Nú sárnar gömlum ÍSALP´ara

Home Umræður Umræður Almennt Nú sárnar gömlum ÍSALP´ara

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46101
  Páll Sveinsson
  Participant

  Það er af sem áður var þegar nýar leiðir og svæði litu dagsins ljós.
  Þá börðu menn sér á brjóst og töluðu digubarkalega um eigin afrek og böðuðu sig frægðar ljóma.
  Voru æstir að dreifa þekkingu og fá sem flesta með á fjöll.
  Við það myndaðist smá stemning og jafnvel smá kapphlaup að fara fallegustu línunurnar.
  Það kom ekki ósjaldan fyrir að maður misti af næst fallegustu línuni meðan verið var að
  frumfara þá flottustu en kannski ekki endilega þá erfiðistu.

  Því þykir mér það leiðinlegt ef það er rétt það sem ég heiri að sportið sé að breitast í einhvernskonar
  pukur samkomur. Menn laumist á fjöll og segi engum frá nema þeir lofi þagmælsku.

  Palli

  #48312
  Jón Haukur
  Participant

  Þetta er allt hið athyglisverðasta. Hér er Palli væntanlega að vísa í umræðuþráðinn hér að neðan um uppsóp á nýju klifursvæði. Soldið merkilegt í ljósi þess að helstu grobbhundar klifursamfélagsins séu að grobba sig af einhverju sem enginn veit hvar er, eða þá öllu heldur hvað það er, gæti allt eins verið ný drætúl leið á turninum í Grafarvogi. Þetta hljómar eiginlega allt eins sagan um fiskinn sem var alveg örugglega 40 pund, hið minnsta en enginn sá, „en ég sleppti honum af því ég er svo góður gæi!“ Heimskuleg umræða, þar sem viðkomandi gæti allt eins verið að tala við spegill, nú kannski er það einmitt málið að hér sé enn einn geðklofinn að stofna til umræðu við sjálfann sig. En þetta er kannski eins og allar M6urnar á Klaustri sem voru svo barasta venjulegar P5 þegar upp var staðið.

  Palli minn, svona er þetta nú bara með kókópuffs fólkið, það þorir ekki að fá gamlingjana í heimsókn því þeir gætu tekið upp á því að niðurgráða leiðirnar, eyðileggja allar fínu sögurnar og senda egóið hjá litlu sálunum niður í kjallara, en svona er það nú bara.

  jh

  #48313
  0405614209
  Participant

  Uff, voff, voff.

  Þessum 40 punda fisk, sem var hrygna, var sleppt af því að hún hafði svo falleg augu – þannig var það nú!

  Annars kom mér stórlega á óvart að enginn skyldi vera að klifra í Múlafjalli um helgina eins og aðstæður voru svakalega fínar að sjá frá veginum. Glymsgilið var líka mannlaust að okkur Ingvari frátöldum. Kannski voru allir slappir eftir Idol? Slæmt að Harpa Vilhjálms skyldi ekki vinna!

  Halldór formaður

  #48314
  2806763069
  Meðlimur

  Þessi umræða byrjar nú alveg úr hörðustu átt, frá leiðasnýki og félögum. Ég man nú einhverntíma eftir því að einn af félögum Palla tróð mig niður í baráttuinni við að ná í óklifraða leið í Haukadalnum, eftir að ég hafði spólað fram úr öllum gamlingjunum upp brekkuna en var grænn bak við eyrum og vissi ekki hvað var klifrað og hvað ekki. Reyndar bætti ég um betur þennan dag og klifraði M6 leið sem að mínu mati er ein flottasta leið svæðiðsins, reyndar ekki f.f. Ekki var hún heldur falleg sagan af gaurunum sem rótuðu upp brekkuna við Núp til að ná nýrri leið þar og gáfu sér ekki einusinni tíma til að spjalla við aðra klifrara sem renndu í hlað til þess eins að sjá hverjir væru þar á ferð. Líklega voru þeir hræddir um að leikurinn væri endurtekin frá Haukadalnum og þeir hefðu það ekki upp brekkuna á undan ungu strákunum, þrátt fyrir öll íþróttamet.

