Jonni

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 1 til 25 (af 60)
 • Höfundur
  Svör
 • in reply to: Boltun klifurleiða komin í öfga? #74185
  JonniJonni
  Keymaster

  Það kemur ekki mikið á óvart að það passi ekki allt alveg 100% á þessum sector. Matteo fann þetta korteri fyrir prentun á ársritinu þar sem leiðarvísirinn af Múlafjalli kom út. Ég, Matteo og Marco fórum að prófa þessar leiðir og við rétt náðum að bæta þeim og öllum sectornum við leiðarvísinn áður en ársritið var prentað. Mín upplifun af þessum sector var að þetta væri bara hálfnað verk sem átti eftir að klára. Þetta gæti orðið flottur sector hvort sem að hann endar sem sport/trad sector eða mixed/dry sector. Persónulega held ég að hann henti betur sem mixed/dry því að bergið virkaði á mig að það væri mjög oft rakt eða blautt og ekkert svo fast í sér en ég er heldur ekki með mjög fasta skoðun á þessu. Það gæti vel verið að þessi sector henti betur sem sport/trad en hvort sem það nú verður þá þarf að taka til á svæðinu.

  in reply to: Boltun klifurleiða komin í öfga? #74183
  JonniJonni
  Keymaster

  Og til að svara spurningunni með málþingið sem var á dagskrá, þá frestaðist það vegna Covid eins og svo margt annað. Hlimar er enn spenntur að standa fyrir því, enda þörf umræða. Spurningin er einfaldlega hvort að það verði núna í vor eða hvort að við stefnum á það næsta haust.

  in reply to: Boltun klifurleiða komin í öfga? #74182
  JonniJonni
  Keymaster

  Þegar þú talar um Kötlugróf ertu þá að tala um svæðið alveg niðri við bíl (Svarti steinn)? Ef svo er þá eru þetta frekar gamlar leiðir og ég þekki ekki alveg söguna á bak við þær. Mér skylst að þær hafi verið boltaðar í kringum 2000 en ég hef ekki heyrt áður um að þær hafi verið dótaklifurleiðir. Einhverjar leiðirnar eru blandaðar, boltaðar hálfa leið en svo dótaklifur restina. Bergið er ekki mikið skárra þarna en uppi, ég henti góðum ískáp þarna niður og skar á línuhönkina á jörðinni.

  in reply to: Skarðatindur/Skarðatindar í Öræfum #72889
  JonniJonni
  Keymaster

  Áhugavert að tindarnir séu þrír en samt er eins og bara sá syðsti (vestasti) beri nafnið Skarðatindur. Eru hinir tindarnir nafnlausir?

  in reply to: Humarkló við Fláajökul #72887
  JonniJonni
  Keymaster

  Lýsingin er frá Björgvin er inni á leiðarskráningunni sem RichB póstaði, frábær lesning!

  • This reply was modified 4 months síðan by JonniJonni.
  in reply to: Ísklifuraðstæður 2020-21 #72800
  JonniJonni
  Keymaster

  Ég og Doddi fórum Óríon á laugardaginn. Hann er frekar úfinn vinstra meginn, þannig að við fórum hægra megin upp. Engin hengja efst en það var nokkuð leiðinleg skel síðustu 15-20m. Við hreinsuðum hana nokkurn vegin af þannig að það er rennifæri upp.

  in reply to: Þráin #72787
  JonniJonni
  Keymaster

  Til hamingju með þetta, rosaleg leið!

  in reply to: Ísklifuraðstæður 2020-21 #72412
  JonniJonni
  Keymaster

  Brynjudalur er í fínustu aðstæðum núna. Ýringur er mjög flottur og allt sunnan megin í dalnum lýtur vel út. Norðurhlíðin er líka flott. Stórihjalli og Ingunarstaðir eru vel inni en Nálaraugað og Skógræktin eru eitthvað þunn.

  in reply to: Þumall #70637
  JonniJonni
  Keymaster

  Hljómar eins og frábær ferð!
  Ég bætti lýsingunni á spönnunum við leiðarlýsinguna í leiðarskráningunni.
  Ég fékk líka að embedda video sem ég sá frá þér úr Búahömrum.

  in reply to: 100 leiðir í Stardal! Hvað næst? #70248
  JonniJonni
  Keymaster

  Bjóstu við því að fólk sem klifrar ekki í Stardal, klifrar lítið eða er búið að gefast upp á faffi fyrir ofan brún myndi boða fund? Fólk talar um það hægri vinstri að akkeri væru frábær í Stardal og þessar staðhæfingar á algjörum brauðfótum.

