Enn ein “fjallaskíðabindingin“

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Enn ein “fjallaskíðabindingin“

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47404
  1001813049
  Meðlimur

  Rakst á þetta í morgun-netsörfinu:

  http://www.youtube.com/watch?v=nnapWLJmPUw&feature=player_embedded

  Áhugavert, myndi þessi græja flokkast undir hybrid ásamt BCA Alpine Trekker, endilega látið vita þegar þið hafið testað þetta ;)

  Kv KM

  #55854
  1506774169
  Meðlimur

  Virðist vera nokkuð sniðugur búnaður að geta sett alpine bindingar á plötu sem er á hjörum. Væri gaman að finna meiri upplýsingar og specca um þetta en heimasíða þessa fyrirtækis segir fátt. Spurning hvort að þetta er léttara en BCA alpine trekkar?

  #55875
  1402734069
  Meðlimur

  Fritschi lokunarbúnaður.

  Skemmtilega við þessa bindinga er að það er hægt að nota venjulega svigskíðabindinga. Einnig virðast bindingarnir liggja neðar, nær skíðinu, en á Fritschi bindingarnir eða Marker.

  Svigskíðabindingar með innbyggðum Trekker …. hhhmmm … fjallaskíðabindingar sem sagt :)

  #55883
  0703784699
  Meðlimur

  Veit ekki hversu mikil snilld þessi græja verður en alltaf gaman þegar menn eru að reyna að breyta „status quo-inu“.

  En það sem ég hef verið að pæla lengi og ekki rekist á hingað til er hversu meingallað það er að þurfa að eiga skíðabindingar á öll skíði sem maður á. En á snjóbretti getur maður átt eina bindingu og skipt um auðveldlega á annað bretti sem hentar hverju færi f. sig. Nú er það frekar mikið í tísku að eiga feit skíði sem er gott og gilt en þau henta ekki í öll færi, því miður. Það sama á við með snjóbretti, en þar getur þú hæglega skrúfað bindinguna þína af og fært yfir á púðurbrettið þitt, freestyle eða all mountain, svo ekki sé nú minnst á split brettið.

  Kannski er ég að skjóta mig í fótinn með þetta þar sem reyndir skíðaáhugamenn segja að það sé ekki hægt að skrúfa skíðabindingar á skíði einsog gert er á snjóbretti, það þarf lím og aðrar græjur svo þetta haldi almennilega. Fyrsta vandamálið er að sjálfsögðu að skíðin eru ekki með skrúfgötum einsog brettin svo að þetta gangi upp en ef snjóbrettabindingarnar halda á svona skrúfum sé ég ekki af hverju 8 skrúfur (4 framan og 4 aftaná) geta ekki haldið skíðabindingu á skíðum (þyngdin gæti aukist sem er ekki vinsælt?).

  En pælið aðeins í hagræðingunni að þurfa ekki að eiga margar skíðabindingar, heldur bara eina sem þú færir svo á milli skíða. Svo getur þú átt mörg mismunandi skíði sem þú notar eftir aðstæðum og þegar þú þarft að endurnýja púðurskíðin þín að þá þarftu ekki að kaupa nýjar bindingar eða selja skíðin þín með bindingum?

  Annars að þá rakst ég á þessa minningargrein um Telemark um daginn,

  http://gravsports.blogspot.com/2010/11/evolution-of-skiing-tele-is-dead.html

  kv.Himmi

  #55884
  1001813049
  Meðlimur

  Það er reyndar búið að leysa þetta vandamál

  http://www.quiverkiller.com/

  #55885
  Karl
  Participant

  MFD
  Þetta er fín hugmynd, -en hálfgert skítmix.
  Klúðrið felst í því að venjuleg tábinding er það löng að táin á skíðaskónum endar laangt aftan við lömina. (ef tábindingin er fest framar á álplötuna þá reksst bindingin í skíðin þegar hællinn fer upp.)
  Hefðbundnar fjallaskíðabindingar eru með eins stutta tábindingu og kostur er, jafnvel aðeins vír, og öryggið undir bindingunni, til að lömin endi ekki langt framan við tá.
  Í praxís geri ég ráð fyrir að þetta virki álíka vel og alstífir skór sem stolið væri frá Leningrad Cowboys.
  Þetta er hinsvegar fínt fyrir þá sem skíða á skíðasvæðum en vilja skreppa á fjöll þrisvar á ári.

  Ástæða þess að betra er að ganga á telemarkskóm er sú að þar er snúningurinn á eðlilegum stað, þe um öftustu táliði.
  Á hefðbundnum fjallaskíðabindingum er snúningurinn um tána en með þessum búnaði er snúningurinn vel framan við tá.

  Himmi -Fritchi seld í fornöld ódýra „base plate“ -grunnplötu sem skrúfuð var á skíðin. Þannig var hægt að eiga einar bindingar sem nota mátti á fleiri skíði með réttri grunnplötu.

  #55891
  Goli
  Meðlimur

  Himmi þarna er ég sammála þér. Reyndar á ég svona telemarkskíði sem koma með insertum þannig að ég get tekið bindingarnar af (K2 Hippy Stinx). Ekkert vandamál með þann búnað og hef þó reynt verulega á þetta. Verst að aðrir framleiðendur hafa ekki farið þessa leið svo ég viti til ennþá þannig að ég get ekki hent bindingunum á hin skíðin mín :( Draumurinn væri að eiga eitt par af telemarkbindingum, annað af svigskíðabindinum og svo slatta af skíðum og hægt að henda hvaða bindingum á hvaða skíðapar sem er. Í fullkomnum heimi…..

7 umræða - 1 til 7 (af 7)
 • You must be logged in to reply to this topic.