Búlandstindur austurveggur WI 5

Austurveggurinn á Búlandstindi (1069m) við Berufjörð var klifraður 20. febrúar 2016.
Okkur vitanlega er þetta frumferðin upp vegginn en vitað er um eitt teymi sem fór ca. hálfa leið upp fyrir 6 árum en óvíst hvort aðrir hafi reynt fyrr eða síðar.

A-veggurinn rís nánast beint úr sæ og býður því upp á einn af hæstu (samfelldu) bröttu fjallaveggjum landsins.
Það eru þrjár megin-línur upp vegginn og fórum við miðjulínuna.
Á myndinni sést ca. hvernig við þræddum upp megin ísþilin og eltum svo ísbunka og klettarif milli snjóklifurkaflanna.

Leiðin byrjaði í hressandi WI5+ hafti, því skeggið náði ekki alveg niður en annars var erfiðleiki íshaftanna yfirleitt ekki meira en WI4-5.
Alpaklifurhöftin voru missnúin – flest frekar þægileg með plasteruðum ís utan á, en þau urðu tortryggðari eftir því sem ofar dró og í restina var þetta nánast ótryggjanlegt (og sketchy klifur í þokkabót).

Fórum fyrri partinn í hefðbundnu ísklifri („pitched“)  en færðum okkur svo yfir í simul-klifur með einstaka hafti „pitched“ þegar ofar dró.
1. spönn – 70m WI5+ byrjunarhaft og WI4/5 eftir það með snjóstalli á milli.
2. spönn – 70m WI3/4 tengispönn. Snjóstallur með stuttu en sketchy þunnu íshafti. Hliðrað um 30m til hægri inn að megin ísþilinu.
3. spönn – 60-70m WI4+ í þunnum ís í skemmtilegri rennu.
4. spönn – 60-70m WI4/5 í þykkari en brattari ís (tvö höft).
Hér skiptum við svo yfir í simul-klifur og tryggðum í bland í ís, snjó og grjót (skrúfur, snjóhælar, hnetur og fleygar).
Nóg af ísbunkum framan af nema þegar við áttum ca. 1/4 eftir, þá var orðið minna framboð og alvarleikinn orðinn þeim mun meiri…

Vinstri megin línan virðist vera af svipuðum kalíber og okkar lína en hægri línan er verulega mikið erfiðari, WI6 jafnvel…

Skrái leiðina sem WI5, því WI5+ dæmið var bara fyrstu 5m og í meiri ís væri fyrsta haftið eflaust bara WI4+ eða WI5.

Fyrst farin: 20. febrúar 2016, Sigurður Tómas Þórisson og Róbert Halldórsson

Myndræna ferðasögu má sjá hér.

Klifursvæði Berufjörður
Svæði Búlandstindur
Tegund Ice Climbing

Svartur á leik M 10

Leiðin er í stóra þakinu vinstra megin við Nálaraugað. Leið B4 á myndinni.

Klifrað er upp WI4/5 ísþil undir þakinu, ca. 15m (tryggt var með 4 ísskrúfum á þessum kafla).
Þá tekur við ~45° yfirhangandi eðal drytool kafli, 6-8m, sem er afgerandi erfiðasti hluti leiðarinnar (4 boltar í þessum kafla).
Eftir yfirhangið tekur við 6-8m tæknilegur lóðréttur eða létt yfirhangandi klettaveggur (með tveimur boltum) með þunnum ísbunkum upp í tveggja bolta akkeri.
Samtals 6 boltar auk tveggja bolta akkeris.
Lengd leiðarinnar er um 25-30m upp í akkerið en hægt er að klifra  ca. 5m WI3 í viðbót upp slabbið ofan akkerisins (og tryggja þá með skrúfum).

ATH! Gráðuna M10 má ekki taka of hátíðlega og er hún bara til viðmiðunar til að byrja með. Talið er að leiðin sé amk. M9 en gæti verið M9+ og jafnvel M10 (varla meira). Tíminn einn mun leiða það í ljós…

FF: 18. janúar 2016.
Róbert Halldórsson, Sigurður Tómas Þórisson

 

===========================

Hér gefur að líta myndaannál um smíði og rauðpunktun leiðarinnar.

Nálaraugað_þak_2

Ca. staðsetning boltanna í klettahluta leiðarinnar.
Þegar leiðin var frumfarin var aðeins meira af í þilinu niðri og bunkarni uppi undir akkeri aðeins stærri. Sennilega er alveg hægt að klifra hana í þynnri aðstæðum en í frumferðinni en þarf þá að leysa toppinn eitthvað öðruvísi…

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Nálaraugað
Tegund Mix Climbing

Kertasníkir WI 5+

Kertasníkir er glæsileg leið innst í Flugugili í Brynjudal, um 40m löng.
Leiðin er í vesturhluta gilsins (hægra megin), beint á móti hinum fræga Óríon.

Aðkoma að leiðinni er eins og að Óríón, þ.e. upp botn Flugugils.
Brölt hægra megin í brattri mosabrekku framhjá slæðufossinum miðja leið inn gilið (farið varlega hér!) og upp nokkur stutt og létt íshöft eftir það.
Eftir síðustu íshöftin blasir leiðin við upp til hægri og þarf að fara upp nokkuð bratta (og harða) skriðu upp að leiðinni. Hér er einnig vissara að fara með gát.

