Búlandstindur austurveggur WI 5

Austurveggurinn á Búlandstindi (1069m) við Berufjörð var klifraður 20. febrúar 2016.
Okkur vitanlega er þetta frumferðin upp vegginn en vitað er um eitt teymi sem fór ca. hálfa leið upp fyrir 6 árum en óvíst hvort aðrir hafi reynt fyrr eða síðar.

A-veggurinn rís nánast beint úr sæ og býður því upp á einn af hæstu (samfelldu) bröttu fjallaveggjum landsins.
Það eru þrjár megin-línur upp vegginn og fórum við miðjulínuna.
Á myndinni sést ca. hvernig við þræddum upp megin ísþilin og eltum svo ísbunka og klettarif milli snjóklifurkaflanna.

Leiðin byrjaði í hressandi WI5+ hafti, því skeggið náði ekki alveg niður en annars var erfiðleiki íshaftanna yfirleitt ekki meira en WI4-5.
Alpaklifurhöftin voru missnúin – flest frekar þægileg með plasteruðum ís utan á, en þau urðu tortryggðari eftir því sem ofar dró og í restina var þetta nánast ótryggjanlegt (og sketchy klifur í þokkabót).

Fórum fyrri partinn í hefðbundnu ísklifri („pitched“)  en færðum okkur svo yfir í simul-klifur með einstaka hafti „pitched“ þegar ofar dró.
1. spönn – 70m WI5+ byrjunarhaft og WI4/5 eftir það með snjóstalli á milli.
2. spönn – 70m WI3/4 tengispönn. Snjóstallur með stuttu en sketchy þunnu íshafti. Hliðrað um 30m til hægri inn að megin ísþilinu.
3. spönn – 60-70m WI4+ í þunnum ís í skemmtilegri rennu.
4. spönn – 60-70m WI4/5 í þykkari en brattari ís (tvö höft).
Hér skiptum við svo yfir í simul-klifur og tryggðum í bland í ís, snjó og grjót (skrúfur, snjóhælar, hnetur og fleygar).
Nóg af ísbunkum framan af nema þegar við áttum ca. 1/4 eftir, þá var orðið minna framboð og alvarleikinn orðinn þeim mun meiri…

Vinstri megin línan virðist vera af svipuðum kalíber og okkar lína en hægri línan er verulega mikið erfiðari, WI6 jafnvel…

Skrái leiðina sem WI5, því WI5+ dæmið var bara fyrstu 5m og í meiri ís væri fyrsta haftið eflaust bara WI4+ eða WI5.

Fyrst farin: 20. febrúar 2016, Sigurður Tómas Þórisson og Róbert Halldórsson

Myndræna ferðasögu má sjá hér.

Klifursvæði Berufjörður
Svæði Búlandstindur
Tegund Ice Climbing
Merkingar

1 related routes

Búlandstindur austurveggur WI 5

Austurveggurinn á Búlandstindi (1069m) við Berufjörð var klifraður 20. febrúar 2016.
Okkur vitanlega er þetta frumferðin upp vegginn en vitað er um eitt teymi sem fór ca. hálfa leið upp fyrir 6 árum en óvíst hvort aðrir hafi reynt fyrr eða síðar.

A-veggurinn rís nánast beint úr sæ og býður því upp á einn af hæstu (samfelldu) bröttu fjallaveggjum landsins.
Það eru þrjár megin-línur upp vegginn og fórum við miðjulínuna.
Á myndinni sést ca. hvernig við þræddum upp megin ísþilin og eltum svo ísbunka og klettarif milli snjóklifurkaflanna.

Leiðin byrjaði í hressandi WI5+ hafti, því skeggið náði ekki alveg niður en annars var erfiðleiki íshaftanna yfirleitt ekki meira en WI4-5.
Alpaklifurhöftin voru missnúin – flest frekar þægileg með plasteruðum ís utan á, en þau urðu tortryggðari eftir því sem ofar dró og í restina var þetta nánast ótryggjanlegt (og sketchy klifur í þokkabót).

Fórum fyrri partinn í hefðbundnu ísklifri („pitched“)  en færðum okkur svo yfir í simul-klifur með einstaka hafti „pitched“ þegar ofar dró.
1. spönn – 70m WI5+ byrjunarhaft og WI4/5 eftir það með snjóstalli á milli.
2. spönn – 70m WI3/4 tengispönn. Snjóstallur með stuttu en sketchy þunnu íshafti. Hliðrað um 30m til hægri inn að megin ísþilinu.
3. spönn – 60-70m WI4+ í þunnum ís í skemmtilegri rennu.
4. spönn – 60-70m WI4/5 í þykkari en brattari ís (tvö höft).
Hér skiptum við svo yfir í simul-klifur og tryggðum í bland í ís, snjó og grjót (skrúfur, snjóhælar, hnetur og fleygar).
Nóg af ísbunkum framan af nema þegar við áttum ca. 1/4 eftir, þá var orðið minna framboð og alvarleikinn orðinn þeim mun meiri…

Vinstri megin línan virðist vera af svipuðum kalíber og okkar lína en hægri línan er verulega mikið erfiðari, WI6 jafnvel…

Skrái leiðina sem WI5, því WI5+ dæmið var bara fyrstu 5m og í meiri ís væri fyrsta haftið eflaust bara WI4+ eða WI5.

Fyrst farin: 20. febrúar 2016, Sigurður Tómas Þórisson og Róbert Halldórsson

Myndræna ferðasögu má sjá hér.

Comments

Skildu eftir svar