á þjóðveg 60 í átt að Búðardal/Ísafirði/Patreksfirði og yfir Bröttubrekku.
Ekið er gegnum Búðardal og yfir Gilsfjörð og Þorskafjörð (ekki norður inn á þjóðveg 61 til Ísafjarðar ??) og eftir Barðastrandarvegi til Flókalundar.
ATH! Við Flókalund heldur þjóðvegur 60 beint áfram upp á Dynjandisheiði (og yfir á Trostansheiði niður í Arnarfjörð og til Bíldudals). Þessi vegur er ekki í vetrarþjónustu og því almennt lokaður á ísklifurtímabilinu. Í stað þess er þjóðvegur 62 ekinn áfram út Barðaströndina og yfir Kleifaheiði til Patreksfjarðar.
Þegar komið er inn til Patreksfjarðar er beygt til norðurs/hægri inn á þjóðveg 63 yfir Mikladal til Tálknafjarðar. Í Tálknafirði er haldið áfram eftir þjóðvegi 63 yfir Hálfdán til Bíldudals.
ATH! Á Barðaströndinni er stuttur fjallvegur yfir Klettsháls, sem á það til að lokast í vetrarveðrum. Einnig eru heiðarnar kringum Patró og Tálknafjörð snjóþungar en mokstur á þeim er tíðari en á Klettshálsinum. Fylgist vel með færð á www.vegagerdin.is
b) Breiðafjarðarferjan Baldur (www.saeferdir.is) - 6-8 tímar að vetrarlagi.
Í Borgarnesi er beygt til vesturs inn á þjóðveg 54 á átt að Stykkishólmi og ekið í hálftíma þar til beygt er til norðurs/hægri hjá Vegamótum inn á þjóðveg 56 (Vatnaleið til Stykkishólms).
Þegar komið er yfir Snæfellsnesið er beygt til austurs/hægri inn á þjóðveg 54 og síðan þjóðveg 58 inn til Stykkishólms (samtals 172km frá Reykjavík).
Baldur fer frá megin hafnarsvæðinu í miðbæ Stykkishólms og er auðvelt að finna með því að stefna á gula vitann á hólnum ofan við höfnina. Baldur stoppar stutt í Flatey á leiðinni til Brjánslækjar á Barðaströndinni og tekur bátsferðin um 2 1/2 tíma.
Frá Brjánslæk er beygt til vesturs/vinstri eftir þjóðvegi 62 og 63 (eins og í leið a)) til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og loks Bíldudals (85km).
Kostur við b) er að fyrir utan notalega bátsferð yfir Breiðafjörðinn sleppur maður við verstu snjógildrurnar á Barðaströndinni, sem er þess utan afar lýjandi akleið. Gallinn er aftur á móti að ferjan er yfirleitt dýrari kostur og maður er háður fastri áætlanaferð hennar (ein ferð á dag yfir veturinn og engin ferð á laugardögum).
c) Það er lítill flugvöllur við Bíldudal og flugfélagið Ernir (www.ernir.is) flýgur þagnað frá Reykjavík allt árið (alla daga nema laugardaga). Hafið samband við ferðamálafrömuði á Bíldudal til að kanna með bílamál á svæðinu.

Kort

Myndbönd

Ísklifurfestival á Bíldudal from Robert Halldorsson on Vimeo.

Skildu eftir svar