Karl

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 26 til 50 (af 262)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Glymsgil #57867
    Karl
    Participant

    Get tekið undir hvert orð hjá Skabba og reyndar allt það sem ég skrifaði sjálfur um Glymsgilsbrölt.
    Svona gerist þegar maður skiptir um bíl á síðustu stundu og pokinn með skíða-hjóla-og -klifurhjálminum varð eftir í jeppanum.
    Ég gerði bara eins og Ólafsfirðingar gerðu í denn, -þar sem að vegurinn fyrir Ólafsfjarðarmúla var stórhættulegur, -þá keyrðu þeir alltaf eins hratt og þeir gátu fyrir Múlann!

    Eg var ekkert að drolla á þessu ferðalagi yfir nýhrunið eggjagrót -en ekkert hafði þó rignt í sólahring þegar við vorum á ferðinni.

    En helvíti, -maður snýr ekki við þegar maður á svona vel þæfða lopahúfu og appelsínugulan ofurhetjusamfesting!

    in reply to: Þríhnjúkagígur enn í fréttum #57816
    Karl
    Participant

    Almannaréttur er þýðingarmeiri fyrir fyrir Ísalpara en flest annað og sennilega hefur farið meira púður í þann málaflokk hjá UIAA og aðildarfélögum en því sem kalla má klifur og fjallamennsku.

    Ný kynslóð landeigenda hefur oft lítinn skilning á að kvaðir eru á eignarhaldi lands og almenningur hefur umferðarrétt um eignarlönd, óháð því hvort e-h hafi verið greitt fyrir leiðsögn eða aðra þjónustu..
    Auðvitað þurfa fyrirtæki leyfi til að vera með starfsaðstöðu á einkalandi en ekki til þess að fara um viðkomandi land.

    Ég átta mig ekki á þessari nútíma Svarfdælsku, -í eina tíð voru ekki aðrar kvaðir á þeim sem skíðuð þar um fjöllin en að mæta í kaffi hjá Hirti á Tjörn af því að kallinn dauðlangaði að vita hvað væri í gangi og heyra ferðasögur.

    Ég hef heyrt ávæning af sérkennilegum merkingum á gönguleiðum á svæðinu, -á e-h myndir af þessum djásnum?

    Mér finnst miklu skipta að Ísalp taka fast á öllu sem brýtur gegn almannarétti.

    in reply to: Þríhnjúkagígur enn í fréttum #57812
    Karl
    Participant

    Himmi, -Það skiptir litlu hversu mörg fyrirtæki aka túristum um Langjökul, fara með halarófuskósólatúra á Hnúkinn osfrv.
    Slík starfsemi lokar ekki á umferð almennra ferðamanna sem ferðast á eigin forræði og veldur ekki óafturkræfum spjöllum.

    -Ég sé tvennt athugavert við áætlanir Þríhnúka ehf. Í fyrsta lagi áform um gríðarleg óendurkræf náttúruspjöll, í öðru lagi einkavæðingu á merkilegu náttúruvætti í eigu Kópavogs sem þar með verður óaðgengilegt öðrum en þeim sem ferðast á vegum þessa eina félags.

    Hvaða uppákoma heldur þú að verði ef þú mætir með statiklínuna þína uppeftir í fyrramálið og segir; -„því miður strákar, ég er að nota hellinn í dag og lyftan ykkar truflar mig á minni línu og veldur slysahættu!“ í dag verðið þið að gera e-h annað!

    Framsóknarfrömuðurinn sem ætlaði að gera veg á Heklu ætlaði einungis að fá einkarétt á akstri á fjallið og við hefðum því getað skíðað það óareittir eins og verið hefur. Siglínur eiga hinsvegar aldrei eftir að sjást í Þríhnúkahelli ef hann verður e-h effaður.

    Þetta mál snýst því bæði um náttúruvernd og almannarétt. -Spurning hvort Samút eigi að láta það til sín taka.

    in reply to: Þríhnjúkagígur enn í fréttum #57810
    Karl
    Participant

    Mér sýnist að búið sé að einkavæða Þríhnúkagatið og þú eigir erfitt um vik með að fara niður nema að kaupa miða.

