Valshamar og Bensínbor

Home Umræður Umræður Klettaklifur Valshamar og Bensínbor

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47008
    Ólafur
    Participant

    Heil og sæl

    Í framhaldi af umræðunni sem fram fór hér fyrir nokkru um Valshamar:

    Við Jón Haukur fórum í Valshamarinn í síðustu viku sem væri ekki í frásögur færandi nema að Jónki hreinsaði og boltaði nýja leið. Hún er utan á stuðli ca mitt á milli gollum og Eilífs, hægra megin við leiðina Gimli sem var boltuð þar fyrir 2 árum. Leiðin er svipuð að erfiðleikum og Eilífur (5.7-5.8) og tillaga að nafni er Glóinn. Ennþá á eftir að setja toppakkeri í leiðina en hægt er að nota toppakkerið fyrir Gimli meðan svo er. Þá er komið nokkuð úrval af boltuðum leiðum Valshamrinum í sem meðaljóinn ætti að geta glímt við og því ætti að létta aðeins á álaginu á Eilífi þar á fjölmennum síðkvöldum.

    Að lokum langar mig að stinga uppá að ÍSALP fjárfesti í bensínborvél sem félagar gætu fengið að láni.

    -órh

    #48025
    0309673729
    Participant

    Gott framtak! Það væri óvitlaust að ÍSALP og/eða Sportklifurfélag Reykjavíkur, fjárfesti í bensínborvél. Á aðalfundi Klifurhússins var einmitt rætt hvort ekki mæti nýta þann pening sem (hið nú um tíðir óvirka félag) SKFR liggur með inni á bók í að kaupa borvél.

    Það er þarft að endurbolta einhverjar leiðir í Valshamri, einnig væri vert að bolta fleiri léttar leiðir að Munkaþverárgili og Skinnhúfuklettum (fyrir mig og aðra í meðallagi lélega klifrara)

    Gjaldkerinn verður að segja til um þetta, en ég grun um að fjárhagur ÍSALP standi ekkert alltof vel, eftir töluverðar framkvæmdir og feitan reikning fyrir litprentað ársrit. — Einungis 131 hefur greitt árgjald 2002, sem vitnar til um lítinn áhuga fyrir áframhaldandi starfsemi ÍSALP.

    #48026
    Jón Haukur
    Participant

    Fer væntanlega á eftir og skelli upp akkerinu ef sá gamli græni drífur yfir Esjuna…

    jh

    #48027
    2510815149
    Meðlimur

    Mjög góð hugmynd og hef ég heyrt fregnir að skfr eigi einhvern pening.
    Annars held ég að væri ráðlegra að kaupa batteríisvél miðað við sögurnar á því hversu hörmulega leiðinlegt og mannskemmandi það er að bora með þessari níðþungu bensínvél sem til er og reynsla mín af battaríi er alveg hreint ljómandi góð

    #48028
    Jón Haukur
    Participant

    Gekk frá toppakkeri fyrir nýju leiðina í gærkvöldi og bætti við einum bolta í Eilíf. Það voru nokkrir sem prófuðu leiðina og gráðan er ca 5.7 – 5.8.

    Varðandi umræðuna um borvélar, þá er stærsti gallinn við batterísvélar að viðhalda lífinu í batteríinu, það kemur svo yfirleitt á daginn að batteríin eru dýrari en vélarnar þegar á svo að endurnýja. Bensínvél er sennilegar öruggari í rekstri fyrir félagasamtök þar sem að margir ganga um vélarnar.

    jh

    ps. Athugasemd til Helga varðandi kostnað á blaðinu, þá er prentunin mjög sambærilegu verði og þegar það var svart hvítt, auk þess sem 2 ára budget ætti að duga fyrir því sem auglýsingarnar dekka ekki, þannig að ekki kenna blaðinu um slappa fjárhagsstöðu.

    #48029
    0309673729
    Participant

    Fjárhagsstaða ÍSALP ræðst af miklum hluta af innkomunni af árgjöldunum. Hérna er tölur greiddra árgjalda síðustu 5 árin. Þetta er raunveruleg stærð klúbbsins, hvað sem hver óskar sér. Einhversstaðar las ég nú reyndar að það ætti að fara með klúbbinn upp í 600 á næstu tveimur árum. Líklegt — tja, erfitt að segja :-)
    1998 – 165
    1999 – 181
    2000 – 160
    2001 – 143
    2002 – 131

    En hvað um það, ég mæli eindregið með að drífa í borvéla kaupum hið fyrsta. Það setur varla ÍSALP á hausinn.

    #48030
    Jón Haukur
    Participant

    Var ekki málið að nota sjóði sportklettaklifurfélags Reykjavíkur í borvélakaup?

    Annað mál þessu skilt, á annar hvor klúbburinn einhvern lager af augum og boltum? Mér er það svo sem að sársaukalausu að leggja til bolta og augu í nokkrar leiðir, en það er hins vegar frekar erfitt að komast yfir augu úr almennilegu efni í einhverju magni.