  Nei ég get ómögulega tekið þessa gagnrýni til mín úr þessari átt.

  Þið verðið einfaldlega að horfast í augu við það að mín vinnubrögð eru mótuð af gömlu hetjunum mínum, ykkur, og ef eitthvað hafa þau mildast mikið frá þeim tíma er menn voru tilbúnir að höggva mann og annan fyrir nýjar leiðir og sæti á toppnum. Reyndar væri ég nú til í að sjá eitthvað smá af þessum gamla tíma aftur. Það er lítið gaman að vera eina risaeðlan í þessari deyjandi keppni.

  Hvað gráðurnar varðar þá er það deginum ljósara að mínar gráður eru oftar en ekki hærri en P-gráðurnar, en ég er hinsvegar ekki viss um hver hefur rétt fyrir sér því gráður eiga að endurspegla erfiðleika leiðanna en ekki stærð eistna klifraranna sem gerðu þær. Ég lít því á það þannig að ég sé að leiðrétt misskilning en ekki að ofgráða leiðir. Og varðandi Sexí þá getur vel verið að hún sé of gráðuð, ég var veikur þegar ég klifraði hana. Ekki andlega heldur líkamlega í þetta skiptið.
  Auk þess held ég að kertið fyrir ofan Núp hafi fengið 5+. Óháður aðili sagði að það væri töluvert auðveldara en Sexí og hvað fær maður þá út??

  Ég mun halda áfram að gefa leiðum þær gráður sem mér finnst endurspegla erfiðleika þeirra í samhengi við klassíksar og viðurkendar leiðir eins og Orion. Ég get því miður ekki séð neina kosti við undirgráðun en marga kosti við það að gráðukerfi endurspegli eins vel og auðið er þá erfiðleika sem við má búast.

  Varðandi nýja svæðið æta ég mér að eiga það einn í einn dag, eftir það verður staðsetning þess skráð á vefin eins og alltaf hefur verið gert. Þetta svæði er reyndar ekki erfitt að finna og ef menn nenntu að leggja á sig lítilsháttar labb væru þeir líklega löngu búnir að finna það. Við Jökull nenntum því og gerðum það fyrir okkur en ekki til að spara hinum væsklum könnunarleiðangur. Fylgist bara með, það hlýtur að fara að draga til tíðinda (þessar leiðir eru nú samt ekki nema svona p4 eða 5.gr í mesta lagi svo þið getið alveg andað rólega).

  kv. Harðnandicore

  #48315
  Páll Sveinsson
  Participant

  Ég er nú ekki barnana bestur þegar kemur að klifri.
  Smá kapphlaup hefur ekki gert neitt annað enn gott.

  Ég man nú eftir einu atviki þar sem ég hafði smalað í ferð og var með „frátekna leið“.
  Ein góður vinur minn laumaðist klukkutíma fyrr og var í leiðinn þegar ég kom. Ég er enn sár.

  Svo hef ég nú líka hlaupið/troðst til að ná fallegri línu en ég hef aldrei stundað neitt laumuspil.

  P-gráður. Mekilegt fyrirbrygði.
  Kertið góða var ekkert erfiðara enn hvert annað klifur.
  Þegar maður heldur að allt draslið hangi ekki mínútu lengur
  og ef þú dettur í skrúfu þá verði það til þess að allt hrynji þá hættir manni til að hækka gráðuna.

  Ég er orðin latur maður og labba ekki lengra en ég þarf.
  Það er alltaf gaman að fara nýar leiðir og helst ófarnar.
  Það færu kanski fleiri risaeðlur á stúfana ef fréttist af nýu svæði og þá sæust menn á fjöllum.