    Magnús Birgisson lýsir þessu svona:
    „Þetta Þríhjúkagígsdæmi er eiginlega rannsóknarefni. Þarna virðist einkahlutafélagi hafa verið leift að kasta eign sinni á náttúruvætti í eigu almennings í Kópavogi. Þeir nota búnað sem var komið fyrir á kostnað National Geography við þáttagerð og þeir selja svo aðgang að náttúruvættinu á 35.000 kall og alveg ljóst að slík verðlagning er langt fyrir utan færi venjulegrar íslenskrar fjölskyldu í dagsferð um Reykjanesið. Áformin eru svo ennþá stórkallalegri…vegagerð, þjónustuhús, bílastæði, gangnagerð, pallasmíð og ég veit ekki hvað. Þetta heitir víst að vernda í þágu ferðamanna og þykir bara gott…allavega heyrist ekki múkk frá sjálfskipuðum talsmönnum náttúru Íslands.“

    Það er besta má að það sé lyfta upp á Midi í Cham. En Kláfurinn þar kemur ekki í veg fyrir að hver sem er geti klifrað eða skíða hvað sem er á fjallinu. Áform Þríhnúka ehf binda enda a frjálsa för um gíginn.
    Það er verið að gelda Graða-Rauð.
    Ég er reyndar nokkuð slakur yfir núverandi ástandi með topplyftu en jarðgöng, vegaglagningar risabílastæði stálþilför og pylsusjoppa er hrein eyðilegging hellinum.

    Samskonar fyrirbæri er að finna í einum af nyrsta gígnum í Lúdentsborgum, ca 70m djúpt.

    in reply to: Þríhnjúkagígur enn í fréttum #57803
    Karl
    Participant

    Í síðustu ferð minni var notast við óæðra ökutæki en Zúkku, -og dugði vel.
    Tel líklegt á að sú ferð hafi verið síðasta „frjálsa“ ferðin í hellinn.

    Einkavæðing á gatinu og iðnaðartúrismi lokar hellinum um alla framtíð fyrir þessa „20“ sem langar til að glíma við hellinn eftir eigin leiðum.
    Þetta er á pari við framsóknarmanninn sem vildi leggja veg á Heklu og fá einkaleyfi á allri umferð á fjallinu. -Sá var bróðir Guðna Ágústsonar og skoraði víst hátt í öfgakimum framsóknarmafíunar.

    in reply to: Hver hefur ekki lent í þessu? #57797
    Karl
    Participant

    Svona húkk var eitt sinn stundað í lange baner í jólaglöggsklifri í Eilífsdal.
    Þegar skyggja tók var hent niður línum til þeirra va 4 hópa sem ekki voru komnir upp á brún og þeim sagt að hunskast upp. -Mestu skipti að mæta á réttum tíma í glöggið! Í Eilífsdalnum var enginn útpumpaður á borð við þetta grey, en af gefnu tilefni var áherslan sett á heita drykki.

    in reply to: Vorskíðun #57785
    Karl
    Participant

    [attachment=457]TJl.jpg[/attachment]
    [attachment=455]472242_3673418648219_322993348_o.jpg[/attachment]
    Við Björn Júl (stóri bróðir Tomma Júl) skelltum okkur á Herðubreið í gær. Frábært færi en frauðið var komið á síðasta söludag og dugar að hámarki 2-3 daga í vibót í þeirri ofurblíðu sem spáð er.
    Þurftum að taka uþb 100 hæðarmetra skíðalausir.
    Allir vegir á svæðinu eru rykþurrir en áfram er akstursbann í gildi.
    (Rúllugjaldið fyrir að aka lokaða vegi er hinsvegar lægra en að vera gripinn á 96 Km/klst í Húnavatnssýslu…)
    Langafönn lafir e-h fram eftir júní.
    Meðfylgjandi er mynd úr sparibrekkunni og önnur af manninum og skíðunum sem fyrst fóru sömu leið fyrir tæpum 30 árum

    in reply to: Vorskíðun #57778
    Karl
    Participant

    Þessar myndir tók Ómar Ragnarsson, viku áður en ég var á ferðinni á sumardaginn fyrsta í frosti. Hann fylgdi eftir hóp af jarðvísindamönnum og starfsmönnum þjóðgarðsins sem óku í Öskju.
    sjá http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1240465/