    Enn eitt sem er þessu líka skilt, þá þyrfti að móta stefnu varðandi endurboltun á leiðum, til dæmis er það mín skoðun að þar sem gamlir hulsuboltar eru að þar eigi helst að reyna að nota sömu holurnar með því að bora út hulsuna (þar að segja ef staðsetning boltans er í lagi. Ég hef reyndar ekki prófað það, en það hlýtur að vera hægt með einhverjum ráðum. Ef maður hugsar lengra en 5-10 ár fram á vegin þá er það ekki sérstaklega aðlaðandi að horfa upp á marga gamla bolta í klettinum. Annars væri áhugavert að fá að heyra álit frá erkiklettarottunum um þetta.

    Annað mál er síðan hvort það eigi að stefna að því að gera Ísalp að fjöldasamtökum. Ég er ekki viss um skili sér, það þarf frekar að virkja þá klifrara sem eru að gaufa þarna úti og eru ekki félagar, sem og að fá meira af því liði sem hefur stundað sportið um langa tíð og hefur dottið út af félagaskrá til þess að skrá sig aftur, til dæmis með því að senda hvatningarbréf á þá „úrelta“ félaga.

    jh

    #48031
    0311783479
    Meðlimur

    Ég held að Sportklifurfélagið eigi slatta af boltum og augum, hef allavegana heyrt þjóðsögur af níðþungum handfarangri fullum af augum og ankerum.
    Góður punktur með að hvetja menn til að huga að næstu kynslóðum þegar verið er að bolta þessar leiðir.
    -kv.
    Halli

    #48032
    2806763069
    Meðlimur

    #1 Þegar hefur verið rætt um að kaupa nýja batterísvél fyrir sjóði SKFR, því miður hefur ekki verið rokið í það mál strax, en við tökum þetta sem spark í ********.

    #2 Reynslan af bensínborvélinni sem þegar er til er þannig að ekki þykir ástæða til að fjárfesta í annari slíkri.

    #3 Vegna þess að batterí og hleðsla þeirra er vissulega vandamál stendur til að kaupa þegar fleirri en eitt batterí í byrjun.

    #4 Áður en menn tapa sér yfir gleði skal taka fram að hver sem er mun ekki hafa aðgang að þessari borvél. Stjórn SKFR hefur enn ekki komist að niðurstöðu um hvernig aðgangstakmarkanir að möguleikum fólks til að bolta nýar leiðir. Allir málsmetandi aðilar eru hinsvegar sammála um að nauðsinlegt er að stýra þessu með einhverjum hætti. Þetta er bæði til að tryggja öryggi en ekki síður til að koma í veg fyrir boltunar slys. Þ.e. lélega boltaðar leiðir, boltun á stöðum þar sem ekki er leyfinlegt að bolta, boltun annars tryggjanlegra leiða osf.

    Stjórn SKFR mun taka feginshendi öllum tillögum varðandi reglur til að stýra því hverjir fá að nota vélina og hverjir ekki.

    En þangað til skýrar reglur gilda munu einungis afar fáir og afar gamlir/traustir gaurar hafa aðgang að vélinni, í flestum tilfellum þeir sömu og þegar hafa boltað um 90% af klettaleiðum landsins.
    Svona er bara lífið!!!!

    #5 SKFR hefur yfir að ráða sjóð af boltum og augum. Sá sjóður er varðveitur af formanninum Árna G. Reynissyni og er ætlaður fyrst og fremst til viðhalds og viðbóta við eldri svæði og uppbyggingu nýrra svæða. Þegar hefur verið ráðstafað úr sjóðunum til Valshamars, Hnappavalla, Munkaþverár og Skollakviltar við Súðavík. Stæðstur hluti fór svo til uppbyggingar á fjölspannasvæði í Gígjaporshamri við Hrafnsfjörð, Jökulfjörðum.
    Það eina sem sjóðurinn er ekki hugsaður til að gera er að bolta stakar leiðir á óþekktum svæðum. Sé eitthvað til í sjóðnum enn er sjálfsagt mál fyrir Jónka að banka upp á hjá Árna og fá fjárveitingu. Enda uppfyllir þessi nýja leið að öllum líkindum ítrustu kröfur sjóðsins.

    Vonandi verður þetta til að skýra eitthvað.
    Tekið skal fram að ofantalið byggist á skoðunum og minni undirritaðs og þarf ekki í nákvæmlega öllum atriðum að endurspegla raunveruleikan, enda minnið farið að slakna og skoðanirnar löngum verið skrýtnar.

    kv.
    Ívar F. Finnbogason, gjaldkeri Sportklifurfélags Reykjavíkur

    #48033
    0703784699
    Meðlimur

    Er ekki bara spurning um að banka uppá hjá Ormson (eða eru þeir ekki ennþá umboðsaðilar Bosch) og reyna að fá eina svona í styrk. Eða kannski að fá Ístak, þar sem þeir virðast vera liðugir að leggja þessu sporti hjálparhönd, til að kaupa svona vél? Eða er ekki verið að spá í svona Bosch vél einsog er auglýst í öllum klifurblöðunum (Bosch the Annihiliator).???

