Karl

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 226 til 250 (af 262)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Skaftafellsþjóðgarður #49059
    Karl
    Participant

    Hvernig væri að þú sjálfur eða þá e-h dráttagari maður settist niður og útfærðir Hið Nýja Skjaldarmerki Lýðveldisins!
    Hrappur -þetta er verkefni fyrir þig….

    Kort af þjóðgarðsísnum má finna á útiveru.is

    Reglugerðin er á þessari slóð
    http://www.ust.is/media/fraedsluefni/reglug_um_skaftafellstjodgard_281004.pdf

    Kort af akstursbannsvæði er á heimasíðu Einars Kjartanssonr (Hann er bróðir Ísalparans „Jóa á hjólinu“ sem fór í frækinn hjólatúr með Tomma um árið…)
    http://klaki.net/tmp/orafa_bann.png

    in reply to: Björgunartryggingar Stórabróður #48574
    Karl
    Participant

    Eg kem vonandi ekki með!…

    Sammála Halldóri það er gott að eiga möguleika á valfrjálsu eftirlitskerfi þegar það á við.

    in reply to: Batman, Ragnar og gæfa ÍSALP…. #48571
    Karl
    Participant

    Eflaust hafa e-h e-h tíma lent í illskeyttum stangveiðimönnum sem vilja meina mönnum för um ár, vötn og bakka.
    Náttúruverndarlögin eru mjög skýr um þetta mál og hvorki landeigendur eða véiðirréttarhafar hafa nokkuð um það að segja hverjir fara um vötn og bakka. (ef frá eru talin nokkur sértæk ákvæði um náttúruvernd, hafnar og virkjanamannvirki) Það er sjálfsagt að haga umferð þannig að truflun sé sem minnst en veiðimenn eiga ekkert gott skilið ef þeir ráðast fram með grjótkasti og formælingum eins og undirritaður lenti í fyrir margt löngu við Fnjóská.
    Ég var að fara með hrossahóp yfir ána og allt í einu kemu bíll spólandi á móti okkur frá árbakkanum, ökumaðurinn flautar, farþeginn stekkur út, upphefur háreysti og grjótkast og argar að þeir eigi veiðiréttin og öðrum sé bannað að þvælast yfir ána eða um bakkann.
    Okkur tókst að hemja hrossin en vegna þessa yfirgangs veiðimanna fórum við að sjálfsögðu yfir þar sem okkur þótti veiðilegast.
    Á bakaleið, viku síðar á svipuðum slóðum kom á móti okkur veiðimaður, stoppaði og tók okkur tali og spurði hvort við ætluðum með reksturinn yfir ána. -Við játtum því, og spurði hann okkur hvort við gætum farið yfir ána nokkru neðar til að trufla ekki veiðina. Það var alveg sjálfsagt af okkar hálfu og eðlilegt að hliðra til fyrir kurteisum mönnum.
    „Batman“ var ekki nógu kurteis og þurfum við Ísalparar að siða kvikindið og önnur slík er eftir koma.

    in reply to: Batman, Ragnar og gæfa ÍSALP…. #48570
    Karl
    Participant

    Ég er sammála formanni um að halda umræðunni á rólegu nótunum.
    Landeigendur í Öræfum hafa reynst okkur vel og brýnt að við stöndum vel að okkar aðkomu og umræðu um Öræfin.