    Ég var á ólestuðum bíl sem þolir mikinn hliðarhalla og gat ekið eftir hengubrún fyrir ofan sk Bráðabirgðatjörn þar sem þeir áðurnefndu og FFA höfðu farið útfyrir nokkur hundruð metra leið á auðu landi (en þó aurbleytufríu) en hengjan var ófær fyrir lestaða og upphækkað vörubíla með kerrur.
    Þar sem ég þekki leiðina þá ók ég einfaldlega efti veginum yfir aðrar tjarnir þar sem ég vissi að botninn var traustur. Minn akstur var þvi „zero impact á 6 pundum frá Hrossaborg“. Það er óþarfi að hlífa gömlum jeppum en ærin ástæða til að halda sig á veginum.
    Það fer að verða tímabært að fara aftur þegar nýi snjórinn er búinn að hitna vel og frjósa aftur…

    in reply to: Snjóflóð í Glerárdal #57761
    Karl
    Participant

    Á þessu svæði var stórhríð á sunnudag og mánudag en snjóflóðið fer af stað á miðvikudag. Skaflinn á bílastæðinuir hjá mér var t.a.m. 140cm hár þó svo að meiri hluta lóðarinnar hafi verið auður.
    Þetta stuttu eftir ákomu í miklum vindi eru alltaf verulegar líkur á flóðum.
    -Þetta eru í raun skólabókaraðstæður en vindbelgurinn virtist rótvirka.
    NA hornið á Bláfjalli lítur vel út núna en sennilega er ástæða til að leyfa þessu nýja snjó að setjast fram á sunnudag.

    Mig rámar í að sambærilegur hópur hafi sett á stað flóð fyrir e-h árum á vatnsverndarsvæðinu fyrir norðan Mannshrygg á Hlíðarfjalli og einum hafi naumlega tekist að bjarga vegna þess að hann var með ýli.

    in reply to: allir á Hnúkinn! #57747
    Karl
    Participant

    Ég tek undir allt sem Halli skrifar.

    Ég tel að farsælast sé að þeir sem starfa við leiðsögn til fjalla komi sér saman um samtök á á borð við þau sem ég nefndi hér að ofan og komi umræðunni og faginu uppúr hjólförum einstakra fyrirtækja.

    in reply to: allir á Hnúkinn! #57744
    Karl
    Participant
    Aron Reynisson wrote:
    Veit ekki betur en þú hafir hringt grátandi ofan af Vatnajökli fyrir þremur árum…..

    Er það þetta sem þú átt við?

    http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/05/09/bjargad_af_vatnajokli/

    http://www.isalp.is/forum/9-skiei-og-bretti/8583-hardcore-i-tjaldi.html

    Spurning hvort enn sé það mikill snjór í Bláfjöllum að Árni geti tekið jöklagædana á námskeið?

    in reply to: allir á Hnúkinn! #57741
    Karl
    Participant

    Datt í hug í frh af þessari umræðu… -Fyrir 30 árum tóku sig saman nokkrir ÍSALPARAR og stofnuðu Félag Íslenskra Fjallaleiðsögumanna. Mig minnir að Helgi Ben, Pétur Ásbjörns, Ágúst Guðmundsson Addi Blöndal, Torfi, Anna Lára og nokkrir fleiri hafi verið í þessum hóp. (man að e-h þeirra var seinna í nöp við firmanafnið „Íslenskir Fjallaleiðsögumenn“ -þótti að samtökunum vegið þó svo að þeir hafi flestir verið hættir þessu brölti á þeim tíma!)
    http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=119850&pageId=1602280&lang=is&q=fjallalei%F0s%F6gumenn

    Þetta var víst frekar óformlegt en markmiðið var að snapa e-h verkefni og halda upp standard á þessu sviði.
    Í sjálfu sér væri gott mál að endurvekja þessi samtök, kjósa Helga Ben sem ævifélaga eða lukkudýr og koma þessari umræðu uppúr skotgröfum einstakra fyrirtækja.

    in reply to: allir á Hnúkinn! #57740
    Karl
    Participant
    Ívar F Finnbogason wrote:
    Sæll Karl
    Hugmyndafræðin á bakvið þetta var fyrst og fremst að vekja þá sem núna er verið að sjanghæa í ferðir á Hnúkinn og viðlíka fjöll aðeins til umhugsunar um að það er ekki alltaf einfalt mál að bera ábyrgð á öðrum á fjöllum, hvort sem ábyrgðin er lagaleg eða bara sú sem við berum almennt á samferðarmönnum okkar.
    Menn þurfa hinsvegar ferðaskipuleggjenda-leyfi til að bjóða upp á afþreyingarferðir. Það er ekki atvinnurógur – það er bara þannig! Hefur samt ekki neitt með hæfni að gera.
    Góðar stundir,
    Softarinn

    Sæll Ívar, ekki ætlaði ég að fara í e-h umræðu maður á mann og er satt að segja ligeglad yfir þessu öllu og tengist hvorki rekstraraðiliðum eða ferðafélögum.