  Fundur verður annað hvort að vera boðaður af einhverjum sem hefur mikla reynslu af því að klifra í Stardal eða hreinlega af stjórn Ísalp, mögulega sem hluti af aðalfundi.

  in reply to: 100 leiðir í Stardal! Hvað næst? #70125
  JonniJonni
  Keymaster

  Nú er ég pínu ringlaður Siggi. Ertu að peppa upp fund sem samt einhver annar á að boða um málefni sem þú ert mótfallinn?

  in reply to: 100 leiðir í Stardal! Hvað næst? #70003
  JonniJonni
  Keymaster

  PS: Ég skildi skóna mína eftir undir Gegnumbroti/Lucifer, LaSportiva Katana í st 40. Það má endilega kippa þeim niður ef einhver fer það framhjá áður en ég fer næst í Stardal.

  in reply to: 100 leiðir í Stardal! Hvað næst? #70002
  JonniJonni
  Keymaster

  1. Til í góðann fund! Sjálfur væri ég fylgjandi toppakkerum í Stardal til að gera fólki lífið auðveldara án þess að hafa áhrif á klifrið sjálft.

  2. Ég held að það sé smá dótaklifuráhugi að vakna og Stardalsdagur gæti verið vel sóttur ef við spömmum „ÍSALP meðlimir“ og „Klifurvinir / Climbing buddies“ á facebok.

  3. Ég held að lági bíllinn minn veæri alveg til í þetta stæði, góð ábending!

  in reply to: Skráning á Ísklifurfestival 2020 #68854
  JonniJonni
  Keymaster

  Jón Haukur: 2 nætur og súpa

  in reply to: Skráning á Ísklifurfestival 2020 #68837
  JonniJonni
  Keymaster

  Ég ætla að taka aukanótt aðfaranótt mánudags

  in reply to: Skráning á Ísklifurfestival 2020 #68763
  JonniJonni
  Keymaster

  Af Facebook voru skráð:

  Ég – 2 nætur og kjötsúpa
  Andrea og Stefán – 2 nætur og kjötsúpa
  Guðmundur – 3 x 2 nætur og 2x kjötsúpa
  Illugi – 2 nætur og kjötsúpa
  Gunnar – 2 nætur og kjötsúpa
  Rob og Kate – 2 nætur og kjötsúpa
  Baldur tæknitröll – 2 nætur og kjötsúpa

  in reply to: Ísklifuraðstæður 2019-2020 #68609
  JonniJonni
  Keymaster

  Ég, Bergur, Binni og Doddi fórum í Grafarfoss í dag. Öll afbrygði eru vel fær (nema WI 5 kertið), góður þykkur ís, engin skel nema alveg í kverkinni og nánast enginn snjór í leiðinni.

  Granni er í toppaðstæðum og ég hef sjaldan séð leiðina jafn þægilega til að toppa uppúr.

  Vonandi helst þetta fínt þrátt fyrir rigninguna sem er í gangi núna.

  in reply to: Ísklifuraðstæður 2019-2020 #68572
  JonniJonni
  Keymaster

  Ég fór með Berg og Bjarti í 55 gráður í dag. Topp aðstæður og Ólíver Loðflís er líka inni

  in reply to: Hraundrangi. Smá myndbandsstubbur. #68257
  JonniJonni
  Keymaster

  Gaman að sjá Hollywood Palla aftur kominn af stað með myndavélina 🙂

  in reply to: Hvað er að frétta? #68206
  JonniJonni
  Keymaster

  Ég og Rob byrjuðum á endurboltun Hnefa í Hvalfirði. Sem stendur eru 3 af 5 leiðum tilbúnar með nútíma búnaði en Spegillinn og Spegilbrotið eru eftir. Stefnan er tekin á að ná að klára þetta núna í haust en ef veðrið lætur ekki af stjórn þá er vorið til vara.

  Einnig erum við búnir að sjá möguleika fyrir alla vega tvær leiðir í viðbót sem verða vonandi léttari en leiðirnar sem eru nú þegar til staðar.