    Ofríki Batman og Co á dögunum er í sjálfu sér ekkert stórmál en er angi af mikið stærra og viðkvæmara hagsmunamáli sem er umferðarréttur almennings og hvernig framkvæmdaaðilar á borð við kvikmyndatökulið verða að aðlaga sína starfsemi lögum.
    Einnig er mikilvægt að ferðamenn þekki rétt sinn og skyldur og leiti upplýsinga hjá þar til bærum yfirvöldum ef þeim finnst á rétt sinn gengið.
    Það er alveg óvíst hversu vel upplýst lögregla á hverjum stað og tíma er um almannarétt, en í raun á lögreglan að standa vörð um þessi réttindi og því eðlilegt að leita þangað ef vafi ríkir um rétmæti aðgerða á borð við Batmanstælana á dögunum. Lögregla á að minnsta kosti að geta gefið upplýsingar ef sérstök heimild er í gildi til takmörkunar á ferðafrelsi og hverjir hafa umboð til að framfylgja banninu.
    Nú svo má kalla lögreglu á staðin en þá er nú líklegt að dagurinn sé alónýtur vegna tímaskorts og leiðinda og slíkt engum að skapi.

    in reply to: Upptökur á batman í skaftafelli #48530
    Karl
    Participant

    Það getur vel verið að þessir menn hafi haft umboð frá sýslumanni til að meina mönnum för um jökulinn.

    Það hefur hinsvegar enginn rétt til að taka sér slíkt lögregluvald og og því ekki nauðsynlegt að hlíta slíkum tilmælum nema að viðkomandi sýni með óyggjandi hætti fram á raunverulega tilvist slíks ferðabanns.
    Einfaldast er að hringja í viðkomandi lögregluembætti og fá upplýsingar frá fyrstu hendi. Ef lögreglan staðfestir ekki meint ferðabann og „verðirnir“ eru ókurteisir, er sjálfsagt og ÆSKILEGT að virða farartálma þeirra engu og halda áfram för.
    Að öðru leyti er sjálfsagt að taka fult tillit til þeirra sem fást við kvikmyndagerð, -en þeir verða að kunna sig eins og aðrir og framvísa gögnum frá sýslumanni ef þeir ætla að hafa í frammi e-h annað ein vinsamleg tilmæli

    in reply to: Ísklifurfestivali lokið #48472
    Karl
    Participant

    Það er bráðnauðsynlegt að að taka á þessu fararstjóramáli.
    Olli er að verða FIMMTUGUR og því nauðsynlegt að hafa gætur á alzheimernum hjá manni sem hlotið hefur fleiri höfuðhögg en meðaltals hnefaleikapúði………

    in reply to: Nú sárnar gömlum ÍSALP´ara #48326
    Karl
    Participant

    Nokkrar sögur úr fornöld
    Þegar sögusagnir komu frá norðlenskum bændum um ís í Kaldakinn fóru menn strax að ræða þennan möguleika og við fyrsta tækifæri var farið að skoða og síðan klifra. Man ég ekki betur en farið hefði af stað fjölraddaður söngur til að dásama Kinnina og allan þann leiðafjölda sem þar stæði til boða.
    Sama var með Glymsgilið, -við vorum fjórir félagar að koma ofan úr Botnsúlum er við sáum helblátt gilið og smöluðum töluverðum hóp í skoðunarferð strax daginn eftir. Það voru svo menn sem heyrðu af þessu sem urðu fyrstir til að berja sig upp leiðina -en aldrei man ég eftir að hvarflað hafi að nokkrum manni að pukrast með þetta frábæra svæði.

    Ég hef sagt hverjum sem heyra vill af ísþili sem stundum myndast við Hengifoss og óklifinn norðurveggur Búlandstinds er með tilkomumeiri alpaleiðum landsins.
    Eg hef ekki betur sé að fyrir hverjha nýja klifurleið sem farin er finnist amk tvær nýjar!
    Ég held að þessi umræða snúist því ekki um klifurmöguleika eða það að við séum komin að e-h takmörkum nátturunnar á framboði ísleiða. Þetta snýst eingöngu um það hvernig menn eru innréttaðir í höfðinu…

