0703784699

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 76 til 100 (af 338)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Enn ein “fjallaskíðabindingin“ #55883
    0703784699
    Meðlimur

    Veit ekki hversu mikil snilld þessi græja verður en alltaf gaman þegar menn eru að reyna að breyta „status quo-inu“.

    En það sem ég hef verið að pæla lengi og ekki rekist á hingað til er hversu meingallað það er að þurfa að eiga skíðabindingar á öll skíði sem maður á. En á snjóbretti getur maður átt eina bindingu og skipt um auðveldlega á annað bretti sem hentar hverju færi f. sig. Nú er það frekar mikið í tísku að eiga feit skíði sem er gott og gilt en þau henta ekki í öll færi, því miður. Það sama á við með snjóbretti, en þar getur þú hæglega skrúfað bindinguna þína af og fært yfir á púðurbrettið þitt, freestyle eða all mountain, svo ekki sé nú minnst á split brettið.

    Kannski er ég að skjóta mig í fótinn með þetta þar sem reyndir skíðaáhugamenn segja að það sé ekki hægt að skrúfa skíðabindingar á skíði einsog gert er á snjóbretti, það þarf lím og aðrar græjur svo þetta haldi almennilega. Fyrsta vandamálið er að sjálfsögðu að skíðin eru ekki með skrúfgötum einsog brettin svo að þetta gangi upp en ef snjóbrettabindingarnar halda á svona skrúfum sé ég ekki af hverju 8 skrúfur (4 framan og 4 aftaná) geta ekki haldið skíðabindingu á skíðum (þyngdin gæti aukist sem er ekki vinsælt?).

    En pælið aðeins í hagræðingunni að þurfa ekki að eiga margar skíðabindingar, heldur bara eina sem þú færir svo á milli skíða. Svo getur þú átt mörg mismunandi skíði sem þú notar eftir aðstæðum og þegar þú þarft að endurnýja púðurskíðin þín að þá þarftu ekki að kaupa nýjar bindingar eða selja skíðin þín með bindingum?

    Annars að þá rakst ég á þessa minningargrein um Telemark um daginn,

    http://gravsports.blogspot.com/2010/11/evolution-of-skiing-tele-is-dead.html

    kv.Himmi

    in reply to: Isklifur foll o.fl #55852
    0703784699
    Meðlimur

    „with an overwhelming nauseating case of the barfies“

    Ef menn hefðu lagt á sig að lesa það sem málið snérist um að þá hefðu þeir ef til vill skilið hvernig slysið bar að og hvað ég átti við. En þetta var ekki fall, heldur var hann sestur í síðustu skrúfu (#2 f. ofan stans) af því hann var með „öskrandi ælu“, eftir 3-4 mín setu í skrúfunni til að hita á sér fingurnar endar hann í frjálsu falli. Að öllum líkindum skarst línan af því hann rak broddana í en það er og verður sennilega ráðgáta ein. Varðandi hvað olli því að ísinn fór út er og verður líka ráðgáta en þó má leiða að því likum að ísinn hafi verið stökkur og útaf þyngd hans hafi hann náð að toga skrúfuna út eða brotnað allt í kringum skrúfuna (sem er líklegra þar sem hún bognaði ekki).

    Fleira var ekki komið fram þegar ég las þetta, en einsog segir þarna má búast við nánari upplýsingum frá bjórþyrstum ísklifurkönnuðum sem fara út á föstudag. Ég þakka fyrir stórskemmtilegt myndband og bíð spenntur eftir að lesa meira um þessar svaðilfarir.

    Gimp

    in reply to: Isklifur foll o.fl #55848
    0703784699
    Meðlimur

    Screaming barfies – þurfti að googla það og fékk þetta út. http://www.bodyforwife.com/screamingbarfies.html

    Gæti útlagst sem öskrandi æla? Alger snilld. En hef alveg verið laus við það eftir að ég fór að klifra fetlalaus.

    Takk Freon

    in reply to: Epík í Þilinu #55805
    0703784699
    Meðlimur

    Magnað, en var að reyna að sjá þetta f. mér meðan ég var að horfa á myndina hans Palla, væri gaman að vita hvað það var sem hrundi á þeirri mynd. Bíð síðan spenntur eftir fleiri myndum,

    in reply to: Spori og co. #55798
    0703784699
    Meðlimur

    þörf ábending og þetta með miðann er alls ekki svo vitlaus hugmynd

    in reply to: Til að draga snjóþotu á eftir sér á gönguskíðum #55796
    0703784699
    Meðlimur
    in reply to: Skíðafæri Bláfjöllum #55759
    0703784699
    Meðlimur

    Það eru fleiri bæjarfélög en borgin sem koma að þessu og því er máttur predators lítill í þessu samhengi, sem betur fer.