  Palli

  #48316
  Anonymous
  Inactive

  Já alltaf gaman að stunda svona smá rifrildi!!!
  Málið er að flest öll svæði sem menn pukrast með (hef aldrei skilið það) verða ekkert spennandi og nær enginn nennir að heimsækja þau. Það er hægt að finna mörg dæmi um það. Ef þið þurfið að pukrast svona með þetta er það einfaldlega klifuríþróttinni til vansa og eiginlega mætti halda að þið séuð ennþá skríthræddir(allavega eigingjarnir) við okkur þessa eld-eld gömlu(hættir að kalla okkur hetjur, erum raunsæir) sem ennþá nennum að labba. Mér er nefinlega alveg sama þó ég þurfi að leggja á mig 2-3 tíma göngu til að komast í góða línu. Ef ykkur finnst þetta svona spennandi verðið þið bara að eiga þetta en það mun enginn nenna að labba í þetta svæði ef búið er að klifra allar skemmtilegustu leiðrirnar. Gott dæmi um þetta eru leiðirnar upp af Hvalstöðinni sem Flubbarnir voru að pukrast með um árið og enginn hefur einu sinni nennt að labba og sjá hvort þetta var spennandi eða ekki. Við höfum bara þeirra orð fyrir það. Mér finnst þetta sport vera stunduð af svo fáum einstaklingum að það er eiginlega bjánaskapur að vera með svona stæla en það er ykkar val svo ég vona bara að þetta gangi sem allra best hjá ykkur að ryksuga allar leiðirnar. Ég man það um árið þegar menn voru að taka sér frí á miðvikudegin í vinninni til að vera á undan félögunum að klifra línur í Glymsgili það var gaman og var frábær tími fyrir ísklifur á Íslandi og hefði verið mjög slæmt ef einhver eða einherjir hefðu gert það í leyni. heyr heyr
  Olli sem aldrei hefur pukrað!!!!! (ekki svo ég muni)

  #48317
  2806763069
  Meðlimur

  Sorry, ég stend fastur á mínu. Og það að fara leynt með hlutina hefur alltaf verið stór hluti af fjallamennsku. Það eru ekki ófáir leiðangrarnir sem hafa reynt að leyna verkefnum sínum með það að markmiði að koma í vegfyrir að aðrir rífi sig upp af rassgatinu og verði fyrri til. Það er ekki lengra síðan en í sumar að ég dró upp úr nokkrum hjálparsveitar guttum að þeir væru að fara erlendis að kífa ansi hátt fjall. Auðvitað skellti ég þessu beint á netið og hafði óhemju gaman af öllu saman. Að sama skapi hef ég passað upp á mín verkefni, stundum svo stíft að ég hef neitað að segja þeim sem ég hef boðið með í för hvert ferðinni sé heitið.
  Þó þið hafið gefist upp á keppninni og orðið góðir kallar gildir það sama ekki um mig. En auðvitað sendi ég út upplýsingar um nýjar leiðir við fyrsta tækifæri.

  Það liggur oft mikil vinna á bak við það að finna ný svæði og þá vinnu legg stundum á mig vegna þess að ÉG hef gaman af að fara nýjar leiðir. Og ég tel mig ekki skulda neinum neitt, verandi sá sem að stórum hluta sér þessu litla samfélgi fyrir upplýsingum um aðstæður, upplýsingasöfnun sem oft kostar sjálfan mig klifurdaga, en ég geri það nú líka bara fyrir sjálfan mig!

  Svo hana nú, þið fylgist bara með netinu og ef mér tekst ekki að hreinsa upp svæðið á fyrsta degi er aldrei að vita nema þið getið líka nælt í eina tvær f.f.

  #48318
  Anonymous
  Inactive

  Það er líka allt í lagi að standa fast á sínu en yfirleitt falla menn á sama bragði. Ef þetta er mórallinn að menn fari í leyniferðir út um hvippinn og hvappinn þá þeir um það. Ef þið eruð svona logandi hræddir við samkeppni þá er það ykkar mál. Klifursamfélagið mund þá í framtíðinni samanstanda af leyniklíkum sem pukra í sitt hverju horninu(gaman gaman ). Ekki nenni ég að fara þangað heldur finn ný svæði og SEGI öllum frá því sem vilja heyra. Þú Ívar er mjög iðinn við að kvarta yfir því að menn nenni ekki að segja frá því sem þeir eru að gera og svo fellur þú á saman bragði he he.
  Með klifurkveðjum.