    in reply to: Þilið #48249
    Karl
    Participant

    Þakka ykkur fyrir upplýsingarnar Ívar og Rúnar.
    Ég hef eins og Aðalríkur Alsgáði Ættarhöfðingi í Gaulverjabæ alltaf verið hræddari um að himnarnir hryndu yfir mig, frekar en að ég félli af himninum.
    Fyrir margtlöngu börðum við félagarnir okkur upp tuttugu tonna og tuttugu metra langan stólpa sem stóð allmarga metra frá hamrinum, -þetta var í Brynjudal.
    Viku seinna voru þessi tuttugu tonn langt niður í dal þrátt fyrir stöðugt frost allan tíman.
    Ísleiðir af 5° og ofar eru þess eðlis að föll eru hættuminni en í minna bröttum leiðum en aftur á móti meiri hætta á að ísinn (himnarnir) hrynji.
    Eina öryggið gegn þessu öllu saman er markviss og algild sófakönnun…..
    Þetta opnar hinsvegar á umræðuna um aðferðafræði við að bjarga sér út úr fríhangandi aðstðum sem þessum og hvert sé best að hringja eftir aðstoð.
    Gott væri að Rúnki birti númerið sitt hér á síðunni….

    in reply to: Opnun í Hlíðarfjalli #48238
    Karl
    Participant

    Einar segir…
    „Eg hef ekki verid tekktur fyrir tad ad fylgjast med stjornmalum… er bara ad fila tad helviti vel alveg sama hver borgar …hef eg ekki greind i rokraedur“

    Þar sem maðurin flaggar meistaratitli í skotfimi og lætur frá sér ofantalin komment, er augljóst að hann á framtíð fyrir sér sem málaliði hjá besta vini Olla…..! Mundu bara að rukka helvítin….

    in reply to: Búlandstindur #48156
    Karl
    Participant

    Jú til að vera hárnákvæmur þá er ég að tala um NA vegginn.
    Að NV er líka töluverður veggur mjög ofarlega en ég hef ekki séð eins mikinn ís í honum

    Kalli

    in reply to: Búlandstindur #48152
    Karl
    Participant

    Gott að spjallið er komið í gang,
    Takk vefarar.

    Kalli

    in reply to: Búlandstindur #48151
    Karl
    Participant

    Ekki hef ég frétt af klifri.
    Norðurveggurinn er ófarinn en í svartasta skammdeginu myndast þar 500 m ís og etv mix í efri hluta fjallsins. Við réttar aðstæður er þarna að finna eina af áhugaverðari alpaleiðum landsins.
    Ég hef ekið þarna framhjá í jasnúar og horft, NB neðan frá vegi, á þræl fallega leið þarna upp.
    Góða ferð.

    in reply to: Meðlimur af ISALP #48120
    Karl
    Participant

    Jónki, -ertu nýbúinn að lesa Litlu Gulu Hænuna?

    En þetta er rétt , -málið er ekki spurningin;
    -Hvað getur Isalp gert fyrir mig?
    heldur,
    -Hvað get ég gert mér úr Ísalp?.

    Þeirri spurningu er hinsvegar mikilvægt að halda á lofti og jafnvel að viðra e-h að slíkum vangaveltum hér á Síðunni.

    Hvað viðkemur hagsmunabasráttu Ísalpara þá er nú svo að það eru almennt allir góðir við okkur -alltaf! -nema þá bara blessuð ríkisstjórnin.
    Ísalp hefur lagst á sveifina með öðrum útivistarfélögum þegar ríkisstjórnin hefur þrengt að okkur t.a.m. varðandi umgengnisrétt um land, og svo hefur Ísalp lagt lið baráttunni fyrir varðveislu öræfanna og varfærni í framkvæmdum.
    Ísalp er stofnaðili að Samtökum Útivistarfélaga og undirritaður hefur talað máli útivistar og fjallamanna í því verki að raða virkjunarkostum niður í forgangsröð sem vonandi lágmarkar skaða okkar af þessu brölti ef eftir þessu verður unnið.
    Varðandi lögin um almannarétt var verulegur árangur af baráttunni.
    Líklega verður orkuslagurionn öllu erfiðari leðjuglíma.