    Ég blandaði mér í umræðuna út af villandi texta þínum sem ég vitna til í fyrsta innslaginu.
    Sýnist að þú sért ennþá að rugla saman leyfisskyldri starfsemi á borð við það að bjóða til sölu ferðir (ferðaskipuleggjandi) og því að starfa sem leiðsögumaður sem er ekki leyfisskyld starfsemi.
    Hver sem er má taka að sér leiðsögn fyrir hvern sem er og skiptir ekki máli hvort kaupandi að þjónustu leiðsögumannsins er skráður ferðaskipuleggjandi, saumaklúbbur, Dúddi Begg (hann býr ekki á Njálsgötunni) eða hjólbarðaverkstæði. Það er hinsvegar leyfisskylt að bjóða ferðir á Hnjúkinn en engin leyfi þarf til að taka að sér slík störf eða bjóða sína þjónustu sem frílans gæd á hvaða fjall sem er.

    Hugsanlega felst munurinn í því að frílans gæd má frá greitt með eingreiðslu eða tímagjaldi en ferðaskipuleggjendaleyfi þarf til að selja þjónustuna á hausagjaldi.

    Það er svo annað mál hvort ástæða er til að breyta þessu fyrirkomulagi og hvaða kröfur eigi að gera til þeirra sem leiðsegja við hinar eða þessar aðstæður

    in reply to: allir á Hnúkinn! #57737
    Karl
    Participant

    Út um allan heim eru gædar að hneykslast á minni spámönnum og sjálfsagt hafa margir Ísalparar upplifað freka leiðsögumenn í Ölpunum að olboga sig um ásetnar leiðir og fulla fjallaskála. Erlend umræða hjá alpaklúbbum er yfirleitt í þá áttina að almennir félagsmenn eru að úthúða frekum gædum. -Gædarnir nöldra svo á eigin vetvangi.
    Greinin hans Ívars er illa skfrifuð og tveir Ísalparar af Njálsgötunnu þurftu að ósekju að taka hér til varna.
    Samanburðurinn við smiðina er arfaslakur. Enginn má kalla sig smið nema hafa þar til gerða opinbera pappíra.

    Hér er ágæt nöldursíða þeirra sem fást við ferðaþjónustu:
    http://www.facebook.com/groups/86880934649/

    in reply to: allir á Hnúkinn! #57735
    Karl
    Participant

    Ég veit ekkert um þetta mál.
    Finnst samt glitta í það viðhorf hjá halarófuskósólagædum ákveðins fyrirtækis að þeim finnist ekki alltaf mikið til koma um ferðir og framgöngu samkeppnisaðila.
    Stundum nálgast þetta atvinnuróg sbr komment hér að ofan um starfsleyfi leiðsögumanna sem eru helber uppspuni.
    Slík umræða á ekkert erindi a heimasíðu áhugamanna um fjallamennsku.
    Atvinnunöldur á frekar heima á e-h spjallborði Samtaka Ferðaþjónustunnar.

    in reply to: allir á Hnúkinn! #57722
    Karl
    Participant
    Ívar F Finnbogason wrote:
    # Þeir sem þiggja laun fyrir að fara með aðra í ferðalög verða að hafa tilskilin leyfi til þess. Komi eitthvað upp á þá er mögulegt að þeir sem bera af því skaða eigi skaðabótakröfu á viðkomandi.

    Ekki ætla ég að draga úr eldmessu Ívars um að menn valdi verkum sínum.

    Raunveruleikinn er hinsvegar sá að á Íslandi má Hver-sem-er leiðsegja Hverjum-sem-er, Hvar-sem-er og Hvenær-sem-er. Einu undantekningarnar sem ég man eftir í svipin eru störf hafnsögumanna og hreindýraveiðimannaleiðsögumanna sem krefjast opinbers stimpils.
    Það eru einfaldlega engin leyfi og reglur til um störf leiðsögumanna og Hver-sem er má leigja sér Hvaða-leiðsögumann-sem-er í Hvað-sem-er.