    En gaman að heyra að það sé kominn spiltroðari, ef menn kunna á slíka græju þá má lappa uppá pallasmíðina sem hefur ekki verið uppá marga fiska undanfarin ár

    Það lítur vel út í kortunum…sjáumst í fjallinu

    in reply to: Fjallamyndavél til sölu: Canon 350D #55734
    0703784699
    Meðlimur

    Ef einhver er á höttunum eftir þyngri vél að þá er ég með body af 40D vél til sölu með batterý-gripi, tilboð óskast!

    Einnig er til sölu Olympus Stylus 1030SW með panorama fídus og vatnsheld. http://www.olympusamerica.com/cpg_section/cpg_archived_product_details.asp?fl=&id=1363

    kv.Himmi

    himmi78 (hjá) me (punktur) com

    in reply to: Búnaðarbazar í kvöld! #55727
    0703784699
    Meðlimur

    Ég er með gömul fjallaskíði með bindingum sem þurfa að finna sér nýjan aðila til að leika sér við. Man ekki hvaða tegund bindingarnar eru, Fritschi minnir mig sem er komið til ára sinna.

    in reply to: hættan af statiskum akkerum #55724
    0703784699
    Meðlimur

    @Kalli – ég væri stoltari af nóbel í eðlisfræði en bókmenntum og bíð eftir tilnefningu.

    Ég var nú bara að vitna í upphaflegu orðin þar sem talað er um að margir bera fyrir sig að vera langt undir 22kn mörkunum. En það er því miður alltof algengt hjá þeim sem hafa ekki kynnt sér málið nógu vel að þeir sjá 22kn á karabínu eða hvaða klifurbúnaði sem er og hugsa með sér að vá hún heldur c.a. 2.200 kg sem er miklu meira en nóg, enda ég bara vel undir 100 kg. Ég átti í umræðu við mann um þetta f. rúmu hálfu ári síðan í miðju klifri, og það þurfti þriðja mann til að sannfæra þennan einstakling og leiða hann úr villu síns vegar.

    Dynema slingar geta verið hættulegir ef ekki rétt notaðir. En Björk bendir réttilega á það að nota búnaðinn eftir aðstæðum og í það sem hann er ætlaður.

    Ég horfði ekki á þetta myndband enda sé nokkur svona áður og gert „live“ ´prófanir. Ég hafði heyrt af þessu með Dynema slinga og því nota ég þá bara til að gera langa tvista.

    En þetta með fallstuðulinn small allt saman um leið og ég fattaði að það var verið að tala um spönn 2 en ekki sport klettaklifur með ground potential.

    Later,

    in reply to: hættan af statiskum akkerum #55714
    0703784699
    Meðlimur

    Ég þekki fáa sem ná 22kn, hvað þá klifrara sem eru flestir í fjaðurvigt til að geta stundað sína grein af kappi. Svo ég best viti að þá held ég að heimsins þyngsti maður nái ekki einu sinni 25% af þessar þyngd.

    Legg til að þeir hinir sömu leggist aftur yfir bækurnar til að geta útskýrt þetta á einföldu máli. Geri ekki ráð f. að allir séu með meistaragráðu í þessu og gerist ég sekur um mistök í þessum efnum en það er samt sem áður grundvallaratriði að kunna grunn skil á þessu máli (basic atriðunum).

    Svo má líka klifra út í eitt og vonast til að hlutirnir „reddist“ bara.

    Þá spyr maður á móti af hverju að nota læstar karabínur þegar þú getur notað léttari ólæstar karabínur? Af hverju að vera að klifra í klifurlínu þegar statísk lína er með teygju? Ekki væri verra að kynna sér fallstuðul og hvað það er. Netið er uppspretta upplýsinga sem ætti að auðvelda mönnum að verða sér úti um þessa þekkingu. Eina sem ég hafði þegar ég var að læra þetta var Petzl bæklingurinn og það tók mig langan ´tíma að átta mig á því af hverju klifrarinn gat dottið lengra en sá sem var að tryggja hann. Þá hugsaði ég þetta alltaf út frá einnar spannar klifurleið og þá hafði ég meiri áhyggjur af því að „ground-a“ heldur en fallstuðli 2.

    Maður lærir svo lengi sem maður lifir….

    Gimp

    Kannski væri ráð að Ísalp væri með kennslu reglulega í svona efnum?

    Held síðan að Petzl síðan sé með ógrynni af svona upplýsingum, og reyndu að verða þér útum eintak af bæklingnum þeirra og sökkti þér ofan í hann.

    in reply to: 127 klukkustundir #55706
    0703784699
    Meðlimur

    Bókin er búin að vera hálfkláruð á borðinu hjá mér í á 3 ár. Gafst upp á öðrum kaflanum um hvernig hann aflimaði sig. Ætli myndin sé jafn ýtarleg? Var búinn að sjá þetta auglýst og bíð spenntur eftir að sjá hana,