  Gömlu leiðirnar eru mjög flottar, byrja allar á stuttu en bröttu yfirhangi og fara svo yfir í aðeins meira jafnvægisklifur. Bergið er ekki ósvipað Valshamri og er mjög þétt og gott.

  in reply to: Hvað er að frétta? #68205
  JonniJonni
  Keymaster

  Fréttir úr Norðurfirði á Ströndum

  Leiðin Grjótkast 5.10a(5.9) var frumfarin um Verslunarmannahelgina af Ólafi Pál. Leiðin var boltuð sumarið 2018 af Finna og Jóni að norðan. Þeir boltuðu einnig leiðina Eldibrandur á sama tíma en hún er enn óklifruð.

  Kate og Rob boltuðu og frumfóru Dalalæðu 5.8

  Ég frumfór Tyrkjaránið 5.11a og Baskavígin 5.9, boltaðar 2017 og 2018 en ekki klifraðar fyrr en nú.

  Daniel kláraði að bolta leiðina sem hann byrjaði á árið 2017. Leiðin er hægra megin við Blóðbað og fékk nafnið Þorskastríðið 5.9.

  Ég og Óli boltuðum og frumfórum leiðina Strengjafræði. Leiðin er fyrsta nýja leiðin á Tækni og vísinda svæðinu síðan að Stebbi boltaði Ritvélina 5.10d í kringum 2000.

  Um mánaðarmótin ágúst-september fóru ég, Óli og Bjarnheiður aftur í Norðurfjörð. Óli seig niður á nokkra staði að leita af hinni fullkomnu leið á meðan ég og Bjarnheiður boltuðum og fumfórum leiðina Síldarárin 5.8(5.9).

  Nýjasta útgáfa af leiðarvísinum er á leiðarvísasíðunni – http://www.isalp.is/leidarvisar. Enn er pláss fyrir fullt í viðbót, frábært svæði!

  in reply to: Hvannadalshnjúkur #68063
  JonniJonni
  Keymaster

  Hello Marc

  In October the snow cover on Vatnajökull is generally quite thin, though it is likely to be fresh snow starting to build up again.
  The autumns in Iceland are generally very wet and windy with a series of low pressure systems hitting the south coast. Still there is a possibility for good days but I think 10 continuous good or ok days are going to be unlikely.

  Daylight is ok, 23rd of September is the equinox, where day and night are equally long. In October the night is going to be a little bit longer than the day.

  Temperature on the Vatnajökull plateau is going to be below 0°C and colder in the night, but probably around or slightly above 0 in the lowlands.

  Hope this helps!

  in reply to: Boltaumræðan afturgengin? #68044
  JonniJonni
  Keymaster

  Ég er mjög fylgjandi boltuðum akkerum í dótaleiðum og myndi styðja þessa útsetningu, þ.e. byrja á akkerum á Hnappavöllum, Falastakkanöf og Norðurfirði og sjá hvaða áhrif þau hafa.

  Einn vinkill á punktinum að þeir sem biðja um akkeri sjást lítið í Stardal gæti verið að þar sem klifrið þar er óhagkvæmt, þegar alltaf þarf að smíða toppakkeri, og fara því á önnur svæði.

  Ég sé boltuð akkeri sem lyftistöng fyrir dótaklifur án þess þó að það taki frá klifrinu sjálfu.

  in reply to: Búhamrar á Kjalarnesi Reykjavík. #67697
  JonniJonni
  Keymaster

  Ég er með prýðis hugmynd sem að mig langar að útfæra í sumar!

  Mér finnst skorta góðan göngustíg upp í Búahamra líkt og er í Stardal. Neðst niðri við girðinguna er farinn að myndast smá slóði em hann hverfur um leið og hækkunin upp að Svarta turninum byrjar.

  Mig langar að koma fyrir stikum til að marka góða leið upp og til að fá fólk til að ganga á sama stað upp.

  Hvað findist fólki um slíka kjarabót?

  Hefur einhver reynslu af stikun? Fer maður bara í Húsasmiðjuna og kaupir litla staura og smá málningu?

  in reply to: Ísklifurfestival 2019 Skráning #67227
  JonniJonni
  Keymaster

  Mæti í tvær nætur og kvöldmat á laugardag

25 umræða - 1 til 25 (af 60)