    in reply to: Vakna #48070
    Karl
    Participant

    Þetta minnir á hjálparsveitarbelgina sem skelltu sér í þriggja daga leiðangur á Snæfellsjökul, náðu á toppinn og skelltu sér að því búnu á Kópavogshælið (Denali) og dvöldu þar í 3 daga og náðu þeim einstæða áfanga að renna sér niður á skriðjökulinn og slefa sér síðan upp á lendingarstaðinn aftur og shanghæja næstu vél heim…..

    in reply to: Vaðlafjöll #48066
    Karl
    Participant

    Hættið þessu tali um borvélarkaup!
    BYKO og HILTI leigja borvélar og því fyrirhafnarminnst að beina mönnum þangað í stað þess að stofna kaupfélag um bormaskínu.
    Munuð að SÍS meikaði ekki sens og frjáls markaður er nú til siðs…

    in reply to: Valshamar og Bensínbor #48035
    Karl
    Participant

    Ég legg til að keypt sé 650 -1000 W Honda Inverter rafstöð.
    Þær eru til álíka einfaldar í notkun og venjulegur Ghettóblaster.
    Lítið mál að síga með svoleiðis og starta í veggnum. Að auki er lítið mál að vera með 40 m framlengingu. Þetta er einföld ttl ódýr standard græja sem nýtist einnig í komandi skálavinnu oþh.

    in reply to: Leiðarvisir af Munkaþvera #48019
    Karl
    Participant

    Böbbi, -ert þú ekki tilvalinn til að sverma upp jái hjá settlegum búandikerlingum? -fyrst dömunum verður aðallega ágengt með karlana….

    Kalli

    in reply to: Skálamál #48004
    Karl
    Participant

    -Er ekki tímabært áður en lengra er haldið að láta þinglýsa skálanum á Ísalp? Við höfum rætt þetta áður og í ljósi ýmissa undarlegra áforma sunnlendinga um stórfelda uppbyggungu er æskilegt að við höfum okkar á þurru. Það er hættuminna að rugga bátnum á lygnum sjó en eftir að hvessir

    kv.
    Kalli

    in reply to: Skálarnir og nefndir ? #47990
    Karl
    Participant

    Þessi hugmynd Skúla finnst mér allrar skoðunar verð. Útgerð og aðbúnaður í skálanum er öll önnur ef um er að ræða læstan Ísalp skála.

    kv
    Kalli

    in reply to: Skálarnir og nefndir ? #47986
    Karl
    Participant

    Ég er ekki að hugsa eitt né neitt appelsínugult.
    Frekar að velta upp íhugmyndinni um að opna í Tindfjöllum neyðar forstofu og læstan skála innaf.
    Spurningin um að hætta kyndingu í Bratta er út af borðinu ef nægilegt dræf er til staðar að reisa ryðfría skorsteinin sem legið hefur á gólfinu í hálfan áratug…..

    Annars þurfum við víst engin þægindi, -skv Mogganum í dag er fjallamennska aðallega harðræði þjáningar og faðmlög og þarf ekki hús til þess arna.