  #48319
  2806763069
  Meðlimur

  Segja frá því sem menn eru að gera en ekki því sem menn eru að fara að gera, slíkt hefur aldrei talist góður siður í fjallamennsku, regla sem ég hef að vissu leiti brotið núna, gerist ekki aftur.

  Hefði ég vitað að þetta færi út í svona heitar umræður hefði ég skellt þessu fram miklu fyrr!

  Annars er það sem Olli er að lýsa hér að ofan nákvæmlega sá raunveruleiki sem var til staðar fyrir svona 5 til 7 árum, þegar þessir gömlu refir voru á sínu blómaskeiði.

  Hlakka annars til að hitta þig á öllum nýju svæðunum sem allir eru að fara að finna, gaman gaman!

  #48320
  Anonymous
  Inactive

  Þarna hefur þú rangt fyrir þér Ívar. Ég man eftir þegar Glymsgilið var að klifrast vissu allir af því og menn kepptust um að frumfara leiðir og það var mjög skemmtilegur tími. Þegar farið var fyrst í Köldukinnina var strax sagt frá því og einnig í Haukadalinn og ég gæti talið mjög lengi hér svæði sem hafa orðið mjög vinsæl VEGNA ÞESS AÐ sá sem fann það fyrst sagði frá því og allir fóru að keppast við að komast sem flestar leiðir. Þannig skapast skemmtilegt andrúmsloft sem er til uppdráttar í klifurheiminum. Samkeppni hefur aldrei skaðað þá sem eru sterkir og með sjálfstraust. Ég veit að ykkur vantar alls ekki styrk en hvað með annað vantar það?? :) :) Ég get nefnt nokkur svæði sem menn hafa pukrað með:Hestgilið( ekki þú Ívar), og afmörkuð klifursvæði norðan í Skarðsheiðinni sem hvorki urðu fugl né fiskur vegna þess að menn voru að pukrast með það.
  Klifurkveðjur Olli

  #48321
  2806763069
  Meðlimur

  Nákvæmlega það sem ég er að segja, um leið og eitthvað hefur verið klifrað á svæðinu mun ég láta allt uppi um aðstæður, aðkomu og allt annað sem skiptir máli. Þannig var það líka gert í öllum þessum dæmum sem þú nefndir, málið er einfaldlega að það hefur enn ekki verið klifrað neitt þarna. Og ég sé það ekki fyrir mér að þú bankir á öxlina á einhverjum og segir honum frá flotta svæðinu sem þú eyddir hálfum degi í að finna og hefur ekki geta klifrað á enn, nema viðmælandinn hafi nákvæmlega engan áhuga á klifri.

  #48322
  0405614209
  Participant

  Jæja strákar.

  Ég held að þið vitið af því en það stendur til að setja saman ísklifurleiðarvísir. Veglegt rit sem á að taka fyrir öll helstu klifursvæðin þannig að þá sem langar til að klifra á „nýjum“ svæðum geti fundið þau og jafnframt haft einhverja hugmynd um hvað þeir eru að fara að gera og valið sér leiðir við hæfi.

  Ég veit að þið eruð boðnir og búnir til að miðla af þekkingu ykkar og munuð hjálpa til við að gera leiðarvísinn sem víðtækastann.

  Væntanlega eru leiðir á Íslandi fleiri en meðalmanni muni endast æfin til að klifra. Leiðarvísirinn mun þó eflaust beina sjónum manna að svæðum sem hafa orðið útundan.

  Kveðja
  Halldór formaður

  PS. Leið sem hefur verið klifin er ekki ónýt. Það er bara búið að klifra hana, gefa henni nafn og gráða hana. Menn geta svo rifist um hvort að hún sé rétt gráðuð. Svo vita líka allir að leið sem var klifin í gær getur verið allt öðru vísi í dag – miklu erfiðari eða miklu léttari.