    Himmi

    in reply to: Klifurbelti til sölu. #55688
    0703784699
    Meðlimur

    Svona víst við erum að tala um líftíma á klifurvörum að þá er hér ein mynd sem ég tók f. tæpu ári síðan þegar ég skipti um karabínu á einu fjölförnu klifursvæði sem ég átti heimangengt á hér um árið. Þar voru „fixed quickdraws“ í fjölförnustu leiðunum og þessi karabína var víst tæplega eins árs þegar við skiptum henni út f. aðra og nýrri. Ég hafði klippt í hana allt árið á undan, margoft á dag, án þess að velta þessu of mikið f. mér og var frekar sjokkeraður þegar ég sá hvernig hún var umleikis.

    http://picasaweb.google.com/himmi78/Desember2009#5455560111417117154

    in reply to: Höfuðljós #55658
    0703784699
    Meðlimur

    Er einhver reynsla komin á þessar græjur? Er að leita mér að hjólaljósi. Ég vill frekar eyða aðeins meira í græju sem virkar en að vera óánægður með eitthvað sem ég sparaði mér á.

    Virkar batteríið út veturinn, endist það jafn lengi og önnur dýrari ljós?

    Set alltaf spurningarmerki þegar maður getur „grætt“ á því að versla ódýrari vöru.

    Himmi

    in reply to: Ný alpaleið í Öræfum #55606
    0703784699
    Meðlimur

    þetta lúkkar vel, og gaman að heyra af nýjum afrekum alltaf. Ég bíð spenntur eftir fréttum af línunni….

    in reply to: Lofoten 2010 #55586
    0703784699
    Meðlimur

    Það voru fleri að gera það gott á Lofoten

    in reply to: Lofoten 2010 #55570
    0703784699
    Meðlimur

    ótrúlegt hvað google og youtube geta fært þér ef þú leggur á þig smá vinnu,

    http://www.youtube.com/watch?v=DQIbO-YXxg4&feature=related

    annars bíð ég spenntur eftir fleiri myndum,

    Himmi

    in reply to: Flottar skíðamyndir frá Fróni #55565
    0703784699
    Meðlimur

    Það hefur verið að falla ansi blautur snjór niður hér sunnan heiða í allan dag…vonum bara að þetta verðir kaldur vetur með miklum snjó.

    En varðandi split að þá hefur verið ritað ansi mikið um það hér á síðunni….ef maður reynir að súmmera það upp þá virka þessi bretti miklu betur en björtustu menn þorðu að vona, bara að skella sér á einn grip. Ég á ennþá til eitt Voile split kit (vantar bara split bretti frá Burton eða Voile og snjóbrettabindingar til að græjan virki ef einhver vill bjóða í það, það er ónotað).

    Eini gallinn við þetta eru mjúku brettaskórnir, nema þú ætlir þér að vera á stífum skóm. Mjúkir skór eru bestir á niðurleiðinni en geta verið til trafala þegar þú þarft að sparka spor í harðan snjó, en hver rennir sér svosem í hörðum snjó og ef svo er þá hefur maður bara einn skíðavitleysinginn með sér til að fara á undan…

    Gimp

    in reply to: Slovak direct á Denali #55543
    0703784699
    Meðlimur

    Alger snilld…

    in reply to: Spjöld sögunnar #55531
    0703784699
    Meðlimur

    Já þú segir nokkuð. Voru ekki allir búnir að sjá þetta?

    in reply to: Alpaævintýri Ágústs og félaga #55519
    0703784699
    Meðlimur

    Sick flott mynd hjá þér…..ekki amalegt að ferðast með svona pro ljósmyndara með sér.

    Bíð spenntur eftir fleiri myndum, leiðinlegt með Toblerone fjallið….en það jákvæða við það er að það er ekkert á förum og þá hafið þið ástæðu til að fara aftur út sem fyrst aftur….

    Himmi

    in reply to: Vefmyndavél og veðurstöð í Eilífsdal #55510
    0703784699
    Meðlimur

    viðrar ekki vel til loftárása í dag? ætla menn og konur út að leika í dag?

    in reply to: Klettaklifurfestival #55495
    0703784699
    Meðlimur

    Eru menn og konur búin að spá í veðrið f. austan um helgina. Á það að haldast þurrt báða dagana eða ætla menn og konur ekkert að láta veðrið hafa áhrif á sig bara að fara samt?

    Einn voða spenntur….

    in reply to: Ný leið í Munkaþverárgili #55484
    0703784699
    Meðlimur

    Flott forsíðumynd dagsins….

    kvHimmi

    in reply to: Klifursiðferði #55463
    0703784699
    Meðlimur

    En af því það er nú búið að opna f. umræðu um boltun hér heima að þá held ég að það sé þörf umræða.

    Varðandi ísklifur að þá held ég að það sé ennþá svo stutt á veg komið að það er ekki farið að skemma f. hinum almenna borgara, og held ég að enginn í klifursamfélaginu setji sig upp á móti boltun í ís þar sem það er hægt.

    En hvað með ný klifursvæði, hvað með að setja upp toppakkeri í Stardal, hvað með endurboltun og annað?

    Gaman væri að heyra í tómum tunnum,

    Himmi

25 umræða - 76 til 100 (af 338)