    Hinsvegar gildir það um öll mannanna verk að það skiptir máli að þau séu vel unnin og allir eiga að standa ábyrgir gerða sinna

    Síðan eru til reglur um formlega ferðaskipuleggjendur og ferðaskrifstofur, -en það er allt önnur ella.

    Svo er alltaf uppi spurningin um siðferðisleg gildi þess að draga fólk fótgangandi í þann djöfulskap að vandalisera skíðabrekkur á skósólunum…

    in reply to: Vorskíðun #57646
    Karl
    Participant

    Fór á Herðubreið í síðustu viku. Þar var glænýr vindbarinn snjór ofan á hjarni. Ekkert vor á ferðinni þar. Gamla hjarnið var með örþunnu ísskæni nokkrum cm yfir yfirborði hjarnsins. Þessi tenging brotnaði auðveldlega þegar skíðað var upp nýja snjóinn. Þessu fylgdu verulega óþægileg hljóð en líklega var yfirborð hjarnsins undir ísnum það óslétt að snjórinn fór ekki af stað. Í fyrra féll geysistórt flóð efst úr fjallinu og langt útá hraun og var þar á ferð sambærilegur nýr vorsnjór ofan á eldra hjarni. Ég lagði því ekki í að fara upp gilið og snéri við undir klettunum.

    Frá uppgöngunni og austur fyrir Töglin eru fjölmargar veruleg feitar 4-6°ísleiðir í klettabeltinu. Ísinn myndast líklega við sólbráð ofan á klettunum síðla vetrar. Þeir sem vilja alvöru barning á vorin eiga þarna góða möguleika á brölti.

    Akstursbann er á veginum frá þjóðvegi þó svo að aldrei sé aurbleyta á veginum þar sem hann liggur um frostfrítt efni, þvegna möl jökulsárhlaupa, hraun, foksand og vikra. Bannið á þann rétt á sér að hætta er á að e-h fari að krækja útfyrir skafla og tjarnir og valda spjöllum. Ef menn hinsvegar aka rakleitt yfir skaflana á veginum og ösla tjarninrnar þá skemma menn ekkert með umferð á þessum árstíma.
    Frá Töglum er hreinrækt vetrarfæri.
    Varð nokkuð undrandi þegar ég var á skíðum inn við við Bræðrafell þegar löggan á Húsavík hringdi og spurði „hvort ég hefði ekið um Herðubreiðarlindir deginum áður, -án undanþágu frá Vegagerðinni“! -Akandi Ferðafélagsmenn í Herðubreiðarlindum höfðu hringt inn lýsingu á bílnum eða bílnúmer.
    Fannst þetta frekar lúalegt, sérstaklega í ljósi þess að ég ók yfir allar tjarnir á veginum, gat ekið þrælbrattann hliðarhalla á snjó ofan vatnsborðs og komst algerlega hjá því að aka utanvegar, á meðan ferðafégsmenn kræktu frjálslega fyrir tjarnir.
    Mismunandi leiðarval ræðst líklega af því að ég var á óupphækkaðri torfærubifreið en þeir óku upphækkuðum vörubílum sem henta best til flatlendisnota.

    in reply to: Vorskíðun #57672
    Karl
    Participant

    Þessar gerfihnattamyndir geta gefið ágætar upplýsingar um snjóalög á einstökum fjöllum og aðkomuleiðum:
    http://igg01.gsj.jp/vsidb/image/proto_header.html veljið svo eldfjall úr listanum vinstra megin.

    http://lance-modis.eosdis.nasa.gov/imagery/subsets/?subset=Iceland
    á Innrauðu (græn rauðu) myndunum er snjór rauður en ský hvít.

    in reply to: Re: Telmark festival #57584
    Karl
    Participant

    Allt klárt í Hlíðarfjalli í dag
    (Mynd frá Sigga Bald)

    in reply to: Re: Telmark festival #57576
    Karl
    Participant

    http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=XfSr2duoQUg
    Frábært að taka eina bunu góðglaður á Tandem frá afterski í Strýtu og niður að dinner í Hótelinu.
    Lambi er klár með tvenn 210 cm skíði en vantar bindinga:
    http://www.facebook.com/groups/fjallageitur/?notif_t=group_added_to_group
    Nashyrningarnir mæta með 2 pör.

    in reply to: Fréttir af Bratta #57512
    Karl
    Participant

    Er e-h nýtilegt í Bratta sem ástæða er til að flytja til byggða? (fyrir utan rústfría reykrörið sem smíðað var á öldinni sem leið en hefur ekki verið sett upp)
    Bratti er ekki það gamalt hús að það teljist til menningarverðmæta og var reist sem nokkurskonar braðabirgðabúggí þegar glænýr og stærri skáli splundraðist í fárviðri.

