0703784699

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 101 til 125 (af 338)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Klifursiðferði #55462
    0703784699
    Meðlimur

    Will Gadd hafði þetta um málið að segja…

    http://gravsports.blogspot.com/2010/06/david-lama-red-bull-patagonia.html

    kvHimmi

    in reply to: Hver gleymdi…? #55447
    0703784699
    Meðlimur

    Er með í fórum mínum snjóakkeri (silfurlitað) með blágrárri FiveO karabínu sem fannst í hlíðum Skarðsheiðarinnar síðasta sumar.

    Eigandi óskast,

    Himmi

    in reply to: Innanhús ísaxir – FigFour dry tool #55429
    0703784699
    Meðlimur

    Minnir mig þegar ég vann í Skátabúðinni hér um árið og fékk einn nýgræðing inn sem var í leiðsögumannaskólanum sem var að leita að móbergsbroddum. Ég sagði honum að það væri ekki til, og hvort hann væri alveg viss um að þeim hafi verið sagt að koma og kaupa svoleiðis. Hann kvað svo vera.

    in reply to: Vantar blað í Simond Piranha #55410
    0703784699
    Meðlimur

    Sendu póst á Simond (finnur upplýsingar á heimasíðu þeirra) ef þú finnur ekkert. Gerði það f. 5 árum síðan og fékk skjót og góð svör,

    Annars má reyna að hafa samband við klifurbúðina í Rjukan í Noregi (google), þeir státa sig af því að eiga öll heimsins blöð.

    Svo má reyna Telemark Pyreneas og Cham3s.com

    kv.Himmi

    in reply to: Fatnaður – þriggja laga eða eitthvað allt annað? #55398
    0703784699
    Meðlimur

    Þetta snýst allt um útlitið, keyptu það sem kemur best út á mynd punktur

    in reply to: Fyrir ljósmyndabuffin #55281
    0703784699
    Meðlimur

    Já þú færð bara rassamyndir ef þú leggur ekki aðeins á þig.

    Megnið af þessu var skotið í Bláfjöllum, þeas í Ástralíu, rétt f. utan Sydney. Rakst annars á Simon í klifurgym-inu í Sydney hér um árið þegar heimsmeistaramót unglinga var í Sydney.

    kvHimminn

    in reply to: Dynjandi klifraður í fyrsta skiptið #55173
    0703784699
    Meðlimur

    Talandi um GoPro að þá var þetta var jólagjöfin í ár hjá mér. Er búinn að taka hana út að leika töluvert……og henti inn einu klifurmyndbandi í byrjun árs. Hér gefur að líta frumraunina fyrir þá sem hafa ekki séð það. Var með vélina á löngu priki sem útskýrir hristinginn í seinni hluta myndbandsins.

    [img]http://www.youtube.com/watch?v=8PBm-e45XfU[/img]

    Er með tvö önnur mynbönd undir project en þar sem það er svo mikið að gera í klifrinu að þá gefst ekki tími til að klára að klippa það til.

    Mæli klárlega með þessari vél, og þá sérstaklega HD. Bíð spenntur eftir að fá surf festingarnar og taka þær í prufukeyrslu.

    Hérna gefur að líta myndband sem var skotið á sömu vél á Laugaveginu í sumar, þeas gömlu týpuna ekki HD.

    http://vimeo.com/7740283

    kv.Himmi

    PS: hérna er linkurinn ef þetta klikkaði, http://www.youtube.com/watch?v=8PBm-e45XfU

    in reply to: Nýjasta nýtt beint frá Kanödunni #55111
    0703784699
    Meðlimur

    Er ekki Cintamani að styrkja þessa ferð? Einu fötin (logo) sem ég hef séð í þessari ferð eru frá samkeppnisaðilanum, þá á ég ekki við hina fjölmörgu erlendu samkeppnisaðila Cintamani heldur hitt íslenska fyrirtækið.

    Annars flottur jakkinn hans Robba……

    in reply to: Hörzl #55074
    0703784699
    Meðlimur

    Var að rekast á þetta, http://sites.google.com/site/betaflashsite/

    Hafa menn eitthvað reynt sig áfram með þetta?

    kv.Himmi

    in reply to: Ísfestival – tímasetning #55001
    0703784699
    Meðlimur

    Ekki er ég að fara að mæta á festivalið þetta árið sama hver tímasetningin verður.