  HK

  #48323
  Anonymous
  Inactive

  Jú kappar ég veit að það ber í bakkafullan lækinn að bæta við þetta en ég get alveg skilið að menn vilji halda svæðum sem þeir hafa EKKERT klifrað á fyrir sig(þar sé ég alveg þinn punkt Ívar) en síðan er alveg sjálfsögð kurteisi að láta menn vita hvort þetta er eitthvað að viti eða alveg vonlaust. Ég er með nokkur svona svæði í huga og þegar ég staðfesti að þau eru góð (með því að klifra þar) mun ég að sjálfsögðu láta vita af því hér á síðunni.
  með klifurkveðjum Olli

  #48324
  0703784699
  Meðlimur

  Bíddu bíddu…er ollinn með nokkur svæði sem hann er ekki búinn að segja hinum félögum klifursamfélagsins frá???

  Bara svona til að halda þráðnum aðeins lengur lifandi……er þetta annars ekki orðinn langlífasti þráður vefsins hingað til. Því fannst mér ómissandi að henda inn nokkrum línum…….

  Gimp

  #48325
  Anonymous
  Inactive

  Sorry getur ekki hankað mig á því. Ég er búinn að segja mörgum frá þessu og reyndar hverjum sem vill. það er hins vegar talsverður gangur að þessum svæðum og ekki öruggt að þar sé ís. Þegar ég get staðfest að þetta sé eitthvað til að líta á mun ég strax segja frá því hér á síðunni. Það hef ég alltaf gert. Ég vil nú alls ekki vera spenna menn í að eitthvað sé frábært klifursvæði og stefna þangað haug af klifrurum og svo er þetta bara allt í gríni. Ég er hræddur um að þá yrði maður fljótur að fá svo sem eina ísöxi í hnakkann. Keðjur Olli

  #48326
  Karl
  Participant

  Nokkrar sögur úr fornöld
  Þegar sögusagnir komu frá norðlenskum bændum um ís í Kaldakinn fóru menn strax að ræða þennan möguleika og við fyrsta tækifæri var farið að skoða og síðan klifra. Man ég ekki betur en farið hefði af stað fjölraddaður söngur til að dásama Kinnina og allan þann leiðafjölda sem þar stæði til boða.
  Sama var með Glymsgilið, -við vorum fjórir félagar að koma ofan úr Botnsúlum er við sáum helblátt gilið og smöluðum töluverðum hóp í skoðunarferð strax daginn eftir. Það voru svo menn sem heyrðu af þessu sem urðu fyrstir til að berja sig upp leiðina -en aldrei man ég eftir að hvarflað hafi að nokkrum manni að pukrast með þetta frábæra svæði.

  Ég hef sagt hverjum sem heyra vill af ísþili sem stundum myndast við Hengifoss og óklifinn norðurveggur Búlandstinds er með tilkomumeiri alpaleiðum landsins.
  Eg hef ekki betur sé að fyrir hverjha nýja klifurleið sem farin er finnist amk tvær nýjar!
  Ég held að þessi umræða snúist því ekki um klifurmöguleika eða það að við séum komin að e-h takmörkum nátturunnar á framboði ísleiða. Þetta snýst eingöngu um það hvernig menn eru innréttaðir í höfðinu…

  #48327
  2806763069
  Meðlimur

  Þetta er keppni og ekkert annað. Dagurinn þegar ég fer að gefa eftir einhverja gullmola verður dagurinn sem…

  Svo gæti þetta líka verið í atvinnuskini, ef þið lítið á síðuna http://www.mountainguide.is komið þið til með að finna ferð sem heitir Ice climbing first ascents.

  Já það eru engin takmörk fyrir því hvað Hardcore litli er illa innrættur, ekki bara liggur hann á svæðum eins og ormur á gulli heldur ætlar hann líka að selja ríkum útlendingum allt góssið.

  Maður bara skilur ekki lengur í svona illsku, þetta á sér engin takmörk!

  kv. Ívar litli.

  P.s. fyrir hæfilega þóknun getið þið keypt ykkur leiðsög upp ófarna leið og komist inn í sögubækur íslensks klifurs.