    Gimp

    #48034
    Jón Haukur
    Participant

    Varðandi umræður um batterísvélar má kannski bæta því við að það er lítið mál að tengja vélarnar við utanaðkomandi þurrgeyma, sem kosta fáa þúsundkalla og eru því mun ódýrari í rekstri. Vélin sem ég hef verið að nota er 12 volta AEG vél þar sem að batteríin voru orðin löngu ónýt, en í staðin er búið að mixa lítinn þurrgeymi sem maður er með í beltinu, Þar af leiðandi er vélin skítlétt og mjög þægileg að vinna með hana. Þetta system hefur virkað alveg prýðilega. þar með þarf ég hvorki að teljast afar gamall né traustur til þess að fá gamla Hiltibrand lánaðan….

    jh

    #48035
    Karl
    Participant

    Ég legg til að keypt sé 650 -1000 W Honda Inverter rafstöð.
    Þær eru til álíka einfaldar í notkun og venjulegur Ghettóblaster.
    Lítið mál að síga með svoleiðis og starta í veggnum. Að auki er lítið mál að vera með 40 m framlengingu. Þetta er einföld ttl ódýr standard græja sem nýtist einnig í komandi skálavinnu oþh.

    #48036
    Ólafur
    Participant

    Hef ekki prófað að nota rafstöð eins og Karlinn stingur uppá en lausnin hans Jónka (létt borvél með þurrgeymi sem hægt er að hafa í bakpoka eða hangandi utan á sér) er góð. Borvélin sjálf er þá mjög létt sem skiptir miklu máli.
    Hef á tilfinningunni að það sé góð lausn ef menn stefna á rafmagnsgræju á annað borð. Það er tiltölulega þægilegt að þvælast með þetta ef menn eru að bora á afskekktum stöðum eða langt uppí fjallshlíðum.
    Það þyrfti síðan að vera einhver umsjónarmaður með græjunni. Hef ekki miklar áhyggjur af því að Pétur og Páll fari að gata kletta í stórum stíl hér og hvar en sjálfsagt að fylgjast vel með og að aðeins „afar gamlir/traustir gaurar“ hafi aðgang að vélinni.

    #48037
    2802693959
    Meðlimur

    Siðferði og græjudella! Þráðlaust er framtíðinn guys! Er ekki rétt að vera með rafstöð á hverju klifursvæði og þráðlausar borvélar í röðum fyrir þá sem vilja búa til sínar eigin leiðir?
    Ég vil taka undir með þeim röddum sem lýst hafa áhyggjum sínum með það hverjir bolta og hvar. Fagna reyndar hugmynd nafna um aðferð við að endurbolta leiðir ef mögulega er hægt að framkvæma það með öruggum hætti. Varðandi boltun nýrra leiða tel ég hinsvegar að ef ekki liggur þá þegar fyrir einhverskonar siðferðisrammi um hvar og hvernig egi að bolta leiðir þá þurfi Sportklifurfélagið að hafa framgöngu um að móta þessháttar ramma. Ég trúi því að með bættu aðgengi að góðum, léttum, kraftmiklum græjum muni þröskuldurinn, að bolta hér og hvar, lækka. Þessháttar græju sá ég með berum augum í fyrradag í Valshamri og óar fyrir því að slík tól komist í hendur þeirra sem ekki standa fremstir í sportinu á hverjum tíma. Og fyrst það er komið hér fram þá vil ég undirstrika þá afstöðu mína að boltanir ættu að vera á höndum þeirra sem mest og best kunna að klifra hverju sinni, eða að þeir ættu í það minnsta að gefa álit sitt og vera til ráðgjafar.
    Eins og vonandi er alkunna er Stardalshnjúkur friðaður, a.m.k. í hugum klifrara, fyrir hverskonar boltum. Þar eru náttúrulegar aðstæður til trygginga góðar. Víða á klifursvæðum eins og á Hnappavöllum eru skilyrði fyrir náttúrulegri tryggingar og það finnst mér að þyrfti að skoða hvort ekki sé rétt að hlífa þannig leiðum alfarið við boltum.
    Jón Gauti

    #48038
    Páll Sveinsson
    Participant

    Hvað er þetta.
    Bolta sem mest. Helst Stardalshnjúk líka.
    Það klifrar þar hvort sem er enginn.
    Allt liðið að skríða upp einhvern smá stein í afdal af þvi þar eru boltar.

    Það er komnir nýir tímar og það nennir/þorir engin lengur að treitsta á eitthvað dót.
    Græa leiðirnar nógu vel svo enginn meiði sig og þá skríða fleiri út úr skúrnum.

    Palli

    #48039
    0309673729
    Participant

    Palli er vissulega afar gamall og traustur gaur — en ekki láta hann komst í borvélina!!!

    Helgi Borg

    #48040
    Sissi
    Moderator

    Góður Palli…

    Sissi

17 umræða - 1 til 17 (af 17)
  • You must be logged in to reply to this topic.