Klettaklifurfestival

Home Umræður Umræður Klettaklifur Klettaklifurfestival

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47229
  gulli
  Participant

  Hæhæ …

  Það styttist nú í festivalið á Hnappavöllum, helgin 9. – 11. júlí hefur verið sett fyrir herlegheitin. Í ár verður þetta 2ja manna liðkeppni sem stendur yfir á laugardeginum. Meira um dagskránna og fyrirkomulagið hér:

  http://klifurhusid.is/?subj=hnappothon2010

  Það einfaldar skipulagið að þeir sem ætla að mæta skrái sig sem fyrst svo endilega drífa í því. Upplýsingar um að eru undir tenglinum að ofan einnig.

  Kveðja,
  Gulli

  #55493
  Freyr Ingi
  Participant
  #55494
  Sissi
  Moderator

  Hahaha, geðgt!

  #55495
  0703784699
  Meðlimur

  Eru menn og konur búin að spá í veðrið f. austan um helgina. Á það að haldast þurrt báða dagana eða ætla menn og konur ekkert að láta veðrið hafa áhrif á sig bara að fara samt?

  Einn voða spenntur….

  #55496
  2005774349
  Meðlimur

  Bara fara og gleyma að hugsa. Spáin segir líka að veðrið eigi að sleppa. kannski skúr um hádegið en vonandi ekki meir.

  Venga!
  HRG.

  #55497
  2005774349
  Meðlimur

  Mér fróðari menn (RÍV) segja að búast megi við smá skúr í hádeginu á laugardaginn og annars flott.
  Veðrið klukkan tólf. Fyrir og eftir þá reiknast ekki úrkoma. A41.png

  #55499
  0808794749
  Meðlimur

  Hvernig fór helgin á Hnappó?
  Hver var með besta Ghettoblasterinn?
  Sprengdi einhver stigaskalann?

  Héldu skúrirnar sig fjarri Völlunum?

  #55502
  Freyr Ingi
  Participant

  Frétti af regni á laugardeginum. Heyrði líka að menn hafi nýtt tímann við að hlaða batterín, bæði mannlegu- og ghettoblaster batteríin, farið svo út um sexleytið þegar stytti upp og klifrað inn í nóttina.

  #55503
  gulli
  Participant

  Já, það gekk vísu á ýmsu um helgina en allir voru sáttir þegar upp var staðið. Úrslitin voru þessi:

  Í stigakeppninni:

  1. Katrín Möller og Danni Máss.
  2. Stebbi Smára og Jón Viðar
  3. Róbert og Sigurður Tómas

  Lengdarmetrar:

  1. Róbert og Sigurður Tómas
  2. Stebbi Smára og Jón Viðar
  3. Katrín Möller og Danni Máss.

  Fleiri lið voru auðvitað mætt til leiks en bara komust ekki á blað. Er því miður ekki með nákvæman fjölda stiga eða lengdarmetra.

  Verðlaun voru veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í hvorum flokki. Glacier Guides gáfu fyrstu verðlaun í stigakeppninni, jöklagöngu fyrir tvo. Fyrir annað og þriðja sæti var ís frá Árbæ og voru menn einstaklega ánægðir með verðlaunin sín.

  Sundlaugin á Svínafelli styrkti okkur einnig og gaf verðlaun fyrir öll sæti í lengdarmetrum, frítt í sund!

  Síðan voru það þær Lóa og Rakel sem fengu verðlaun fyrir flottustu tónlistina og gaf plötubúðin Havarí þeim sitt hvort settið af geisladiskum, m.a. Hitaveituna og Terminal með Hjaltalín.

  Annað sem vert er að taka fram er að nú er kominn gafl í tóftina og þetta því orðið hið besta skjól fyrir veðri og vindum.

  Annars bara takk til allra sem lögðu hönd á plóg!

9 umræða - 1 til 9 (af 9)
 • You must be logged in to reply to this topic.