  He, he, he! [hár vondukella hlátur með miklum bakföllum í anda Ómars Ragnars]

  Eða eins og Lord Dark Helmit sagði: „Evil will always triumph becaus good is dum!“

  Úff nú hef ég alveg toppað sjálfan mig, ég efast um að hinn illa innrætti frændi minn gæti gert betur!

  #48328
  Páll Sveinsson
  Participant

  Að við færum allir saman góðu gæarnir og kíktum á þetta margumtalaða svæði og klifruðum nokkra skemtilegar línur.

  Ef ívar dugar ekki klapp á bakið sem borgun þá get ég splæst á hann kók og prins í staðinn.

  Er ekki fín spá á sunnudaginn ?

  Palli

  #48329
  0405614209
  Participant

  Sælla er að gefa en að þiggja!

  Svo var til saga af náunga sem átti brauð og bús og svo kom annar og stakk uppá því að splitta því á milli allra svo allir fengju eitthvað. Þetta var fyrir einhverjum þúsundum ára og það er ennþá verið að tala um þetta.

  Kveðja
  Halldór formaður

  #48330
  Jokull
  Meðlimur

  HE hehehehehehe frá Canada.

  Snatan

  #48331
  2806763069
  Meðlimur

  mig vantar einmitt einhvern á bíl á sunnudaginn, fjölmennum bara, þið bjallið bara.

  #48332
  2806763069
  Meðlimur

  Búum bara til mínifestival úr þessu. Allir sem vilja koma með geta látið vita hér. Við hittumst svo við Klifurhúsið/Ísalp á sunnudagsmorgun klukkan 08:00 og brunum af stað.

  Nýjar leiðir koma ekki áreynslulaust og því tekur um 2 til tíma að aka að svæðinu og labbið ætti ekki að taka meira en einn tíma (örugglega ekki verra að vera á skíðum í öllum þessum snjó).

  Fara verður um göngin svo takið þússara með ykkur fyrir það, eða tvo ef þið viljið komast heim.

  Sjáum nú hverjir eru menn og hverjir mýs!

  Á svæðinu ættu að vera leiðir fyrir flest getu stig, kannski engar 3 gráður en eitthvað af öðru, já og svo ein M-22 en Jökull ætlaði að fá hana þegar hann kemur heim, hel massaður (eða ekki!).

  P.s. mig vantar far með einhverjum, einhverjum sem ekur hratt svo ég nái nú örugglega flottustu leiðinni.

  kv. Góði gæinn

  #48333
  0405614209
  Participant

  Er hægt að komast að svæðinu á vélsleða?

  #48334
  Jón Haukur
  Participant

  Nú bregast krosstré sem önnur tré, Bónerinn er búinn að lyppast niður og býður til festivals, þetta sýnir nú bara hvað maðurinn er meir innan við skelina, svei mér þá ef þetta eru ekki ákveðin þroskamerki líka.

  Hvað um það Þetta er hins vegar stórgóð hugmynd, því eitt hefur maður þó lært af þessu brölti í gegnum tíðina að fátt er skemmtilegra en góðar leiðir, nema þá góðar leiðir í sósíalklifri.

  Er ekki nær að mæta kl 7 fyrst það er svona löng aðkoma? Ég skal vera extra lengi að reima skónna svo íbbi nái að hlaupa af stað.

  hmm, tveggja tíma akstur á vesturlandið. eigum við að stofna veðbanka um hvaða svæði þetta er?

  jh

  #48335
  Anonymous
  Inactive

  Sammála Jóni Hauki, tveggja tíma akstur og klukkutíma ganga og hálftími í að græja sig það gera þrír og hálfur tími og menn varla farnir að klifra fyrr en um 12 leitið og komnir heim um miðnætti. Það væri nú betra að nýta þessa stuttu skímu okkar til klifurs en aksturs og göngu. Ég held að 7 úr bænum sé nú bara það seinasta sem maður getur hugsað sér.
  Olli

25 umræða - 1 til 25 (af 28)
 • You must be logged in to reply to this topic.