    En fyrir mér var það alltaf augljóst hvnær festivalið átti að vera í ár, sem og næst ár og þar næsta ár….en eitthvað hefur verið riðlað við því.

    Hvernig er með Telemark festivalið, er það ekki alltaf fyrstu helgina í Mars?

    Persónulega er ég alltaf hlynntur því að vera með sama fyrirkomulag ár eftir ár….

    kv.hinn íhaldssami

    in reply to: Ísfestival – tímasetning #54991
    0703784699
    Meðlimur

    Festivalið var alltaf haldið síðasta fimmtudag í Febrúar til sunnudags?

    Hvernig er það nú?

    in reply to: Fjör á Baffin #54929
    0703784699
    Meðlimur

    Sick…Baffinn ekki slaemur stadur til ad dunda ser. Svo bidur madur eftir annari mynd …the Asgard Project tar sem wingsuit flying spilar rullu.

    kv.Himmi

    PS. fekk sms fra einum lokalnum i dag….Is any one planning on going to the summit today? Im planning on being there around 4…..tarna atti hann vid The Norton Summit local klifursvaedid. Tar sem tad er 24 desember ad ta sagdist eg vera upptekinn. Nu er klukkan rumlega 7 og eg bid eftir ad kalkunninn verdi tekin ur ofninum fljotlega svo madur geti hent ser i ad opna pakkana. Klifurfelaginn sem sendi tetta sagdi tegar eg spurdi hann hvort hann aetladi ad gera eitthvad yfir jolin….no I went for the christmas dinner last saturday en ta var vinnudjamm hja honum

    in reply to: farið að kólna aftur #54902
    0703784699
    Meðlimur

    Já það á víst að detta niður um einar 14 gráður. Það verður kærkomið enda frekar sveitt að klifra í 38 gráðum.

    kvGimp

    in reply to: Ísaxir óskast #54899
    0703784699
    Meðlimur

    Ísaxir eru ekki bara ísaxir, frekar en bakpoki er ekki bara bakpoki. Skór koma líka í margskonar gerðum sem og bílar.

    Mættir alveg vera aðeins nákvæmari, annars gætir þú endað með 70cm gönguexi með beinu blaði í lóðréttu íssklifir.

    kv.Gimp

    in reply to: Guy Lacelle farinn yfir móðuna miklu #54894
    0703784699
    Meðlimur

    Blessuð sé minning hans.

    Nokkuð merkilegur fýri, frekar víraður fannst okkur félögunum þegar hann var hér á landi í kringum ísfestivalið 98. Vissi ekki mikið um kappa þarna um árið en það vakti klárlega áhuga okkar félaga þegar við vorum rétt búnir að klífa frístandandi 15m kerti (efast um að það hafi verið haldið til haga allar leiðirnar sem voru klifnar þetta festivalið) í Haukadalnum (sem varð fyrir valinu af því við beiluðum á þunnri ísleið sem endaði í gegnum hellisop, sem síðan G.Helgi og GLacelle klifu fyrir framan okkur) þegar hann kemur aðsvífandi og og niðurklifrar nýju leiðina okkar. Risið var ekki mikið það sem eftir lifði dags.

    En í umræddri ferð í Haukadalnum fór G.Lacelle nýja leið á fyrsta degi þessa fyrsta ísfestivals Ísalp. Ég man ekki betur en að ROK hafi tryggt hann upp og komið til okkar Jóns slefandi yfir því að hann hafi klifið þessa leið. Við töldum það nú ekki vera merkilegt að pro klifrari klifraði 55 metra lóðrétta ísleið í einni spönn. ROK bætti þá við að hann hefði bara sett inn eina skrúfu eftir 5 metra og svo aðra um miðja leið áður en hann toppaði.

    Við hliðiná var Jeff Lowe, sem GHC tryggði, að setja upp M6-7 leið með flensu sem síðan ROK fór upp (að hluta allveganna) í ofanvað. Þar við hliðiná var Palli að ljúka við leið með Olla og síðan tókum við Jón línu þar við hliðiná.