Helstu niðurleiðir í boði eru:

  • niður gilið aftur. Farið suður (upp) eftir gilbarminum að botni gilsins og þar niður
    • það getur þurft að niðurklifra nokkur stutt íshöft efst (og svo sömu höft og í aðkomunni)
  • hjá Ýringi. Farið eftir gilbarminum til suðurs (upp) framhjá gilbotninum og haldið áfram til austurs fyrir ofan Óríon og skerið skáhallt norður og niður (austur) niður hlíðina niður að Ýringi. Þar er hægt að klöngrast sæmilega fráum fótum báðu megin við gilið með smá zikk-zakk leikfimi.

NB Leiðin er skráð WI5+ en er mjög breytileg eftir aðstæðum. Getur rokkað frá WI4+ og upp í WI6 eftir ís- og snjómagni.

FF: Jökull Bergmann og Ásmundur Ívarsson (Athuga!! nöfn og ár!!)
Heitir hún ekki örugglega Kertasníkir annars?

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Flugugil
Tegund Ice Climbing

Keisarinn

Leið númer C8.

Bumban milli Múlakaffis og Fyrirburans. Boltuð að einhverju leiti. Eins og margar aðrar leiðir þá bunkast ís yfir hana og þá verður hún meira WI 3-4

Leiðin er með bolta með sighring fyrir ofan brattasta hlutann, sett inn 2023.

FF: Óþekkt

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Testofan
Tegund Ice Climbing

Helgi WI 3+

Leið númer C15

Efst í stóra gilinu, hægra megin við Íste og co. Þrjár ca. 10m línur á stalli rétt ofan við girðinguna. Helgi er leiðin lengst til hægri. Einhverjir boltar í leiðinni og akkeri efst.

Leiðin er með tvo auka bolta með sighringjum. Sett upp 2023.

FF: Óþekkt

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Testofan
Tegund Ice Climbing

Gísli WI 3+

Leið númer C13.

Efst í stóra gilinu, hægra megin við Íste og co. Þrjár ca. 10m línur á stalli rétt ofan við girðinguna. Gísli er leiðin lengst til vinstri af þessum þremur, liggur undir smá þaki og svo yfir. Einhverjir boltar og toppakkeri.

FA: Óþekkt

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Testofan
Tegund Ice Climbing

Fyrirburinn

Leið númer C9.

Akkeri í skriðu ofan við leið. Auðvelt brölt að því en sést illa að ofan.  Verður WI 3-4 þegar að leiðin er búin að bunkast yfir veturinn

Ca. 35m löng

Leiðin er með bolta með sighring fyrir ofan brattasta hlutann, sett inn 2023.

FF: Óþekkt

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Testofan
Tegund Ice Climbing

Espresso M 6

Leið númer C1.

Nokkrum metrum fyrir austan Íste

Brött og vandasöm byrjun en hallinn minnkar svo fljótlega. Slabb fyrir miðju og endar í nokkuð vandasömu lokahafti.
Boltuð frá botni upp í tveggja bolta toppakkeri. Tveir boltar eru undir litlum þökum sem farið er framhjá og ættu seint að fara undir ís. Einnig ættu fyrstu 2 boltarnir seint að fara undir ís, því ísinn myndast mest á veggnum vinstra megin. Bolti á hnúð vinstra megin í slabbinu. Vissara að finna hann ef klifrað í þurru.
Ætti að vera hægt að fara í fyrstu frostum, því góð mosasprunga sem fylgt er eftir fyrsta haftið og þétt boltað víðast hvar.
Það er svo einn bolti á klöpp um 5m beint ofan við toppakkerið. Þægilegra að gera stans þar en í tveggja bolta toppakkerinu (sem er meira hugsað fyrir ofanvaðsæfingar).

WI5/M6, 35 m

Fyrst farin 13. desember 2014
Sigurður Tómas, Róbert Halldórsson og Baldur Þór Davíðsson.

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Testofan
Tegund Mix Climbing

Mömmuleiðin M 6

Leið númer C6.

Í næsta horni hægra megin við Pabbaleiðina. Boltuð alla leið með akkeri á klöpp ofan við lítinn mosastall ofan við leið. Hægt að labba að akkeri eftir stalli.

Seinni part veturs bunkast leiðin af ís og boltarnir hverfa undir. Í slíkum aðstæðum gráðast leiðin WI 3-4

Ca. 30 m löng, 11 boltar.

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Testofan
Tegund Mix Climbing

Íste WI 5

Leið númer C3.

Þrír boltar í byrjunarslúttinu. Það opnar því á sæmilega öruggt brölt upp í ísinn, þó kertið nái ekki niður eða taki ekki skrúfur með góðu móti.
Eftir sem áður er leiðin alvarleg, því efri hlutinn er lílka snúinn.
Toppakkeri er efst í leiðinni og stakur bolti á klöpp nokkra metra ofan við líka (ofan við Pabbaleiðina).

Ca. 30m löng

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Testofan
Tegund Ice Climbing