    Er ekki hakvæmara að byrja á nýju húsi frá grunni og nýta núverandi hús sem eldivið þegar nýtt kemst í notkun?

    Eins veit eg að Akurneskir hjálparsveitargemlingar hafa hug á að leggja hönd á plóg.

    in reply to: Bretarnir á Vatnajökli #57485
    Karl
    Participant

    Þetta er hreinræktaður gerfihnattasímatúristi.
    Ferðatilhögun og þekking er ekki í takt við aðstæður og farið er af stað með því hugarfari að alltaf sé hægt að hringja á vælubílinn.

    Fyrir daga gerfihnattasímans urðu menn einfaldlega að gera sér snjóuhús, sitja heima eða drepast.

    Þetta heitir að koma heim með öngulinn í rassinum.
    Félagarnir sem ætla að róa kayökum frá Ísafirði til Blossewille og áfram til Kúlusúkk er líka gervihnattasímatúristar sem treysta á að e-h aðrir bjargi þeim ef þeir ráða ekki við að bjarga sér sjálfir.

    in reply to: Bretarnir á Vatnajökli #57478
    Karl
    Participant

    Árni, þú ert afgamall steingerfingur að fabúlera um gúmmígalla, vaðmál og skóflur. Nútíminn er „geimferðir“.
    Nútíminn gegnur út á gerfihnattasíma og gerfihnattarötun. Þannig geta menn sinnt grundvallaratriðum nútíma ferðalaga og bloggað daglega og kallað á hjálp og gefið upp hvert þeir vilja láta sækja sig ef þeim verður kalt eða týna vetlingunum sínum…

    in reply to: Professionals at work #57381
    Karl
    Participant

    Mér datt í hug við lestur innslags Sigga að þetta spjall gengi útá að menn á þrítugsaldri hneykslist a framferði unglingannna en larfar á fimmtugsaldri væru ligeglad yfir þessu öllusaman….

    Nú væri óskandi að Olli og Jón Þorgríms láti í sér heyra!
    -Spurning hvort að Maggi Hall slæðist ennþá inn á vefinn?

    in reply to: Professionals at work #57369
    Karl
    Participant

    Ég átta mig illa á þessari hysteríu.
    Má þá búast við heilögum hneykslunarpistlum þegar myndir sjást af 10m runnout upp kerti sem eru grennri en klifrarinn?, -fordæmingu á öllu ótryggðu klifri? og hneykslun gagnvart skíðun í vafasöum og skemmtilegum brekkum sem að hluta til fara hraðar en skíðamaðurinn?
    Base hopparar verða þá líklega brenndir á báli?.

    Helmingurinn af myndefni BMFF fjallar um það sem upp er talið hér að ofan.
    Að sjálfsögðu er fæst af þessu gáfulegt í sjálfu sér og líklega ætti að banna allt frístundaklifur sem ekki fer fram í toppróp!!

    Sjálfur hefði ég talið eðlilegast að bjóða drengunum uppá Thúle og grennslast svo í rólegheitum um það hvernig þeir eru í ökklunum.

    Kosturinn við þessi hopp er sá að hættan er augljós.
    En hvað með ísklifrarana sem séð hafa á eftir fleiri tonnum af ís falla úr leiðinni sem þeir eru aða klifra eða ætla að klifra eða eru nýbúninr að klifra? -Voru þeir meðvitaðir um áhættuna?
    Hvað með öll löngu runnátin upp hengjur fyrir ofan ísfossa? -Hvenar lendir e-h í því að hengjan brotnar þegar menn eru að brölta yfir brúnina og taka 2×20 m fall?
    Öll fjallamennska yfir 7.000 m hæð er líka stórhættuleg en lítið er hneyklsast á slíku brölti sem hefur þó hvorki meiri eða minni tilgang en broddahopp með atrenu.

    Ég held að þessar æfingar séu mun hættuminni en margt það sem þykir ásættanlegt í umræðunni á þessari síðu og þvi myndefni sem hér hefur farið vandlætingarlaust í gegn. (Hinn alræmdi stólaleikur hefur líka skilið eftir sig áverka)

25 umræða - 26 til 50 (af 262)