    Meðan voru Jay Smith og hans ektakvinna Kitty Calhoun með frægum ljósmyndara (nafnið horfið) að skjóta myndir fyrir TNF bæklinginn 2009. Man að Steini Baldurs var þarna og Einar Öræfingur og svo bættist í flotann þegar leið á helgina.

    Skemmtilegir tímar….

    En annars var mér hugsað til skrifa ROK um að hann hafi farið 3 spönn Þilsins án þess að setja inn skrúfu. Gott og gilt en hvað með stansinn? Þeas GHC, ef GL hefði dottið að þá hefði hann klárlega rifið út alla megintrygginguna hæglega. Bara langaði svona að impra á því.

    kveðja úr sólinni,

    Himmi

    in reply to: skíðasvæði og snjóflóð #54854
    0703784699
    Meðlimur

    „Even the largest avalanche is triggered by small things.“ Vernor Vinge

    in reply to: Mynd dagsins #54829
    0703784699
    Meðlimur

    Erum við að tala um nýjar eða nýlegar myndir eingöngu eða mega þeir vera komnar til sinna ára ef þær eru í réttum gæðum?

    Klifur+rennsli úr ferðum um landið góða eða afmarkast þær ekkert sérstaklega við landhelgina?

    kv.Himmi

    in reply to: Tryggingamál #54797
    0703784699
    Meðlimur

    Heyr heyr, gott og þarft mál.

    Því miður að þá er ég ekki hérlendis til að leggja fram mitt, en ef eitthvað sem ég get gert að þá skal ég glaður aðstoða.

    kv.Himmi

    PS: þegar ég tryggði mig síðast, þá var ég bara spurður hvort ég ætlaði að klifra erlendis, skipti þá engu hvað eða hvernig, bara að klifra erlendis hækkaði iðgjaldið. Reynsla skipti engu máli heldur né hvort maður hafi slysalaust komist í gegnum sín ár hingað til. Svo var það fyndna að ef ég óvart skráði mig í klifurferð þegar ég var á ferðalagi erlendis að þá var ég tryggður?. Hef átt þessa umræðu þó nokkrum sinnum við menn bæði innan og utan tryggingarbransann og því miður ekkert orðið ágengt ennþá. Kannski er bara málið að notast við að vera tryggður í gegnum björgunarsveitirnar og ferðast með þeim? Eða?

    in reply to: Snjóflóðaýlar #54781
    0703784699
    Meðlimur

    Ef þú ert að losa þig við gamlan ýli að þá veit ég að Jón Gunnar Egilsson hjá Veðurstofunni er að reyna að koma upp safni af gömlum ýlum.

    Kunna á ýlinn er aðalmálið, þeir gera allir sama gagnið.

    Fór á námskeið í FINSE í vetrarfjallamennsku umárið og þar var enn talað um Jökul nokkurn Bergmann og hvað fljótur hann var að finna alla ýlana sem grafnir voru. Sama hvað ég reyndi þá tókst mér ekki að bæta metið hans, en ég fann einn lifandi á 3 metra dýpi með minum gamla Ortovox.

    Svo er bara að vona að maður þurfi aldrei að nota græjuna, nema þá helst við æfingar.

    kveðja úr sólinni

    in reply to: Vefurinn #54756
    0703784699
    Meðlimur

    Ég notast nær eingöngu við spjallið, kannski af því það er ekkert annað sem ég þarf eða heillar. En held að spjallið sé 90% af því sem allir nota.