    in reply to: Skálarnir og nefndir ? #47978
    Karl
    Participant

    Slæmar eru nefndirnar
    Hvernig er með efndirnar
    sem sumir lofuðu sumum…

    Við Jón Gunnar vorum orðaðir við Bratta, -efndirnar enn sem komið er slæmar.
    Heyrst hefur að mjög þörfum ferður Valla og Stjóna í Tindfjöll.
    Ég komst yfir litla olíukabysu sem ég hugsaði fyrir Bratta en síðan kom upp hugmyndin að leggja niður kyndiútgerð í þeim skála þar sem fjallamennska í Botnsúlum væri alla jafna stunduð í dagsferðum og og skálin aðallega nýttu af hjálparsveitum og sleðamönnum sem í raun eru okkur óviðkomandi.
    Sunnlendingar, aðallega umhverfis Hvolsvöll hafa uppi hugmyndir um e-h resort í Tindfjöllum þar sem ægt geti saman skíðamönnum sleðamönnum og jeppajuði. Slíkt er ekki áhugaverður kokteill fyrir okkur fjallamenn og er í raun mælikvarði á hvað hugmynd þessi er arfavitlaus. Fyrir utan hvað Tindfjöll eru magnað veðravíti og aðkoman vörðuð með þverhníptum giljum á báða vegu…
    Tindfjallaskáli er orðinn veðurmóður eftir sex áratugi. Það er hægt að framlengja hann til e-h áratuga en einnig er vert að velta upp þeirri hugmynd að koma upp skála sem samanstendur af forstofu/neyðarskýli og læstum vistarverum þar innaf fyrir Ísalpara.

    Það er virkilega þörf á að ræða þessi mál og negla stefnuna.
    Það er í raun stefnuleysið sem hefur valdið því að félagið hefur látið skálana drabbast.

    Látið í ykkur heyrast.

    Ps.
    Valgeir, -þú ert alltaf ærumeiðandi…..-skítt með helv auðmýktina

    kv
    Kalli

    in reply to: Fjallaskíðakeppni #47962
    Karl
    Participant

    Hugmyndin að baki keppninni var sú að „það væru hvort að er (flest) allir í Fjallinu um páskana og því bara kærkomin tilbreyting að forða sér úr þvögunni og sperrast e-h hærra á skinnunum. Það fóru hinsvegar fáir norður um þessa páska sem kom nú ekki að sök því langþráðan keppnisdaginn var ákveðið að loka Hlíðarfjalli fyrir fullt og fast þessa vertíðina….punktur

    Þær sálir sem voru fyrir norðan skelltu sér því á Herðubreið, hvar ríkti frábært veður og skíðafæri. Í sumarblíðunni á páskadag var skotfæri inneftir og víðirinn í Lindum farinn að blómstra.
    Jónki! -átt þú ekki e-h myndir úr túrnum? -Rúnki hefur gaman af að sjá myndir af snjó!

    in reply to: Einfara „Solo Climbing“ #47942
    Karl
    Participant

    Hvernig er það Ívar! -fékkst þú ekki einu sinni að dingla í línunni minni uppundir brún í Þilinu?
    -Kanski telst það ekki með að detta í topprópinu…

    Þess má geta að sjálfur datt ég eitt sinn uppundir brún í Skessuhorninu þegar blaðið í „Gamla-Rauð brottnaði“, -þá var nú gott að vera í línu og eigha e-h inni af skrúfum.

    kv, Kalli

    in reply to: Fjallaskíðakeppnin í Hlíðarfjalli #47919
    Karl
    Participant

    Hugmyndafræði Fjallaskíðakeppninnar gengur einfaldlega út á að skíða á fjöll. Fjöll í Hvalvatnsfirði eru jafnvel betri en fjöll annars staðar til skíðaiðkunnar því þar er víða að finna brattar 1 Km háar brattar brekkur án klettabelta.

    Af Hlíðarfjalli er hinsvegar það að frétta að skinnakeppnin er eina trompið sem Hlíðarfjall á eftir um þessa páska ásamt því að vera með troðarasneiðing upp á brún og bjóða reglulegan drátt upp á brúnina og e-h inn að Vindheimajökli.

    Ef greiðfært er í fjörður og þar verði þverfótað fyrir vélsleðum má hugsa sér að taka þar upp skeiðklukkuna…

    Látið í ykkur heira þeir sem verða í sólinni fyrir norðan um Páska

    kv,
    Kalli

    in reply to: Snjóalög við Eyjafjörð #47918
    Karl
    Participant

    Er e-h snjór í Herðubreið? -Ég hef heyrt að það sé hlemmiskeið þangað inneftir.

25 umræða - 226 til 250 (af 262)