    Það eina sem myndi kæta mig er að laga að ég þurfi ekki að skrá mig inn í hvert skipti (sem ég nenni ekki). En vandamálið mitt er að ég notast við Safari/Apple (veit ég gæti leist það með því að ná í nýjann vafra en ég er bara ekki spenntur .f því, sætti mig frekar við að þurfa að logga mig inn)

    Svo finnst mér gaman að fá póst 2-5 sinnum á ári um það sem er að gerast, en annars reynir maður að fylgjast með dagskrá (sem er hvort eð er alltaf auglýst á spjallinu í leiðinin)

    kv.Himmi

    in reply to: Trommarinn, Skálagil, Haukadal. #54745
    0703784699
    Meðlimur

    Það var enginn byrjendabragur á þessu hjá gamla…flott, og flott lína. Hvað voru þetta margir metrar? Náðist þetta á einni 60m?

    kv.himmi

    in reply to: Team Siurana að gera það gott #54731
    0703784699
    Meðlimur

    Mér leikur á forvitni að vita hvað voru margir dagar „on“ og hvað margir „off“ af 29 dögum hjá ykkur? Var stuðst við road trið viðmiðið 2-1-2-2 eða var bara klifrað þangað til menn duttu niður dauðir til að nýta tímann sem mest?

    in reply to: Ísland á kortið #54709
    0703784699
    Meðlimur

    Eru ekki vel á 200 manns í Ísalp?

    Þetta væri þá undir 1.000 kr hækkun á félaga, sem mætti réttlæta ef eitthvað fengist fyrir inngöngu.

    Ekki hefur það plagað mig að vera ekki í þessum samtökum, en ef það stoppar að við séum að keppa á alþjóðamótum að þá finnst mér rétt að skoða það fyrir okkar topp fólk.

    Væri gaman að fá útlistun á því hvað fæst með inngöngu.

    Held samt að það væri skynsamlegt að senda inn umsókn og reyna að fá að greiða í hlutfalli við stærð klúbbsins og lands. Það kostar vonandi ekkert að fara í aðildarviðræður, annað en hægt er að segja um önnur klíkubandalög sem verið er að sækja um í þessa dagana.

    kv.Himmi

    in reply to: Þrenningin. Múlafjall 2001 #54706
    0703784699
    Meðlimur

    Þetta er svo gamalt…menn enn að klifra í fetlum!!

    Að öllu gamni sleppt, endilega komdu með meira, alltaf gaman að sjá eitthvað frá landi íss og elds.

    kv.himmi

    in reply to: Splitboard #54705
    0703784699
    Meðlimur

    Hef nokkrum sinnum ljáð máls á þessu hér á síðum Ísalp.

    Í stuttu.
    [ul]Alger snilld, ef þú ert meiri brettamaður en skíðamaður að þá skelltu þér á eitt stykki, kom mér á óvart hvað þetta var þægilegt, fór framúr mínum björtustu vonum
    þetta með skóna, það segir sig sjálft að maður skíðar ekki á stífum skóm á brettum í dag og því er vandamálið með að ganga upp í harðfenni frekar snúið nema með því að fá sér ólabrodda, harka af sér og ganga upp á kantinum alla leið eða vera heima
    Eina vitið er í festingunum frá Voile, svo er þitt valið með bretti (burton eða Voile) og getur notað gömlu snjóbrettabindingarnar þínar á þetta eða sömu og þú ert á í Bláfjöllum á hinu brettinu þínu
    Eini ókosturinn er þegar þú lendir á flata að þá getur þú ekki skautað áfram einsog skíðamennirnir og þarft að eyða tíma í að setja þig í göngustellingar og svo skipta aftur þegar hallar undan fæti
    þetta er örugglega ekki ódýr búnaður á núverandi gengi, en vel þess virði og ódýrara en að koma sér upp setti af spes fjallaskíðaskóm, skíðum og bindingum og svo líka brautarsetti þar sem þú getur notað sömu skóna og bindingarnar en þarft bara split-kit-ið og split-bretti
    þetta með að endarnir hreyfast, er að það sem á að halda brettinu saman fremst og aftast hefur átt það til að losna á nokkrum brettum (búið að koma því áleiðis innan Burton þannig að það ætti að vera í vinnslu að laga það) þegar skíðað er í hörðum snjó. Þeas víbringurinn hefur leyst plastklemmuna sem er á nose/tail og þegar það gerist að þá verður brettið ekki eins stíft (sem er það sem þú vilt í harðfenni, stíft bretti). En þetta er auðveldlega hægt að fiffa, með bandspotta eða einhverju.
    [/ul]

    Enjoy
    Himmi

25 umræða - 101 til 125 (af 338)